Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Exit Wounds 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. maí 2001

What Can Two Men Do Against A Gang Of Crooked Cops? Whatever It Takes.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Orin Boyd er lögga í Detroit sem er ekkert mikið fyrir það að fara eftir reglunum. Eftir að hann bjargaði varaforseta Bandaríkjanna með því að brjóta öll fyrirmæli sem hann fékk, þá er hann fluttur í eitt versta hverfið í borginni. Þar kemst hann fljótlega að því að spilltar löggur eru að selja eiturlyfjasölum heróín. Vandamálið er að það er... Lesa meira

Orin Boyd er lögga í Detroit sem er ekkert mikið fyrir það að fara eftir reglunum. Eftir að hann bjargaði varaforseta Bandaríkjanna með því að brjóta öll fyrirmæli sem hann fékk, þá er hann fluttur í eitt versta hverfið í borginni. Þar kemst hann fljótlega að því að spilltar löggur eru að selja eiturlyfjasölum heróín. Vandamálið er að það er erfitt að átta sig á hver er vondi kallinn, og hverjum á að treysta.... minna

Aðalleikarar


Þetta er bara venjuleg Seagal mynd. Tom Arnold reddar myndinni og aðal ástæðan til að horfa á alla myndina er síðasta atriðið. En Seagal gerir alltaf sömu hlutina aftur og aftur í myndinni, ber nokkra kalla og reynir svo að vera fyndinn!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eins og flestir vita eru myndir Seagal engar verðlauna myndir ,enda er hann enginn stjörnu leikari ,þrátt fyrir það hef ég fáranlega gaman af þeim. Tónlistin er í raun hörmung og ég var ekki alveg að sjá DMX standa sig en Tom Arnold hélt gríninu aðeins uppi. Myndin fjallar um Lögreglumann sem er rekin niður um deild sem er víst voða lélegur mórall í og þar flækist hann í eitthvað mál, bara eins og flest allar myndir hans eru. Að mínu mati er þetta fín mynd þar sem þið þurfið ekki að beita hugaraflinu heldur bara haft gaman af slagsmálunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Afskaplega ómerkileg mynd þó hún sé ekki alslæm heldur. Steven Seagal er frekar vanmetinn leikari þó að hann hafi takmarkaða leikhæfileika. En maðurinn er bara þægilegur og viðkunnanlegur náungi. Þó svo að umrædd mynd Exit wounds sé voða lítið frábrugðin öðrum myndum Seagal´s þá er ýmislegt gott við hana sem bjargar henni frá algjöru falli. Til að mynda almenninlegur söguþráður og þokkaleg tónlist. Ómissandi fyrir Seagal aðdáendur(ef einhverjir eru til á annað borð)en aðrir ættu að láta þessa framhjá sér fara. Undirritaður splæsir einni og hálfri stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ofurhetjann Steven Seagal er hér mættur sem lögreglumaður sem hefur verið sendur niður um deild ( í skítaplace-ið eins og það er kallað ) og býst hann alls ekki við því sem hann á í vændum. Ágætis afþreying sem er þó svolítið fyrirsjáanleg á köflum. Tónlistarmaðurinn DMX stendur sig ágætlega fyrir framann myndavélina ( Þó svo að ekki er mikið af honum búist ) og sýnir það að það er alveg hægt að vera tveir töffarar í sömu myndinni, þó svo að hinn aðillinn heitir Steven Seagal :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa, með þær upplýsingar í fararteskinu að þetta væri með betri myndum Segals og að nú "væri ferill hans á uppleið". Nei. Ferill Segals er ekki á uppleið frekar en fyrri daginn. Hvernig í ósköpunum helst þessi maður í Hollywood? Maðurinn er gjörsamlega sneiddur leikhæfileikum, hann er úr öllu formi og þessi brögð hans eru orðin leiðigjörn. Um hvað er myndin? Góð spurning. Mér leiddist svo eftir 20 mínutur að ég byrjaði að dotta. Þegar byssuskotin og sprengingarnar voru farnar að vekja mig, ákvað ég að labba út. Ættir þú að eyða 700 kalli í þessa? Ekki ef þú kemst hjá því. Ef þú kemst ekki hjá því, þá getur þú huggað þig við það að Tom Arnold bjargar nokkrum mínutum. Fyndinn karakter.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.05.2015

Ný mynd frá Steven Seagal!

Von er á nýrri mynd frá bardagalistakappanum og kvikmyndastjörnunni Steven Segal; glæpatryllirinn End of a Gun. Í myndinni leikur Seagal fyrrum ATF fulltrúa ( Alchohol, Tobacco, Firearms and Explosives ) sem gengur fram á konu og man...

09.01.2013

Halle Berry lendir í morðingja fortíðar

Fyrsta myndin af leikkonunni Halle Berry úr myndinni The Call hefur verið birt, en myndin er eftir leikstjóra andvökutryllisins The Machinist, Brad Anderson. Myndin verður frumsýnd 15. mars nk. í Bandaríkjunum. Ei...

18.06.2001

Endurgerðin á M með DMX

Nýjustu fregnir herma að ofurframleiðandinn Joel Silver ( The Matrix ) sé nú að fara að endurgera hina klassísku Fritz Lang mynd, M og ætli sér að hafa DMX ( Exit Wounds ) í öðru aðalhlutverkinu. Fjallaði upphafleg...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn