Náðu í appið
Öllum leyfð

Flashdance 1983

Something happens when she hears the music...it's her freedom. It's her fire. It's her life.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Alex Owens er algjör orkubolti. Hún vinnur í stálverksmiðju á daginn, en starfar við nektardans á kvöldin. Draumur hennar er að komast í alvöru dansskóla, og með stuðningi yfirmanns hennar og kærasta, þá gæti það tekist.

Aðalleikarar


Flashdance er ein af þessum dansmyndum sem voru svo vinsælar í byrjun 9. áratugarins. Ég man að ég sá þessa mynd í bíó sem unglingur, og fannst hún þá æði. Síðan sá ég hana á Sítt-að-aftan-helginni sem Filmundur stóð yfir sumarið 2001, og fannst hún fölna eilítið þá, þó ekkert svo afskaplega mikið.

Þetta er jú alveg stórskemmtileg eighties-mynd með ágætri tónlist Giorgio Moroder. Söguþráðurinn er kannski hálf óraunsær: Unglingsstúlkan Alex Owens vinnur við logsuðu (!) en vinnur einnig aukavinnu sem hálfgerður súludansari (án súlu þó) á sóðalegri knæpu. Hún á sér þann draum að verða ballettdansmær, en er þó orðin 18 ára og hefur aldrei lært dans. Svo á hún í hálfótrúverðugu ástarsambandi við yfirmann sinn. Hmmm.

En það sem gerir þessa mynd skemmtilega er tónlistin og dansarnir, sem eru, þrátt fyrir að vera hálfhallærislegir, þrælsvalir. Sérstaklega dansinn síðast í myndinni.

Jennifer Beals stóð sig bara nokkuð bærilega í þessari mynd. Hvar er hún nú???
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.11.2012

Flashdanceleikari handtekinn

Hinn þekkti karakter leikari Michael Nouri, sem kunnur er m.a. fyrir hlutverk sín í Flashdance og The Proposal, var handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi. Lögreglan sagði TMZ vefmiðlinum, að hún hefði fengið hringingu í neyðarnú...

12.12.2010

John-Travolta-in-Haiti

Actor JOHN TRAVOLTA (Grease, Saturday Night Fever, Urban Cowboy) at Paramount Reunion party in Hollywood. The party was held to celebrate the DVD release of Paramount musicals Saturday Night Fever, Grease, Flashdance, Footloose,...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn