Náðu í appið
Walk the Line

Walk the Line (2005)

"Love is a burning thing."

2 klst 16 mín2005

Tónlistarmaðurinn Johnny Cash elst upp á tímum kreppunnar miklu í Bandaríkjunum.

Rotten Tomatoes83%
Metacritic72
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Söguþráður

Tónlistarmaðurinn Johnny Cash elst upp á tímum kreppunnar miklu í Bandaríkjunum. Hann fær áhuga á tónlist og flytur á endanum frá bænum sem hann býr í í Arkansas fylki í Bandaríkjunum til að sinna herþjónustu í Þýskalandi. Á meðan hann er þar kaupir hann sér sinn fyrsta gítar og byrjar að skrifa sína eigin tónlist, og biður Vivian. Þau gifta sig og setjast að í Tennessee. Þau eignast dóttur og Cash fer að vinna fyrir fjölskyldunni sem sölumaður. Hann finnur mann sem gæti hjálpað honum að láta drauminn sinn rætast og nær að taka upp plötu með hljómsveitinni sinni. Stuttu síðar fer hann á stutt tónleikaferðalag, syngur lögin sín, og hittir hina fallegu June Carter, sem þá þegar er orðin þekkt tónlistarkona. Á meðan þau eru saman á tónleikaferðum, ásamt Jerry Lee Lewis og hljómsveitinni þróast með þeim ástarsamband. Á endanum hættir June á tónleikaferðinni vegna þess hvernig Cash hagar sér, en Cash er orðinn háður eiturlyfjum. Hjónaband hans stendur á brauðfótum, og þegar hann sér June síðar á verðlaunaafhendingu, þá neyðir hann hana til að fara aftur á tónleikaferðalag með sér, og lofar henni að sjá um hana og krakkana hennar tvo. Eftir því sem tónleikaferðinni vindur fram, þá styrkist samband þeirra, og á endanum skilur hann við eiginkonu sína. June kemst að því að Cash á við eiturlyfjafíkn að stríða, og hjálpar honum að yfirvinna fíknina. Sönn ást og umhyggja hjálpa John á endanum að hætta í dópinu, og að lokum biður hann hennar á sviði fyrir framan áhorfendur á tónleikum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Mars Media BeteiligungsDE
Tree Line FilmsUS
Catfish ProductionsUS
Fox 2000 PicturesUS

Verðlaun

🏆

Reese Witherspoon fékk Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki.Tilnefnd til fjögurra Óskara í viðbót; búningar, klipping, hljóðvinnsla og besti leikur karla í aðalhlutverki, Joaquin Phoenix.

Gagnrýni notenda (7)

Ring of Fire

★★★★☆

Fínasta mynd um hinn frábæra tónlistarmann Johnny Cash og feril hans. Joaquin Phoenix leikur Cash ótrúlega vel og Reese Witherspoon leikur June Carter ásættanlega og vel það. Walk the Line e...

★★★★★

Ég er mikill Johnny Cash aðdáandi og ég get sagt ykkur að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon er stórkostleg í sýnum hlutverkum og ná að fanga persónur gj...

Walk The Line segir frá ævi besta kántrísöngvara allra tíma, Johnny Cash. Hér er farið í gegnum glæstan feril hans sem tónlistarmanns, átakanlegt hjónaband hans við Vivian Cash, ástarsa...

★★★★★

Ég sá Walk the line fyrir allt löngu og væntingarnar voru miklar enda hef ég haft mikill áhuga á cash bæði sem manneskju og svo tónlistinni hans og það voru varla liðnar nema 10-15 mí...

★★★★☆

Dæmigerð biopic um Johnny Cash, það er nákvæmlega ekkert við uppbygginguna eða handritið sem er frumlegt, mér leið eins og ég væri að horfa á aðra útgáfu af Ray því sagan í báðu...

Það er voðalega vinsælt í dag að gera mynd um látna tónlistarmenn og helst að gera hana um leið og jarðaförin er búin. Svo þykir við hæfi að dæla verðlaunum í þessar myndir og í...