Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ring of Fire
Fínasta mynd um hinn frábæra tónlistarmann Johnny Cash og feril hans. Joaquin Phoenix leikur Cash ótrúlega vel og Reese Witherspoon leikur June Carter ásættanlega og vel það. Walk the Line er tvískipt. Í fyrri hlutanum fylgjumst við með Cash og hljómsveitinni hans á tónleikaferðalögum og seinni hlutinn greinir frá því þegar lyfjamisnotkun söngvarans stakk hann í bakið og hann reif sig upp úr því og það er bara gaman að horfa á þetta. Þessa mynd skortir voða fátt, hún gæti ekki lýst betur feril Johnny Cash. Walk the Line er þó ekki gallalaus, hún verður pínu langdregin síðustu tuttugu mínúturnar og margir af aukaleikurunum eru ekki nógu sannfærandi. En ég segi samt hiklaust þrjár stjörnur á þessa. 8/10 í einkunn.
Fínasta mynd um hinn frábæra tónlistarmann Johnny Cash og feril hans. Joaquin Phoenix leikur Cash ótrúlega vel og Reese Witherspoon leikur June Carter ásættanlega og vel það. Walk the Line er tvískipt. Í fyrri hlutanum fylgjumst við með Cash og hljómsveitinni hans á tónleikaferðalögum og seinni hlutinn greinir frá því þegar lyfjamisnotkun söngvarans stakk hann í bakið og hann reif sig upp úr því og það er bara gaman að horfa á þetta. Þessa mynd skortir voða fátt, hún gæti ekki lýst betur feril Johnny Cash. Walk the Line er þó ekki gallalaus, hún verður pínu langdregin síðustu tuttugu mínúturnar og margir af aukaleikurunum eru ekki nógu sannfærandi. En ég segi samt hiklaust þrjár stjörnur á þessa. 8/10 í einkunn.
Ég er mikill Johnny Cash aðdáandi og ég get sagt ykkur að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon er stórkostleg í sýnum hlutverkum og ná að fanga persónur gjörsamlega.Þessi mynd prýðir allt sem góð mynd þarf stórkostlegur leikur, æðisleg tónlist, frábær myndataka og bulletproof handrit. Mæli eindregið með þessari mynd.
Walk The Line segir frá ævi besta kántrísöngvara allra tíma, Johnny Cash. Hér er farið í gegnum glæstan feril hans sem tónlistarmanns, átakanlegt hjónaband hans við Vivian Cash, ástarsamband hans við June Carter, eiturlyfjaneyslu sem hrjáði hann alveg til dauðadags og erfiða æsku Johnnys þegar hann var yngri. James Mangold hefur fært okkur Identity og Girl, Interrupted. En þetta er hans besta til þessa. Handritið að myndinni er mjög vel skrifað, leikstjórn Mangolds góð og frammistöður Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon stórkostlegar. Svo er tónlistin í myndinni snilld. Sem Johnny Cash aðdáandi, gæti ég ekki verið sáttari með útkomuna.
Ég sá Walk the line fyrir allt löngu og væntingarnar voru miklar
enda hef ég haft mikill áhuga á cash bæði sem manneskju og svo tónlistinni hans og það voru varla liðnar nema 10-15 mínútur þegar ég sá að þetta var ekkert annað en meistaraverk og leikurinn,tónlistin og auðvitað handritið gerði myndina af einni af betri myndum sem gerðar hafa verið um lifandi manneskju og enn í dag er leikur reese w enn í huga mér og það er eitthvað að akademínunni ef hún vinnur ekki en þótt myndin hefði verið frábær þá var einn sem mér fannst að en myndin var nokkuð langdregin en samt ekkert þannig að manni leiddist en myndin tókst það sem fáar myndir takast það er að skapa stemmingu einsog á tónleikum og að maður er á fullu í sætinu
Dæmigerð biopic um Johnny Cash, það er nákvæmlega ekkert við uppbygginguna eða handritið sem er frumlegt, mér leið eins og ég væri að horfa á aðra útgáfu af Ray því sagan í báðum myndunum eru óþægilega líkar. Kannski eru báðar myndirnar mjög dyggar raunverulegum atburðum og eru þar með ekki viljandi svona líkar en þrátt fyrir það eiga báðar myndirnar það sameiginlegt að vera gífurlega ómerkilegar. Það sem Walk the Line á líka sameiginlegt með Ray er að frammistöður leikaranna voru glæsilegar og gera myndina þess virði að sjá. Fyrir utan það að Joaquin Phoenix er 15cm lærri en hinn látni Johnny Cash þá er hann nokkuð gallalaus sem Cash, sama með Reese Witherspoon sem leikur mest óReeseWitherspoonlegasta hlutverk hingað til sem June Carter. Það sem kvekir í undruninni er að þau bæði syngja lögin sjálf, ég skil ekki hvernig þau gerðu það svona vel því þau sungu lögin alveg jafn vel og Cash og Carter sjálf. Rosalega fín tónlist og geðveikar frammistöður gera Walk the Line þess virði að sjá, því miður er Walk the Line svo svakalega dæmigerð og sýnir ekkert nýtt, ég get ekki gefið henni meira en þrjár stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.foxmovies.com/movies/walk-the-line
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
3. febrúar 2006