Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Allir eru að segja að þessi mynd sé svo ömurleg en mér finnst hún mjög góð. Myndin fjallar um fjölskyldu sem erfir hús frænda síns sem var sagður vera draugahandsamari. En þau flytja samt í húsið en það kemur í ljós að þrettán draugar sleppa út og þau þurfa að berjast við þá. Kannski aðeins of mikið af ofbeldi og blóði en hvað sem hinir segja,þetta er góð mynd.
Ég gef þessari mynd þrjár stjörnur því að Tony Shaloub leikur aðalhlutverkið og hann er uppáhalds leikari minn (ahem, það er ekki eina ástæðan) og hún er bara góð hrollvekja. Gaurinn sem Tony leikur missti konuna sína því það kviknaði í húsinu þeirra. Hann á 2 börn og eina barnfóstru. Frændi þeirra var þekktur fyrir að handsama drauga en hann dó við það. Svo erfðu þau húsið hans en lögfræðingur þeirra fer og stelur einhverjum pening frá húsinu en verður drepinn. En hann opnaði búrin þar sem draugarnir eru og fjölskyldan læsist í húsinu með draugunum 13 og einn af þeim reynist vera kona Tony's.
Bráðskemmtileg B-mynd. Léleg, en skemmtanagildið ótvírætt og það er jú það sem gildir, því það er ekki eins og maður hafi búist við nýrri Shining þegar hún fór í spilarann. Söguþráðurinn er einnig of vitlaus til að tíunda hér og leikarar í fæstum tilfellum starfi sínu vaxnir, en fyrir þá sem líkar við B-hrylling er þetta alveg ljómandi.
Þetta er ein leiðinlegasta, ömurlegasta og fáranlegasta mynd sem ég hef séð. Ég torgaði rétt svo 40 mínútur af myndinni og ældi af leiðindum. Illa gerð, leiðinlegur söguþráður og ljótt hús. Að veiða drauga.. þessi mynd væri fín árið 1970 r sum. Mæli tafarlaust að enginn sjái þessa mynd... Cr4cKeD
Fýlukallinn þarna lýsir tilfinnugnum mínum um þessa mynd. Það er einfaldlega ekkert gott við þessa hörmung: handritið er svo lélegt að maður fer að velta því fyrir sér hvort að leikurunum hafi bara verið stillt upp og þeir bara látnir segja eitthvað. Draugarnir eru alveg misheppnaðir og svo gervilegir að ég hefði getað látið litla bróður minn gera flottari drauga úr pappalími. Svo virðist sem aðstandendur myndarinnar hafi fattað hvað leikararnir og bara allt var misheppnað svo að þeir hafa bara dundað sér við að finna upp klígjulega dauðdaga fyrir alla vondu kallana og klippa svo nógu hratt til að reyna að láta mann missa meðvitund af leiðindum og rugli. Sem sagt, sleppið þessari mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
15. mars 2002
VHS:
7. ágúst 2002