Náðu í appið
Unforgiven

Unforgiven (1992)

"It's a hell of a thing, killing a man"

2 klst 11 mín1992

Íbúar bæjarins Big Whisky eru venjulegt fólk, sem er að reyna að lifa venjulegu lífi.

Rotten Tomatoes96%
Metacritic85
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Íbúar bæjarins Big Whisky eru venjulegt fólk, sem er að reyna að lifa venjulegu lífi. Lögreglustjórinn Little Bill, reynir að byggja sér hús og halda uppi lögum og reglu. Gleðikonur bæjarins hafa í sig og á. Nú birtast nokkrir kúrekar sem fara illa með eina gleðikonuna, og skera hana með hnífi. Vændiskonurnar eru ekki sáttar við hvernig Bill tekur á málum og heita verðlaunum hverjum þeim sem tekst að finna ofbeldismennina. Ungur byssumaður, The Schofield Kid, ákveður að reyna sig við verkefnið, og einnig hinn aldni byssumaður William Munny. Munny lagði byssuna á hilluna fyrir unga konu sína, og hefur um hríð verið að rækta jörðina og tvö börn í friði og spekt. Nú er konan hinsvegar látin, og líf bóndans er erfitt. Munny eru líka mislagðar hendur við búskapinn. Hann kallar í gamlan félaga sinn, Ned, og ákveður að taka fram byssurnar til að drepa menn á nýjan leik, setur hnakk á gömlu geðvondu truntuna sína og ríður af stað.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS
Malpaso ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Myndin vann fjögur Óskarsverðlaun. Besta mynd, besti leikari í aukahlutverki Gene Hackman, besta leikstjórn Clint Eastwood, og besta klipping Joel Cox.

Gagnrýni notenda (6)

Dökkur og óhefðbundinn vestri

★★★★☆

Eastwood er enginn nýgræðingur þegar það kemur að vestrum. Honum tekst þó engu að síður að gera þær einstaklega ferskar, hvort sem hann leikur eða leikstýrir. Hér gerir hann nefninle...

★★★★★

Unforgiven er vestri leikstýrður af einum vinsælasta leikara og leikstjóra allra tíma, Clint Eastwood. Maðurinn hefur verið í miklu persónulegu uppáhaldi hjá mér síðan ég byrjaði að h...

Þetta er bara snilldar mynd með snilldar leikurum og valda þeir Eastwood,Hackman og freeman manni ekki vonbrigðum í þessari snilldar mynd. Söguþráðurin er mjög góður leikur frábær og...

★★★★★

Snilldar vestri sem hlaut fjögur óskarsverðlaun árið 1992 meðal annars fyirir bestu leikstjórn (Clint Eastwood) og besta leik í aukahlutverki(Gene Hackman). Gamall afbrotamður að nafni Willi...

Unforgiven er frábær kvikmynd sem gerist í villta vestrinu. Clint Eastwood fer á kostum sem William Munny og þeir Gene Hackman, Richard Harris og Morgan Freeman eru ekki síðri. Myndin er um Wil...

★★★★★

Gene Hackaman á hrós skilið fyrir að leika hér lögreglustjórann en Clint Eastwood má alveg hætta að leika í kvikmyndum heldur má hann halda áfram að leikstýra þeim. Leiðinlegt hvað M...