Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
M.Night Shyamalan er einn af mínum uppáhalds leikstjórum.
Myndirnar hans eru frábærar Sixth sense,Unbreakable,Village og Signs en hún er hugsanlega hans versta mynd þó hún sé nokkuð góð þá er hún ekkert samanborið við þær sem eru nefndar að ofan.
Mel Gibson leikur prestinn Graham sem einnig á sveitabæ og býr þar með börnunum hans Morgan og Bo og bróðir Grahams Merill(JoaquinPhoenix)fyrrverandi íþróttastjarna býr með þeim og er þeim til stuðnings.
En einn morgun er risastórt og skrítið tákn á kornakrinum.
Gæti þetta verið eftir geimverur mörg svo tákn hafa fundist á nokkrum löndum jarðarinnar og stóra spurningin er hverjir gerði þetta og hvað vilja þeir?
Leikurinn er ágætur og Signs spennandi og sérstaklega seinasti hlutinn,handritið er fínt gæti verið aðeins betra og leikstjórnin góð.
Þó að þetta sé sísta mynd Shyamalans er hægt að mæla með henni.
M.Night Shyamalan er einn af mínum uppáhalds leikstjórum.
Myndirnar hans eru frábærar Sixth sense,Unbreakable,Village og Signs en hún er hugsanlega hans versta mynd þó hún sé nokkuð góð þá er hún ekkert samanborið við þær sem eru nefndar að ofan.
Mel Gibson leikur prestinn Graham sem einnig á sveitabæ og býr þar með börnunum hans Morgan og Bo og bróðir Grahams Merill(JoaquinPhoenix)fyrrverandi íþróttastjarna býr með þeim og er þeim til stuðnings.
En einn morgun er risastórt og skrítið tákn á kornakrinum.
Gæti þetta verið eftir geimverur mörg svo tákn hafa fundist á nokkrum löndum jarðarinnar og stóra spurningin er hverjir gerði þetta og hvað vilja þeir?
Leikurinn er ágætur og Signs spennandi og sérstaklega seinasti hlutinn,handritið er fínt gæti verið aðeins betra og leikstjórnin góð.
Þó að þetta sé sísta mynd Shyamalans er hægt að mæla með Signs.
Signs er næstnýjasta mynd M. Night Shyamalans og að mínu mati sú besta, ég hef samt bara séð The Village og þessa mynd og ég var eftir að horfa á The Sixth Sense og Unbreakable. Ég hlakka mikið til þess að sjá næstu mynd hans og ég vona að hún verði mjög góð eins og þessi. The Village sem er nýjasta myndin hans er alls ekki nógu góð en samt er hún ágæt, óvænt en samt allt of lítið hrollvekjandi. Signs var meira hrollvekjandi en The Village en ekki jafn hrollvekjandi og The Others sem er að mínu mati næst besta draugamynd sem ég hef séð, Signs er nátturulega á toppnum. Það skemmtilega við hann M. Night Shyamalan er það að hann kemur fram í öllum myndum sínum. Í Signs lék hann mannin sem keyrði á konu Grahams(Mel Gibson) og í The Village leikur hann lögreglumannin sem situr við borðið í endanum. Signs er eiginlega skrýtnasta geimveru mynd sem ég hef séð, hún er eiginlega eina geimveru myndin sem ég veit um sem flokkast undir draugamynd. E.T er svona ævintýramynd, Mars Attack er svona hálfgerð gamanmynd og Contact er svona vísindaskáldskaps geimveru mynd. Myndin fjallar um mann sem heitir Graham Hess og hann er fyrrverandi prestur, hann hætti að vera prestur eftir að kona hans dó í bílslysi og eins og ég sagði áðan lék Shyamalan sjálfur mannin sem keyrði á konu hans. Hann Graham býr með tveim börnum sínum og bróður sínum(Joaquin Phoenix) á hálfgerðum sveitabæ með risastórum akri fyrir framan sveitabæinn. Einn daginn þá sjá Graham og bróðir hans einhverja veru ofan á þakinu og svo daginn eftir sjá þau risastórt tákn á akrinum þeirra. ATH! núna mun ég segja stór atriði úr söguþráðnum þannig að þeir sem hafa ekki séð þessa mynd hættiði að lesa núna. Ástæðan fyrir því að það eru risastór tákn á akrinum þeirra er sú að geimverurnar koma á nóttuni og gera tákn á akra hjá fólki og eru að gera landskort útaf því að þau eru að fara að gera árás á jörðina. Það sem gerir þessa mynd svo spennandi að maður sér aldrei geimverurnar nema tvisvar og maður séð bara skuggan á þeim. Graham og bróðir hans sjá í sjónvarpinu að það eru komnir mjög mikið af táknum á aðra akra út um allan heim. Aðalhlutverk eru : Mel Gibson(Braveheart), Joaquin Phoenix(Gladiator), Rory Culkin(Mean Creek) og Abigail Breslin(Raising Helen). Rory Culkin og Abigail Breslin sýndu mjög góðan leik þótt að þau séu ekki mikið þekkt, ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Signs er hörkuspennandi vísindaskáldsöguhrollvekja með góðum gálgahúmori. Undarlegir hringir byrja að birtast á jörðinni og líka á kornakri bónda og prests (Mel Gibson,Braveheart,Whe Were Soldiers) og hann byrjar að gruna að þetta eru ekki menn sem gera þetta. Hann á heima með tveim börnum sínum og strákurinn er með alvarlegan asma og bróðir hans (Joaqim Phoenix,Buffalo Soldiers). Svo kemur í ljós að þetta eru alvöru geimverur og þær eru hættulegar og eru komnar á kornakrinn. Signs er bara ein magnaðasta mynd sem ég hef séð og ég vara við MJÖG óhugnaleg.
Góð spennumynd sem heldur manni allan tímann. Handritið er nokkuð gott. Spennuþrungið andrúmsloft er skapað með yfirþyrmandi ógn frekar en blóðsúthellingum. Myndin er mjög vel leikin og ber sérstaklega að nefna samleik þeirra Gibson og Phoenix. Ekki má gleyma litlu krökkunum tveimur.
Helstu gallar eru þeir að myndin verður svolítið amerísk undir lokin og farnar eru frekar ódýrar leiðir í úrvinnslu á efninu. Einnig verður að nefna eitt atriði í framvindu sem er frekar ótrúverðugt en verður ekki farið nánar út í hér.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$72.000.000
Tekjur
$408.247.917
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
30. ágúst 2002