Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ali G Indahouse 2002

(Ali G in da House)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. maí 2002

Cleaning Da Filth From Da PM's Hood

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Ali G verður óafvitandi peð í illum fyrirætlunum kanslarans um að velta forsætisráðherra Bretlands úr sessi. En í stað þess að ræna völdum, þá er Ali lofaður af þjóðinni sem rödd unga fólksins og þess sem er "alvöru", og forsætisráðherrann og ríkisstjórnin verður vinsælli en nokkru sinni fyrr.

Aðalleikarar


Ömurleg og skelfilega hallærisleg gamanmynd. Eða gamanmynd ég hló nú ekki neitt mjög mikið. Svona aðallega ófrumlegur og ófyndinn gálgahúmor. Myndin er dauf og klisjukennd og fær frá mér hálfa stjörnu en ekki núll bara út af gæðaleikaranum Charles Dance sem fer með stórt hlutverk og á hann stjörnuna aleinn enda er alltaf gaman af honum. Annars er þetta hörmung sem menn ættu að missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það kom mér mjög á óvart að skoða umfjallanirnar um þessa mynd og sjá þær allar gefa henni a.m.k. 2 stjörnur! Ali G inda house fylgir þeirri reglu sem langflestar myndir sem byggðar eru á sjónvarpsþáttum gera: ódýrt og innihaldslaust trikk til þess að græða sem mesta peninga. Ég hef gaman af þáttunum hans þar sem vitleysan þarf ekki að vera í neinu samhengi þar sem þetta eru allt sjálfstæðir sketchar. En að reyna að setja þennan húmor inn í söguþráð með samhengi er hægara sagt en gert, og aðstandendum Ali G mistekst algjörlega! Ég hef sjálfur nokkuð gaman af dökkum og grófum húmor, en það þýðir ekki að dekkra og grófara þýði endilega betra. Þessi mynd fer einfaldlega út í fyrirsjáanlega smekkleysu og ég hló örsjaldan að bröndurunum í henni. Ég afræð öllum sem ég þekki að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Að mínu mati er Ali G snillingur. Þættirnir hans eru alveg drep fyndnir. Þess vegna var ég heldur en ekki spenntur þegar ég f´+etti af bíómynd um hann. ég dreif mig í bíó með það eitt í huga að hlæja mig máttlausan. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum, alger snilld sem gefur þáttunum ekkert eftir, mæli með þessari.


Ath. Alls ekki fara á þessa mynd í þeirri von um að hún sé einhver óskarsverðælaunamynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sprenghlægileg og voðalega rugluð grínmynd. Húmorinn er oft svolítið grófur en það er bara allt í lagi. Ali G er snillingur, og hann er alveg jafn fyndinn hér og í sjónvarpinu. Sjáið Ali G indahouse hef þið viljið hlægja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði ekki séð neinn Ali G þátt þegar mér datt í hug á að fara á þessa mynd. Frændi minn fór á hana og fannst hún góð.

Þannig að ég fór á hana. Þegar ég var búinn að sjá fyrstu 10 mínúturnar sá ég að þetta var stórkosleg mynd. Ég vonaði að öll myndin yrði sona góð en hún varð betri. Ég mæli með þesari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.05.2020

Bíóplaköt sem þóttu ekki kvikmyndahúsum bjóðandi

Það er vanmetin listgrein að hanna grípandi kvikmyndaplakat. Flottustu veggspjöldin geta vakið upp mikla forvitni fyrir verkinu en um leið endurspeglað fullkomlega innihald þess. En veggspjöld eru vissulega notuð fyrst og fre...

29.10.2015

Fyrsta stiklan úr Dirty Grandpa

Fyrsta stiklan úr Dirty Grandpa með Robert De Niro og Zac Efron í aðalhlutverkum er komin út.  Í þessari gamanmynd leikur De Niro kvensaman fyrrverandi hershöfðingja sem platar barnabarn sitt Jason, sem Efron leikur, með sér í ferðalag rétt áður en Jason á að ganga upp að altarinu. Au...

18.05.2012

Óborganlegur einræðisherra

Hann hefur kannski ekki alltaf gefið manni kómískar gullstangir, en mér finnst ákaflega skemmtilegt að setjast niður og horfa á Sacha Baron Cohen-grínmynd í fyrsta sinn, hvort sem hún er alfarið leikin eða blanda af sviðse...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn