Náðu í appið
The Client

The Client (1994)

"A New Lawyer Out Of Her League. A Young Boy Who Knew Too Much"

1 klst 59 mín1994

Ungur drengur, Mark Sway, lendir af tilviljun í klónum á lögfræðingi sem er í sjálfsvígshugleiðingum og leiðir það til þess að Mark verður hundeltur af...

Rotten Tomatoes79%
Metacritic65
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Ungur drengur, Mark Sway, lendir af tilviljun í klónum á lögfræðingi sem er í sjálfsvígshugleiðingum og leiðir það til þess að Mark verður hundeltur af mafíunni jafnt sem lögreglunni. Hinn ellefu ára gamli Mark veit fullvel að hann veit orðið of mikið. Hann veit að hann hefði ekki átt að laumast með litla bróður sínum út í skóginn til að reykja í laumi, og hann veit líka að hann hefði ekki átt að blanda sér í málið þegar feiti lögfræðingurinn kom á stóra bílnum sínum og tengdi slöngu við útblástursrörið. En það er hins vegar of seint fyrir Mark að líta um öxl. Lögfræðingurinn sagði honum nefnilega svolítið sem hann óskar að hann hefði aldrei heyrt, en það er eitthvað um kaldrifjaðan morðingja og hvar sá faldi lík öldungardeildarþingmanns sem hann myrti. Og Ricky, litli bróðir Marks, er nú í losti af völdum taugaáfalls sem hann fékk þegar hann fylgdist með lögfræðingnum misþyrma bróður sínum og svipta sig síðan lífi. Mafían er komin á hæla Marks til að þagga niður í honum, og valdamikill alríkislögreglumaður, "séra" Roy Foltrigg, er líka á hælunum á honum til að komast að leyndarmáli hans. Mark er því hundeltur og fjölskyldu hans er ógnað. Hann er aðeins ellefu ára gamall strákur í skelfilegri veröld hinna fullorðnu, og tíminn er að renna honum úr greipum. Hann finnur sér því lögfræðing, Reggie Love, sem er tilbúin til þess að berjast af sama eldmóði og Mark. Reggie er á vissan hátt utangarðs, en hún er hins vegar klók og harðsnúin og reiðubúin til að hjálpa Mark.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Alcor FilmsUS
Regency EnterprisesUS
Warner Bros. PicturesUS

Verðlaun

🏆

Susan Sarandon tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikona

Gagnrýni notenda (2)

★★★★☆

The Client er besta mynd sem hefur verið gerð af þeim mörgu myndum sem hafa verið byggðar á bókum John Grisham. Myndin heldur manni spenntum frá byrjun og alveg út í bláendann. Allt er ger...

Vönduð og einkar vel gerð spennumynd eftir hinni víðfrægu skáldsögu The Client, hún er allra besta myndin af þeim kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir sögum metsöluhöfundarins John Gr...