Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Ring 2002

Frumsýnd: 21. febrúar 2003

Before you die, you see the ring

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Rachel Keller er blaðamaður sem er að rannsaka myndband sem gæti hafa drepið fjóra unglinga, þar á meðal frænku hennar. Það er flökkusaga um þetta myndband sem segir að sá sem horfi á það deyji sjö dögum eftir að hafa horft á það. Ef sagan er sönn, þá þarf Rachel nú að keppa við tímann til að bjarga sonum sínum, og eigin lífi.

Aðalleikarar


The Ring(Core Verbinski,Pirates of the caribbean)varð mjög vinsæl og fræg þegar hún kom út veturinn 2002/2003 enda frábær sálfræðitryllir.

Hún var allt öðruvísi en flestar myndir sem höfðu komið út á þeim tíma,hún sýndi ekki hryllinginn og morðin fyrir framan áhorfandann heldur var hafði hún flott og dularfullt andrúmsloft,var mjög vel gerð og var að vinna með hræðsluna við það óþekkta.Myndin gerði Naomi Watts að stórstjörnu og fékk hlutverk í hinum ýmsu kvikmyndum sú nýlegasta er King Kong eftir Peter Jackson.Ring er endurgerð af samnefndri Japanskri hryllingsmynd frá 1998.Hideo Nikata leikstýrði henni og framhaldinu Ringu 2.Norio Tsuruta leikstýrði þriðju myndinni Ringu 0 sem gerðist á undan hinum tveimur. Leikurinn er almennt fínn og Naomi Watts leikur Rachel og gerir það vel.Hinn ungi David Dorfman stendur sig vel sem Aidan,Brian Cox var líka fínn sem hestabóndi.Ehren Kruger sem skrifaði lélegt handrit hinnar misheppnuðu Scream 3 skrifar handrit Ring vel.Myndatakan var mjög góð,sömuleiðis klippingin og tónlistin.Core Verbinski leikstýrir myndinni mjög vel og Ring er ekki bara góður sálfræði thriller heldur líka mjög góð kvikmynd sem ég mæli hiklaust með. Þegar unglings frænka Rachel Keller(Watts)deyr fer að rannsaka málið.Frænkan og vinir hennar höfðu horft á skrítið myndband og umleið og myndbandið var búið hringdi síminn og undarleg rödd sagði að þau mundu deyja eftir sjö daga. Í forvitni sinni þá horfir Rachel á myndbandið og síminn hringir.Brátt fara undarlegir hlutir að gerast og hún þarf ekki að eins að bjarga sínu eigin lífi heldur líka syni sínum Aidan(Dorfman)sem hefur einning horft á myndbandið og Rachel hefur bara 7 daga að bjarga sér og syni sínum og komast að uppruna myndbandsins en tíminn líður........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá bandarísku útgáfuna á þessar mynd og mér fannst hún frekar heimskuleg della ég mæli ekki neitt með þessari mynd og húner ekkert ógeðsleg bar 30%scary
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég á 4 uppáhaldshrollvekjur Þær eru(myndirnar eru í aldursröð)

:the shining(1980),the ring(2003),ring two(2005),og svo

dark water(2005)og svo er the Others(2001) allgjör perla.

The ring eru endurgerð af japanskri hrollvekju

ringu(1998) hún var eftir Hideo Nikata hann gerði svo líka framhladið ringu 2(1999)og líka framhalds endurgerðina rind two(2005)svo gerði hann líka dark water(2002)sem var nýlega endur gerð og svo Chaos sem er verið að endur gera með

Robert De niro.

The rind fjallar um myndbandsbölvun:ef þú horfir á þetta myndband færðu ábending að eftir nákvæmlega 7 daga þá deyrðu.Frænka blaðakonunnar Rachel Keller(Naomi Watts) deyr allt í einu og svo kemur í ljós að frænkan hafði horft á áður nefnd myndband.

Þá rannsakar Rachel málið og af forvitni og fær hring og er látin vita að hún eigi að deyja................................

myndin er mjög þá meina ég MJÖG VEL LEIKIN eins og alar mínar uppáhaldshrollvekjur að ofan.

Brian Cox var creepy sem hesta bóndi.

Myndin var mjög velskrifuð og mjög vel leikstýrð hig myndin alveg frábær,klippingan mjög góð og myndatakan eins sú besta sést hefur í kvikmund með Requm for a dream,dark water,ring two og svo the shining.

Ég á svo allur ring myndirnar( þær japönsku líka)ég á samt ekki Ring:spiral(1998)(hún var gerð af öðrum hóp og myndveri og svo ekki ring virus(hún er Kóreysk og svo á ég heldur ekki ring two(2005) en ætla að kaupa hana þegar hún kemur út á DVDog ég get sagt að Ameríska ring serán er MIKLU BETRI heldur en japanska serían

en meira lof ring er ekki ógeðsleg eða eitthvað unglinga hrollvekjurusl heldur sálfræði tryllir með draugum.

The ring(2003)er mund sem ég mæli með fyrir alla.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég horfði á þessa mynd fyrst fannst hún mjög góð en í annað skiptið og þriðja þá var hún bara leiðnileg! Hún fjallar um konu sem er að vinna að verkefni um 4 krakka sem fóru um eina helgi í kofa og dóu vegna þess að þau horfðu á myndband sem drepur mann eftir viku ef maður horfir á það og þessir krakkar horfðu á það og hún fer á staðinn þar sem kofinn er og finnur myndbandið og svo verðiði bara að sjá framhaldið sjálf með því að horfa á hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég held að þessi kemur í topp tvö sætið mitt með óhugnalegum myndum. En japanska útgáfan er örugglega betri en þegar ég sá þessa gat ég ekki sofið því ég var alltaf að hugsa að stelpa með hár fyrir augunum og í hvítum náttkjól væri að ofsækja mig. Ég segi bara úff! Einhverjir unglingar dóu af einhverju sem sumir halda að það sé spóla sem drepur fólk. Þá fer fréttakona að rannsaka þetta og finnur myndbandið og horfir á það og l´ka sonur hennar. Þessi mynd er alls ekki fyrir viðkvæma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn