Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Rango 2011

Frumsýnd: 4. mars 2011

From the director of 'Pirates of the Caribbean'

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Kameljónið Rango dreymir um hetjudáðir og ævintýri í öruggu umhverfi sínu sem gæludýr í búri, sem hann hefur eytt allri ævi sinni í. Þegar Rango verður viðskila við eiganda sinn á ferðalagi í Kaliforníu álpast hann inn í smábæ. Þar sér hann happ í hendi þar sem hann getur þóst vera hver sem hann vill. Eftir mikla einveru í búri sínu telur hann... Lesa meira

Kameljónið Rango dreymir um hetjudáðir og ævintýri í öruggu umhverfi sínu sem gæludýr í búri, sem hann hefur eytt allri ævi sinni í. Þegar Rango verður viðskila við eiganda sinn á ferðalagi í Kaliforníu álpast hann inn í smábæ. Þar sér hann happ í hendi þar sem hann getur þóst vera hver sem hann vill. Eftir mikla einveru í búri sínu telur hann nú að sér séu ætlaðir stórir hlutir í lífinu og nú sé ekki eftir neinu að bíða. Af einskærri heppni (eða óheppni) hlýtur hann starf fógetans í bænum og telur Rango sig vera á grænni grein. Annað kemur í ljós þegar honum er ætlað að leysa ráðgátu vatnsþurrks bæjarins og uppræta spillingu meðal æðstu máttarstólpa bæjarins, og verða hugrakka hetjan sem hann hafði í raun dreymt um að vera. Nú er eins gott að hann standi sig svo hann valdi ekki vonbrigðum.... minna

Aðalleikarar

Þunnur, en epískur CGI vestri
(Það er ágætt magn af spoilerum hérna, ef þú kæri lesandi ert ekki búin að sjá þessa mynd: Horfðu þá á hana og komdu svo aftur)

Það var ein ástæða afhverju ég sá þessa mynd: Gore Verbenski+Johnny Depp. Þannig að ég varð fyrir smá vonbrigðum. Ef þessi mynd hefði verið stærri á handrltslegum-nótum, þá erum við að tala um snilld, en hún varð bara meira en þetta og það bömmaði mig aðeins út...samt svöl mynd. Tölvugraffíkin er gríðalega flott og mikil, ég var dáleiddur allan tímann. Líka hvernig myndin sjálf var gerð þá verður maður frekar "impressed", geðveikt flott aðferð.

Eins og ég sagði áður, þá var það handritinu varða: hvað var svona að því? Nú, það er frekar erfitt að segja frá því án þess að spoila.
Það er svo mikið af persónum í myndinni sem manni langaði til þess að sjá meira af eða kynnast betur. Eins og Snákurinn sem Bill Nighy lék, hann sást ógeðslega lítið að mínu mati, já hann var drullu tussu góður og ég var ógeðslega ánægður með leikinn hans og það er líka ástæðan afhverju ég er svona svekktur. Leiðinlegt að sjá svona flotta persónu fara svona í vaskinn. Í staðinn fengum við fullt af öðrum persónum og voru út alla myndina, þær persónur skiptu mig varla máli. Myndin mátti samt eiga það að húmorinn var mjög skemmtilegur (hvernig hann sleppur útúr búrinu í byrjuninni er ógeðslega fyndið og líka þegar var að reference-a eina Johnny Depp sem gerist mjög mikið "on-the-road").

Leikararnir stóðu sig vel þótt að persónurnar hafi verið þunnar og ómerkilegar. Johnny Depp var mjög góður sem Rango og Isla Fisher var góð sem Beans. Umhverfið var ógeðslega flott og hasarinn fokk góður. Mætti samt segja að þessi ráðgáta var augljós, truflaði mig ekki en samt algjör óþarfi.

Þessi mynd er gölluð, en hún er úber skemmtileg, flott umhverfi, geðveik grafík og með flott "universe" sem mér langar til þess að sjá meira af (nema mun betur gert).

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki fara með börn á þessa mynd
Rangó byrjar mjög rólega, áhugaverð í byrjun og svo fer hún niður á við.

Hún verður ofbeldisfull, neikvæð, hæg og óspennandi að mínu mati, söguþráðinn hefur maður séð oft áður. Ekki mjög fyndin heldur fannst mér og salurinn virtist nú sammála mér með það.

Þessi mynd er ekki fyrir börn, einfaldlega vegna ofbeldisboðskaparins í henni.

T.d. atriði þegar litil skólastelpa spyr Rangó með tvær byssur í hendi hvenær hún megi skjóta einhvern í kviðinn.

Ég veit ekki alveg fyrir hvern þessi mynd er, hélt þetta væri fjölskyldumynd. 35 ára systir mín sofnaði yfir henni og ég beið þangað til hún var búin. Mun aldrei skilja þessa einkunn sem notendur IMBd eru að gefa þessari mynd. Bara aldrei.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fór með fjölskylduna í bíó um helgina og við nánast sofnuðum öll sem eitt nema sú yngsta sem aldrei hefur leiðst eins mikið !!!!!!!
Þvílíkt er hægt að eyða peningum í - eina sem stendur eftir er að kastað var peningum í góða tölvugrafik. SIGH !!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meiriháttar grafík umvefur ágæta mynd
Rango er einhver óvenjulegasta "barnamynd" sem ég hef séð lengi. Þetta er tvímælalaust mynd sem öll fjölskyldan ætti að geta horft á en persónulega tel ég sterkari líkur á því að kvikmyndaunnendur fái aðeins meira út úr henni. Myndin tekur söguþráðinn úr Chinatown en spilast út eins og klassískur vestri af gamla skólanum (aðdáendur þeirra sjá að titillinn er augljós tilvísun í myndina Django). Þar af leiðandi er hún ekki eins hröð, litrík og ærslafull og hefðbundnar fjölskyldumyndir. Í staðinn er keyrslan hæg (í augum barna a.m.k.), litadýrð takmörkuð og almennt andrúmsloftið skítugt og hrátt. Eldri hópar eiga sérstaklega eftir að njóta þess mikið hvað handritið er snjallt - þótt klisjukennt sé - og stútfullt af tilvísunum í eitthvað sem krakkar þekkja engan veginn til. Það er t.a.m. eitt meiriháttar fyndið skot á tiltekna Johnny Depp költ-mynd (hint: Hún gerist að hluta til í eyðimörk) sem er án efa besti brandarinn í allri myndinni. Ef þið eruð ekki búin að fatta hvaða mynd það er nú þegar þá fer þetta líklegast framhjá ykkur.

Annars er tölvuvinnan langstærsti kosturinn hér og hún er algerlega aðgangseyrisins virði ein og sér. Myndina VERÐUR að sjá á risastórum skjá í óaðfinnanlegri upplausn því ég get umhugsunarlaust fullyrt að þetta sé einhver flottasta teiknimynd sem ég hef séð, á pari með uglumynd Zacks Snyder. Grafíkin er skuggalega raunveruleg og tekur hún sig frábærlega út í útliti persónanna, hasarsenum og umhverfinu. Tillit til smáatriða er nóg til að kalla fram holdris hjá okkur sem virðum vinnuna sem fór í þetta.

Johnny Depp fær síðan hrós fyrir líflega túlkun á kameljóninu, sem reyndar minnir á þroskaheftan bróðir Kermits frosks á köflum. En samt, þó svo að það komi þessari mynd nánast ekkert við vonast ég til þess að Depp fari að taka aðeins safaríkari og e.t.v. margbrotnari hlutverk að sér á næstunni. Mér finnst orðið alltof langt síðan hann lék almennilega síðast, og það særir mig sem gamlan aðdáanda hans að sjá hann breytast meir og meir í skemmtikraft. Aðrir leikarar koma ágætlega út þrátt fyrir að aukapersónurnar hafi flestar verið þurrar og óminnisstæðar. Hver er öðrum hiklaust ómerkilegri og það er meira að segja á mörkunum að ég hafi sýnt sjálfum Rango áhuga því stundum fór hann dálítið í taugarnar á mér. Það er samt hálfgerð sóun á fínu fólki að setja það í bragðlausa karaktersúpu þar sem maður man varla nafnið á einum einasta. Eina undantekningin væri sennilegast skröltormurinn sem Bill Nighy talsetur. Virkilega flottur karakter og eflaust sá sem mun mest reyna á hugrekki ungabarnanna.

Eins og titilpersónan þá er myndin skrítin, oft skemmtilega klikkuð, viðkunnanleg en einnig sálarlaus, öðruvísi en samt svo hefðbundin og pínu ljót í útliti en gullfallega teiknuð þrátt fyrir það. Ég vildi meiri húmor líka en á endanum segi ég að ferskleikinn nái að bæta upp fyrir skortinn á frumleikanum.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn