Náðu í appið
6
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Pirates of the Caribbean: At Worlds End 2007

(Pirates of the Caribbean 3)

Justwatch

Frumsýnd: 23. maí 2007

At the End of the World, the Adventure Begins

169 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Eftir að Elizabeth, Will og Barbossa skipstjóri frelsa Jack Sparrow frá landi hinna dauðu, þá þurfa þau að mæta óvinum sínum, Davy Jones og Lord Cutler Beckett. Beckett, sem núna hefur hjarta Jones í sinni vörslu, stofnar til samstarfs við hann til að ná stjórn á úthöfunum, og til að þurrka síðustu sjóræningjana af yfirborði jarðar. Jack, Barbossa,... Lesa meira

Eftir að Elizabeth, Will og Barbossa skipstjóri frelsa Jack Sparrow frá landi hinna dauðu, þá þurfa þau að mæta óvinum sínum, Davy Jones og Lord Cutler Beckett. Beckett, sem núna hefur hjarta Jones í sinni vörslu, stofnar til samstarfs við hann til að ná stjórn á úthöfunum, og til að þurrka síðustu sjóræningjana af yfirborði jarðar. Jack, Barbossa, Will, Elizabeth, Tia Dalma og áhöfnin, verða nú að kalla saman á fund, sjóræningjahöfðingja frá öllum fjórum hornum heimsins, þar á meðan hinn alræmda Sao Feng. Höfðingjarnir vilja leysa gyðjuna Calypso, bannfærða ástkonu Davy Jones, úr gildru sem þeir settu hana í, til að hjálpa sér að vinna bardagann. Allir sjóræningjar verða að standa saman og berjast fyrir frelsinu gegn Beckett, Jones, Norrington, Fljúgandi Hollendingnum, og öllu Austur Indía verslunarfélaginu.... minna

Aðalleikarar

Jack Sparrow er alltaf jafn fyndinn
Þriðja Pirates myndinn og sú næst besta, fyrsta best.
Það sem gerir þessar myndir svona góðar er einfaldlega Jack Sparrow. Þetta er ein besta kvikmyndaperóna sem hefur verið til. Bókstaflega allt sem þessi maður gerir er fyndið, hvernig hann labbar, talar eða berst þá er þetta allt snilld. Jhonny Depp (Edward Scissorhands, Public Enemies) er nú líka einn hæfileikaríkasti leikari Hollywoods núna.
Orlando Bloom (The Lord of the Rings myndirnar, Troy) og Keira Knightley (Love Actually, The Duchess) snúa aftur sem Will Turner og Elizabeth Swann. Þau voru samt frekar leiðinleg í þessari mynd. Bill Nighy (Shaun of the Dead, Hot Fuzz) kemur sem hinn óhugnarlegi Davy Jones sem er bara fín persóna.
En það besta við myndina, fyrir utan Jack Sparrow, var það að Geoffrey Rush (Munich, Elizabeth: The Golden Age) kemur aftur sem Hector Barbossa. Það var það sem vantaði í Dead Man's Chest. Það er nú fátt fyndnara en samskipti hans við Jack.
Þetta er nú bara góð mynd sem að allir verða að sjá.

Quote:
Jack Sparrow: Can't spot it. Must be a tiny thing hiding somewhere behind the Pearl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta af þrem fyrstu
Venjulega eru myndir þannig að fyrsta er best önnur verst og þriðja nokkuð góð, en ekki með Pirates of the Carabbean, þriðja er best síðan önnur síðan fyrsta. Hér fer Jhonny Deep á kostum sem Jack Sparrow,Orlando Bloom sem William Turner og Keira Knightley sem Elisabeth Swan eins og í hinum myndunum en í þessari er líka Chow Yun-Fat (sem er einn af vinsælustu leikurum í heimi) Captain Sao Feng sem er einn af sjóræningjunum 9 hér kemur líka Geoffrey Rush sem Hector Barbossa sem gefur myndinni stóran plús.

Captain Ammand: [about Barbossa] Shoot him!
Captain Jocard: Cut out his tongue!
Jack Sparrow: Shoot him and cut out his tongue, then shoot his tongue! And trim that scraggly beard!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Árið 2003 tók kvikmyndafyrirtækið Walt Disney og kvikmyndaframleiðandinn Jerry Bruckheimer mikla áhættu þegar Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl var frumsýnd enda mjög langt síðan sjóræningjamynd sló í gegn. En viti menn, þeir veðjuðu á réttan hest því myndin sló í gegn hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Árið 2006 kom svo framhaldið og sú mynd var mun síðri en fyrri myndin. Í ár er svo komið að þriðju myndinni í þessari seríu sem sér varla fyrir endann á. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta sísta myndin. Formúlan er sú sama, það eru sömu leikararnir nema hvað nú er búið að teygja það mikið á söguþræðinum að þetta verður allt saman mjög ruglingslegt og langdregið. Johnny Depp á ágætan dag en aðrir leikarar standa sig oft á tíðum illa. Orlando Bloom er bara að reyna að vera sætur og það er vandræðanlegt að horfa á Keiru Knighly. Geoffrey Rush kemst reyndar ágætlega frá sínu.

Ég ætla ekki einu sinni að ræða um söguþráðinn enda er hann mjög þvældur og langdreginn. Hasaratriðin eru ágæt.

Æi, það er voða leiðinlegt að þessu verkefni hafi verið klúðrað svona. Það er vonandi að næsta mynd verði betri en þessi mynd sýndi okkur fram á að við getum búist við enn einni framhaldsmyndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pirates of the Caribbean: At Worlds End er góð mynd og fylgir restini af seríunni og er spennandi fyndin allan tímann.Þetta er 3 myndin og ein af þeim mörgum þetta árið hún er sú besta númer 3 sem ég er búinnn að sjá og vill ég sjá fleiri svona myndir og gef ég Ted Elliott og Terry Rossio 4 stjörnur.Snildar mynd allir ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja! Eftir langa bið er hún loksins komin, Pirates of the Caribbean. At world's end.

Ég er einn af þeim sem að fannst fyrsta Pirates myndin alveg frábær. Svo kom mynd númer tvö og þó að hún væri kannski ekki alveg eins skemmtileg var hún mjög áhugaverð.

Nú er komin þriðja myndin og er hún mikið sjónarspil. Formúlan er óaðfinnanleg eins og fyrri daginn og myndin lætur manni alls ekki leiðast þó hún sé í lengri kantinum. Jack Sparrow er frábær í myndinni að venju og svo er virkilega gaman að fá Geoffrey Rush aftur inn. Í þessari mynd er baráttan á milli Jack Sparrow, Elisabeth Swann og Will Turner annars vegar og Lord Cutler Beckett og Davy Jones hins vegar. Bardagaatriðin í myndinni eru hreit mögnuð og tæknibrellurnar frábærar.

Það eina sem að ég set út á myndina er að sum atriðin eru ansi skrýtin og ég hreinlega skildi þau ekki almennilega, t.d. þar sem koma fyrir mörg eintök af Jack Sparrow.

En að öðru leyti er þetta frábær ævintýramynd og hvet ég alla sem kunnu að meta fyrri myndirnar til að sjá þessa því hún er virkilega skemmtileg og vel leikin.

Takk fyrir !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.10.2016

Vatnsósa forstjóri í tanki - Fyrsta stikla úr A Cure for Wellness

Óvenjuleg meðferðarúrræði með vatni leika stórt hlutverk í fyrstu stiklunni fyrir nýjustu mynd Lone Ranger og Pirates of the Caribbean: At Worlds End leikstjórans Gore Verbinski, A Cure for Wellness, sem er nýkomin út. Stiklan hefst á ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn