Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sweet Home Alabama 2002

Justwatch

Frumsýnd: 1. nóvember 2002

Sometimes what you´re looking for is right where you left it.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Melanie Carmichael er ungur og upprennandi fatahönnuður í New York, og hefur öðlast nánast allt sem hana dreymdi um frá því að hún var ung stúlka. Hún á frábæran starfsferil og unnustinn hennar er bráðmyndarlegur New York maður. En þegar hann biður hennar, þá gleymir hún ekki fjölskyldu sinni í suðurríkjunum. Það sem skiptir kannski meira máli, þá... Lesa meira

Melanie Carmichael er ungur og upprennandi fatahönnuður í New York, og hefur öðlast nánast allt sem hana dreymdi um frá því að hún var ung stúlka. Hún á frábæran starfsferil og unnustinn hennar er bráðmyndarlegur New York maður. En þegar hann biður hennar, þá gleymir hún ekki fjölskyldu sinni í suðurríkjunum. Það sem skiptir kannski meira máli, þá er hún enn gift manni þar suður frá, og hann hefur neitað að skilja við hana allt síðan hún sendi honum skilnaðarpappírana fyrir sjö árum síðan. Til að koma hlutunum í lag þá ákveður hún að fara í skyndi suðureftir og láta hann skrifa undir pappírana. Þegar hlutirnir fara á annan veg en hún áætlaði, þá áttar hún sig á því að það sem hún átti í heimahögunum var mun fullkomnara og betra en lífið sem hún lifir í New York. ... minna

Aðalleikarar


Alveg ágæt mynd sem er ágætlega leikin og bara allt ágætt!. Hún leikur tískuhönnuð sem kærasti hennar er sonur borgarstjórans og hún fer til heimabæs síns og hittir gamlan kærasta og eitthvað annað rugl. Josh Lucas leikur illa og hann er örugglega búinn að missa leikkraftinn sinn síðan hann lék í Hulk sem er lélegasta mynd sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég tók þessa á spólu, var ég nú ekki að búast við öðru en sætri rómantískri mynd. Það var líka það sem ég fékk. Hér er í stuttu máli um að ræða hina dæmigerðu ástarsögu um stúlkuna sem þarf að velja milli tveggja góðra manna, þess fyrrverandi í uppeldissveitinni og hins ríka borgarmanns. Reese Witherspoon er fín í hlutverki sínu og ekki er yfir hinum leikurunum að kvarta. Myndin er fín afþreying en skilur lítið eftir sig. Endirinn þótti mér full fyrirsjáanlegur, en það dregur hana ekki niður því hún er jafn hugljúf fyrir vikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Reese witherspoon er tískuhönnuður í þessari mynd sem er í þann mund að giftast einum flottasta manninum í bænum en þarf að ljúka skilnaði sínum við gamlan kærasta í alabama og neyðist að fara aftur heim. Þar lendir hún í ýmsum ævintýrum.

Allt frá fjölskylduvandræðum, hitta gamla vini aftur og upp í að finna sjálfan sig. Týpisk rómantísk gamanmynd en þó fín afþreying :)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta mundi ég kalla mjög fína og góða stelpu mynd. Það var nú bara fyrir tilviljun að ég sá þessa mynd og ég varð hrifin af henni. Mjög vel leikinn mynd og vil segja það sama og Ásgeir Sigfússon Reese Witherspoon stefnir ótrauð á að verða næsta Julia Roberts. Þetta er ekki mynd fyrir stráka, aðallega stelpur. Cr4cKeD
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Reese Witherspoon leikur hér unga dömu sem trúlofar sig en áður en að brúðkaupinu kemur þarf hún að sækja um endanlegan skilnað við fyrrverandi eiginmann sinn. Kauði býr í Alabama og þegar vinkona okkar kemur þangað rifjast upp ýmsar minningar um lífið sem hún sagði skilið við í den. Myndin er ekkert sérstök svosem, gengur aðallega út á kostulegar uppákomur og tengslin á milli sögupersónanna, er afskaplega þunn(hvorki fugl né fiskur eins og þeir segja)en á sér sín augnablik. Undirritaður gefur Sweet home Alabama tvær stjörnur út af því að Resse Witherspoon er svo sæt og hún bjargar alveg myndinni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.09.2014

Denzel í dúndurformi

Nýjasta mynd Denzel Washington, The Equilizer, sem frumsýnd var í Bandaríkjunum nú um helgina, og hér á Íslandi einnig, gerði sér lítið fyrir og sigldi beint í toppsæti bandaríska aðsóknarlistans eftir fyrsta dag í s...

01.10.2012

Transylvania á toppnum í USA - Looper í öðru sæti

Teiknimyndin Hótel Transylvania var mest sótta myndin í Bandaríkjunum yfir helgina og þénaði 43 milljónir Bandaríkjadala, sem var mun betri árangur en búast hafði verið við. Tímaferðalagstryllirinn Looper, sem kvikmyndir...

31.07.2001

Ágætis kauphækkun

Vegna óvæntrar velgegni kvikmyndarinnar Legally Blonde, hefur aðalleikona myndarinnar, Reese Witherspoon, aukið vægi til þess að heimta hærri fjárhæðir fyrir þær myndir sem hún leikur í. Fyrir Blonde fékk hún um e...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn