Náðu í appið
88
Bönnuð innan 12 ára

Charlie's Angels: Full Throttle 2003

(Charlie's Angels 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. júlí 2003

This summer the Angels are back.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Englarnir, þær Natalie, Dylan og Alex, eru mættar aftur og eru sendar í það verkefni að rannsaka röð af morðum, sem eiga sér stað eftir að upplýsingum er stolið úr vitnavernd ríkisstjórnarinnar, og þær komast að því að höfuðpaurinn er Madison Lee, fyrrum meðlimur rannsóknardeildar Townsend, sem hefur horn í síðu Englanna. Þegar englarnir sleppa naumlega... Lesa meira

Englarnir, þær Natalie, Dylan og Alex, eru mættar aftur og eru sendar í það verkefni að rannsaka röð af morðum, sem eiga sér stað eftir að upplýsingum er stolið úr vitnavernd ríkisstjórnarinnar, og þær komast að því að höfuðpaurinn er Madison Lee, fyrrum meðlimur rannsóknardeildar Townsend, sem hefur horn í síðu Englanna. Þegar englarnir sleppa naumlega undan Madison, þá þurfa þær að egna gildru fyrir hann við kvikmyndafrumsýningu, til að ginna Madison út í dagsljósið. ... minna

Aðalleikarar


Framhaldið af Charlie's Angels er svipað forveranum, nema kannski fleiri tæknibrelluskot og stelpurnar eru flottari en áður. Svo er komin nýr óvinur, leikin af Demi Moore. Hún er ágæt í hlutverki sínu og virkilega flott. Þessi mynd er mun betri en forverinn, að mínu mati. Hún er flottari gerð, actionið er betur gert og stelpurnar mun betri en áður. Semsagt, ágætis ræma sem er alveg hægt að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er framhaldið af Charlie's Angels 1 sem var betri en númer 2 en 2 er samt ágæt skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af B-myndum. Englarnir þrír (Lucy Liu,Drew Barrymore og Cameron Diaz) þurfa núna að leita að nokkrum hringjum (afsakið gleymni mína en ég man ekki til hvers) en margt stendur í vegi þeirra eins og fyrrum engill (Demi Moore) sem varð glæpamaður,brjálaður morðingi (Crispin Glover) og gamall kærasti Barrymores sem ætlar að hefna sín á henni fyrir að setja hann í fangelsi. En fyrir utan klisjurnar er Charlies Angels 2 fín skemmtun. Takið eftir Bruce Willis í mjög litlu hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æi vitið þið það að það er bara svo mikil gæska og góðvild á bak við þessar myndir og leikkonurnar eru að skemmta sér svo vel og þær eru bara svo skemmtilegar þessar tvær myndir! Ég bara nýt þess að horfa á svona heilalausa skemmtun og svo bættist meira að segja við að ég varð voða sorgmædd þegar Drew Barrymore var að ná sambandi við hársjúka karlinn og missti það... Call me crazy. Mér finnst Charlie's Angels myndirnar eiga skilið lof fyrir að gera harðan veruleikann viðráðanlegri með því að taka leiðindin burtu í eina og hálfa klukkustund. Spennandi söguþráður, fín persónusköpun, sæmilegur leikur og hágæða tónlist og tæknibrellur. I want some more! Bara góð skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það þarf meira en góða tónlist, sprengingar, tölvubrellur og flottar gellur til að gera góða kvikmynd. Myndin þarf að hafa góðan söguþráð líka og leikstjórinn þarf að KUNNA að koma honum til skila, sem McG kann alls ekki. McG er betur þekktur sem leikstjóri tónlistar-myndbanda (Korn, Slipknot ofl.) heldur en kvikmynda leikstjóri enda sígur hann sem slíkur.

En hann leikstýrir einnig þáttunum Fast-Lane á skjá 1.

þær stöllur lenda í honum kröppum í þessari mynd þegar þær eru fengnar til að endur heimta hringa sem geyma upplýsingar um HALO, vitnaverndina. Vondu gæjarnir eru á eftir hringunum líka sem er haldið af þjófnum (sem leikin er af Demi Moore en hún skítur Bruce Willis, fyrrverandi eiginmann sinn í hausinn í þessu hlutverki-kanski eithvað langþráð) fyrir hæstbjóðanda. þvílíkir bílar, þvílíkar sprengingar, þvílíkt kjaftæði.

John Clease(Monty Python) byrtist þarna sem illa uplýstur faðir

Lucy Liu og Bernie Mac sýnir hversu lélegur leikari hann er. McG einbeitir sér svo mikið að sprengingum, bílum, mini-pilsum, og tónlist að hann steingleymir að myndin þarf skiljanlega útfærðan söguþráð líka. Kanski hann ætti að halda sig við myndöndin þar sem hann getur sýnt þetta allt án þess að þurfa að huga að söguþræði.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, góð mynd :) alls enginn söguþráður, en það pirrar mann í rauninni ekkert ef maður fer með tóman huga og löngun til að skemmta sér vel! Tónlistin fannst mér flott, var reyndar komin með viðbjóð á Pink laginu (þar sem ég vinn í búð þar sem ekkert annað er spilað en effemm) og var næstum því búin að skila upp poppinu þegar hún birtist. En jæja. Diaz, Barrymore og Liu standa sig með ágætum þó að þær hafi misst sig stundum í væmninni, en húmorinn hjá þeim var góður (sérstaklega Liu með pabba sínum, ég fékk svoleiðis tár í augun! Akkúratt minn húmor!) En ég gef myndinni ekki hærri einkunn vegna þessara endalausu kroppasýninga (Demi Moore má eiga að hún var sætust) sem maður varð eiginlega vandræðalegur á, en kærastinn var ekki á sama máli ;( Já, margt er hægt að sjá verra!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn