Dark Blue (2002)
"Sworn to protect / Sworn to serve / Sworn to secrecy"
Myndin gerist árið 1992 í lögreglunni í Los Angeles.
Bönnuð innan 16 áraSöguþráður
Myndin gerist árið 1992 í lögreglunni í Los Angeles. Hún gerist stuttu eftir að fjórir hvítir lögreglumenn berja Rodney King úti á götu, og í kjölfarið spruttu upp miklar kynþáttaóeirðir í borginni. Í þessu andrúmslofti fær sérsveit innan lögreglunnar það verkefni að rannsaka fjórfalt morð. Hinn gamalreyndi Eldon Perry, leiðbeinir nýliðanum Bobby Keough, í gegnum grimman raunveruleika lögregluofbeldis og spillingar. Á sama tíma er Holland aðstoðarvarðstjóri, eini maðurinn í deildinni sem er tilbúinn að standa upp gegn sérsveitinni, og hótar að binda enda á yfirráð Perry yfir götum Los Angeles borgar. Perry og Keough þurfa að mæta eigin innri djölfum um leið og þeir leita morðingjans, en þeir djöflar reynast vera illvígari en sjálfir morðingjarnir.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





Gagnrýni notenda (4)
Ég verð að játa að þegar ég sá Dark blue varð ég fyrir smá vonbrigðum. Ég átti von á skemmtilegri mynd. Dark blue er samt ljómandi mynd á margan hátt og ég held að engum ætti svo ...
Kvikmyndin Dark Blue fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Eldon Perry (Kurt Russel - Breakdown, 3000 Miles to Graceland). Hann lifir og hrærist í spillingunni innan lögreglunnar í Los Angeles. H...
Jæja, ég brá mér í bíó að sjá Dark blue nýjustu mynd uppáhaldsleikarans míns Kurt Russells en hann lék nú síðast í 3000 miles to Graceland og Vanilla sky. Í þessari fer hann með hl...



























