Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það er margt gott við Throw Momma from the Train, en því miður er ýmislegt vont líka. Myndin er athyglisverðust fyrir þær sakir að hún er fyrsta "feature"-myndin hans Danny DeVito sem leikstjóra (hann hafði gert sjónvarpsmynd og nokkra þætti (t.d. The Ring í Amazing Stories)) og sýnir okkur fyrst og fremst að hann er ekki bara góður leikari heldur afbragðs leikstjóri. Þó að Throw Momma sé ekki eins flott og Hoffa eða eins fyndin og War of the Roses (sem var býsna flott líka) þá á hún sínar stundir, vandamálið er bara að langt er á milli þeirra. Myndin segir frá hinum barnslega Owen (DeVito) og rithöfundinum BILLY (Billy Crystal) sem "skiptast" á morðum - Owen drepur forríka fyrrverandi eiginkonu BILLY og BILLY drepur ógeðslega og leiðinlega móður Owen. Það þarf ekki að spyrja að því - þetta er svört kómedía, eða gæti hafa verið það með betra handriti. Það sem bjargar myndinni algjörlega frá því að vera hreint og beint léleg eru flottar myndatökur frá DeVito og alveg hreint ótrúleg frammistaða Anne Ramsey sem leikur móður Owen. Þessi kona er ógeðslega fyndin í orðsins fyllstu merkingu og í hvert skipti sem hún er á skjánum fer maður að hlæja. Samt sem áður er handritið mjög lélegt og vantar allt of marga brandara, sérstaklega vegna þess að hugmyndin lofar svo góðu. Einnig verður húmorinn aldrei hæfilega svartur (fyndið vegna þess að fólki fannst húmorinn í War of the Roses vera of svartur) og hittir allt of sjaldan í mark. En myndin er þess virði að sjá eingöngu vegna Ramsey og svo bendi ég líka á það fyrir aðdáendur Star Trek að Kate Mulgrew, eða Captain WHATEVER í Voyager, leikur fyrrum eiginkonu Crystals og gerir það bara vel.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$14.000.000
Tekjur
$57.915.972
Aldur USA:
PG-13