Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er alveg hreint út sagt æðisleg ;)! Hún fjallar um stelpu sem heitir Matilda og er með mjög sérstæka hæfileika. Hún á fjölskyldu sem kann ekki að meta hana nógu og vel, gefur bara skít í hana. En í staðin þá eyðir Matilda mikilum tíma með kennaranum sínum Miss Honey. Þær eru orðar þreyttar á skólastjóra skólans... Frenju sem er leiðinleg við alla og á það til að gera skringilegustu hluti við nemendurnar í skólanum. Þær ákveða að taka til sinna ráða og gera margt sem eru mjög skemmtilegt og fyndið. Einnig er til bók um Matildu sem heitir eindfaldlega Matthildur ;)! Sem er alveg um það sama og svo audda eitthvað aðeins meira... =) ættuð að kíkja í hana ef ykkur finnst þessi mynd vera góð;)! En þessi mynd er æðisleg og hentar bara öllum :) sem vilja horfa á einhverja góða mynd ;)!!!!
Matilda fær þrjár stjörnur fyrir að hafa hátt skemmtanagildi og góðan leik, auk þess sem ég hefði aldrei trúað DeVito til þess að gefa frá sér svona fallega ævintýramynd og hann óx mjög í áliti hjá mér. Hann fer prýðilega með hina góðu sögu Roald Dahls um indæla en vanrækta ofurbarnið Matildu, sem uppgötvar að hún getur notað hugarorku sína til að gera ótrúlegustu hluti og reynir með henni að gera skólann og veröldina alla að betri stað. Ég er búin að sjá myndina oft og mörgum sinnum og fæ ekki nóg. Matilda er yndisleg persóna og Mara Wilson ekki síður yndisleg ung og efnileg leikkona. DeVito er frábær í hlutverki geggjaða og glæpahneigða föðurins og Rhea Pearlman þykir mér yfirleitt leiðinleg (þættirnir hennar Pearl gerðu mig gráhærða), en þarna gerði hún góða hluti. Hin athyglisverða Embeth Davidtz (13 Ghosts, The Hole og Bicentennial man, allt góðar myndir að mínu mati) sómar sér svo vel í hlutverki hinnar ofurvinsamlegu Ms. Honey. Ég mæli hiklaust með þessari mynd, hún er fín skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Skemtileg fjölskyldu mynd um Mathildi sem er sniðgengin af foreldrum sínum en í raun og veru undrabarn en hún býr yfir galdra mætti. Mathilda er mynd sem eingin má missa af og mæli ég með því fyrir fjölskyldufólk að taka þessa mynd á leigu og notta eitt kvöld til að horfa á hana. Frábær mynd sem er með frábæra leikara og einngin má missa af þessari mynd.
Bráð skemmtileg fjölskylda mynd um undra stelpuna Matildu, sem hefur sjaldgæfa gáfu. Þessi mynd er byggð á skáldsögu Roald Dahl. Mjög fín skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Home Entertainment
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
14. apríl 2019