Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Matilda 1996

(Roald Dahl's Matilda)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 14. apríl 2019

A little magic goes a long way.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Hefur fengið nokkur verðlaun og tilnefningar.

Geðvont par eignast yndislega stúlku sem þau skíra Matilda. Ólík illa upp öldum og frekum bróður hennar, og leiðinlegum foreldrum, þá verður Matilda einstaklega gáfuð og skemmtileg og góð stúlka, sem getur ekki beðið eftir að komast í skóla og lesa bækur. Að lokum fer hún í skóla þar sem er versti skólastjóri í heimi, yndislegur kennari og góðir... Lesa meira

Geðvont par eignast yndislega stúlku sem þau skíra Matilda. Ólík illa upp öldum og frekum bróður hennar, og leiðinlegum foreldrum, þá verður Matilda einstaklega gáfuð og skemmtileg og góð stúlka, sem getur ekki beðið eftir að komast í skóla og lesa bækur. Að lokum fer hún í skóla þar sem er versti skólastjóri í heimi, yndislegur kennari og góðir vinir. Matilda reynir að lifa með hinum illgjarna skólastjóra og illgjörnum foreldrum, og byrjar óafvitandi að senda frá sér fjaráhrif sem eyðileggja sjónvarp, og láta salamöndru fljúga á skólastjórann. Með æfingu þá fer Matilda að geta stjórnað þessum hæfileikum sínum og nota þá á skólastjórann til að reyna að losna við hann úr skólanum. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er alveg hreint út sagt æðisleg ;)! Hún fjallar um stelpu sem heitir Matilda og er með mjög sérstæka hæfileika. Hún á fjölskyldu sem kann ekki að meta hana nógu og vel, gefur bara skít í hana. En í staðin þá eyðir Matilda mikilum tíma með kennaranum sínum Miss Honey. Þær eru orðar þreyttar á skólastjóra skólans... Frenju sem er leiðinleg við alla og á það til að gera skringilegustu hluti við nemendurnar í skólanum. Þær ákveða að taka til sinna ráða og gera margt sem eru mjög skemmtilegt og fyndið. Einnig er til bók um Matildu sem heitir eindfaldlega Matthildur ;)! Sem er alveg um það sama og svo audda eitthvað aðeins meira... =) ættuð að kíkja í hana ef ykkur finnst þessi mynd vera góð;)! En þessi mynd er æðisleg og hentar bara öllum :) sem vilja horfa á einhverja góða mynd ;)!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Matilda fær þrjár stjörnur fyrir að hafa hátt skemmtanagildi og góðan leik, auk þess sem ég hefði aldrei trúað DeVito til þess að gefa frá sér svona fallega ævintýramynd og hann óx mjög í áliti hjá mér. Hann fer prýðilega með hina góðu sögu Roald Dahls um indæla en vanrækta ofurbarnið Matildu, sem uppgötvar að hún getur notað hugarorku sína til að gera ótrúlegustu hluti og reynir með henni að gera skólann og veröldina alla að betri stað. Ég er búin að sjá myndina oft og mörgum sinnum og fæ ekki nóg. Matilda er yndisleg persóna og Mara Wilson ekki síður yndisleg ung og efnileg leikkona. DeVito er frábær í hlutverki geggjaða og glæpahneigða föðurins og Rhea Pearlman þykir mér yfirleitt leiðinleg (þættirnir hennar Pearl gerðu mig gráhærða), en þarna gerði hún góða hluti. Hin athyglisverða Embeth Davidtz (13 Ghosts, The Hole og Bicentennial man, allt góðar myndir að mínu mati) sómar sér svo vel í hlutverki hinnar ofurvinsamlegu Ms. Honey. Ég mæli hiklaust með þessari mynd, hún er fín skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemtileg fjölskyldu mynd um Mathildi sem er sniðgengin af foreldrum sínum en í raun og veru undrabarn en hún býr yfir galdra mætti. Mathilda er mynd sem eingin má missa af og mæli ég með því fyrir fjölskyldufólk að taka þessa mynd á leigu og notta eitt kvöld til að horfa á hana. Frábær mynd sem er með frábæra leikara og einngin má missa af þessari mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bráð skemmtileg fjölskylda mynd um undra stelpuna Matildu, sem hefur sjaldgæfa gáfu. Þessi mynd er byggð á skáldsögu Roald Dahl. Mjög fín skemmtun fyrir alla fjölskylduna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.01.2017

Draugur sendir tölvupóst

Manni rennur óneitanlega kalt vatn milli skinns og hörunds við að sjá drauginn með hárið fyrir andlitinu, Samara, á ný, en hún er nú mætt aftur í nýrri stiklu úr hrollvekjunni Rings. Upphaflega átti að frumsýna myndin...

24.08.2016

Dauði eftir sjö daga - Fyrsta stikla úr Rings!

Um áratugur er síðan The Ring serían var á hvíta tjaldinu síðast, en nú, nánar tiltekið á Hrekkjavökunni í október nk., er komið að nýjum kafla í sögunni með myndinni Rings.   Endurgerðin á upprunalegu japönsku...

22.01.2016

Stendur á sjö metra háum risa

Walt Disney kvikmyndaverið birti í dag fyrsta plakatið fyrir mynd sem margir bíða spenntir eftir, The BFG, sem gerð er eftir sögu Roald Dahl. Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið 1. júlí nk. í leikstjórn Steven Spielberg...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn