Náðu í appið
Duplex

Duplex (2003)

"Alex and Nancy finally found their dream home...And then they moved in."

1 klst 29 mín2003

Alex Rose og Nancy Kendricks eru ungt fólk í New York sem er á höttunum eftir draumaheimilinu.

Rotten Tomatoes36%
Metacritic50
Deila:
Duplex - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Alex Rose og Nancy Kendricks eru ungt fólk í New York sem er á höttunum eftir draumaheimilinu. Þegar þau loks finna heimilið í Brooklyn, þá er eftirvæntingin mikil að fá að flytja inn. Þetta er sannkallað draumahús, margir arnar, og fleira sem heillar þau, en eitt varpar þó skugga á gleðina; fröken Connelly, hin geðstirða gamla frú sem býr á efstu hæðinni. Þau ákveða að líta svo á að hún sé gömul og veikburða, og ákveða að taka húsið og flytja inn, en vonir þeirra dofna fljótlega, þegar þau komast að því að Connelly er bráðhress kerling sem elskar að horfa á sjónvarpið með hljóðið í botni, daginn út og inn, og æfir auk þess í málmblásturshljómsveit. Alex er rithöfundur sem er að reyna að klára nýja skáldsögu áður en hann fellur á tíma. En hann er truflaður daglega af Connelly og hennar kröfum og beiðnum, og það sem byrjar sem smá óþægindi endar sem allsherjarstríð. Þegar Nancy missir vinnuna og parið er fast heima með Connelly yfir og allt um kring, þá fer reiði þeirra að snúast upp í drápshug, og þau fara að hugsa upp leiðir hvernig þau geti losnað við gömlu nornina.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (10)

Horfði á þessa von um að sjá hérna góða og sæta mynd með einum af mínum eftirlætis gamanleikara, Ben Stiller. Svo gerði ég mér grein fyrir að hann getur stundum verið alveg rosalega p...

★★★★★

Duplex er bara fínasta gamanmynd. Allir leikarrarnir standa sig með príði en það er nú samt hún Eileen Essel sem stendur upp úr. Eg mæli með þessari mynd fyrir alla sem ætla að ske...

Mér finnst alveg fáranlegt að gefa þessari mynd 4 stjörnur þar sem hún er ófyndin og alveg gjörsamlega leiðinleg. Ég kvarta ekki undan leikurunum heldur brandarnir eru á við 3 ára krakka...

Danny DeVito leikstýrir kvikmyndinni Duplex og skilar af sér miðlungsgamanmynd. Maður hefði búist við mun meiru en því miður varð það ekki raunin. Duplex fjallar um parið Alex Rose (Ben ...

Mikil vonbrigði sem þessi mynd var. Þegar myndin var hálfnuð þá var ég farinn að líta á klukkuna og geyspa. Hugmyndin að myndini er góð en hún er samt eitthvað svo fyrirsjáanleg...

Ég brunaði á þessa alveg hreint ágætu mynd núna um daginn, og varð ekki fyrir vonbrigðum, gerði mér ákveðnar væntingar og þær stóðust alveg fullkomnlega. Ben Stiller hefur nú áðu...

★★★★☆

Allþokkaleg gamanmynd undir öruggri leikstjórn Danny Devito´s sem er nú reyndar enginn snillingur þrátt fyrir að hafa gert ágæta hluti um dagana. Segir í stuttu máli frá pari(Ben Stiller ...

Segið pass á þessa

★★☆☆☆

Ég hef alltaf haft gaman af Ben Stiller sem leikara og Danny DeVito sem leikstjóra. Ég bjóst við prýðilegri afþreyingu, jafnvel einhverju svörtu í stíl við seinustu mynd Devito's, hina van...

★★★★★

Ég verð að segja að Duplex er öðruvísi en ég bjóst við, en alls ekki verri, reyndar betri! Myndin er um ung hjón, nýbyrjuð að ganga tröppur lífsins. Þau flytja inn í notalegt dupl...

Framleiðendur

MiramaxUS
Flower FilmsUS
Red HourUS