Náðu í appið

The Great Dictator 1940

Fannst ekki á veitum á Íslandi

He talks.

125 MÍNEnska

Tuttugu árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þar sem landið Tomainia var á meðal þeirra landa sem töpuðu stríðinu, þá rís Adenoid Hynkel til valda sem miskunnarlaus einræðisherra. Hann trúir á hreint arískt ríki, og útrýmingu Gyðinga. Gyðingi og Tomainian búa einum, og rakara, er ókunnugt um þetta ástand, en hann hefur verið á spítala vegna meiðsla... Lesa meira

Tuttugu árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þar sem landið Tomainia var á meðal þeirra landa sem töpuðu stríðinu, þá rís Adenoid Hynkel til valda sem miskunnarlaus einræðisherra. Hann trúir á hreint arískt ríki, og útrýmingu Gyðinga. Gyðingi og Tomainian búa einum, og rakara, er ókunnugt um þetta ástand, en hann hefur verið á spítala vegna meiðsla úr styrjöldinni. Þegar hann er útskrifaður af sjúkrahúsi, þá er honum, sem hefur þjáðst af minnisleysi síðan úr stríðinu, sýnt hvaða ofsóknir eru í gangi og margir Gyðingar búi í sérstökum Gyðingahverfum, þar á meðal þvottakona að nafni Hannah, sem hann byrjar í sambandi með. Rakaranum er hlíft við ofsóknunum af Schults yfirforingja, en hann hafði bjargað lífi hans í átökum í fyrri heimsstyrjöldinni. Lífi allra Gyðinga í Tomainia er að lokum þyrmt vegna stefnubreytinga Hynkel sjálfs, sem gerir þetta af ókunnum ástæðum. En ástæðan er á meðal annars þrá hans í heimsyfirráð, og hann byrjar á því að ráðast inn í nágrannaríkið Osterlich, en Benzino Napoloni, einræðisherra nágrannaríkisins Bacteria, gæti orðið honum þar erfiður ljár í þúfu. Að lokum þá gætu þeir Schultz, sem hefur snúist gegn Hynkel, og rakarinn, tekið höndum saman um að ná stjórn á málunum, en þeir nota til þess upplýsingar Schultz úr innsta hring, og ótrúleg líkindi rakarans við einræðisherrann.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er gjörsamlega óborganleg og er hún fyrir löngu orðin klasík. Charlie Chaplin er frábær sem bæði Gyðinga hárskerinn en þó er hann mun betri sem Hitler eða Hynkel eins og Hitler hét í myndinni. Þessi mynd er sú fyrsta sem ég sé eftir Chaplin og hljóta hinnar myndirnar líka að vera ótrúlega góðar fyrst þessi er svona góð. Kvikmyndatakan er bara mjög fín og sömuleiðis tónlistin sem er mjög flott. Þessi mynd er í alla staði mjög flott þó hún sé í svarthvítu og er þetta víst fyrsta myndin sem Chaplin gerði með tali. Þessa mynd verða allir að sjá ef þeir villja sjá gamla og góða klasíska Charlie Chplin mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Great Dictator frá árinu 1940 var fyrsta talmynd Chaplins í fullri lengd. Jafnvel þótt að hún standi örugglega talsvert framar heldur en seinni verk hans þá sómdu gamanhæfileikar hans og þjóðfélagsádeila sér allltaf best í þöglu myndunum. Það má kannski þá segja sem svo að The Great Dictator marki hans fyrsta skref niður á við en þar sem þetta er einungis fyrsta skrefið er þetta samt sem áður ansi góð mynd.

Myndin gengur mestmegnis út á það að gera grín að Adolf Hitler og nasistunum. Hitler, sem hér heitir Adenoid Hynkel (Chaplin) ráðgerir sína miklu innrás inn í Austurríki eða Osterlich. Á sama tíma sleppur rakari sem einnig er gyðingur (Chaplin aftur) af hersjúkrahúsi þar sem hann hafði verið frá því í fyrri heimsstyrjöldinni. Rakarinn er gjörsamlega minnislaus og heldur að ekkert hafi breyst frá því hann var í burtu og veit því ekki af gyðingaofsóknunum. Rakarinn er svo sláandi líkur Hynkel að á verstu stundu (fyrir Hynkel það er að segja) ruglast hinir nasistarnir á þeim, henda Hynkel í fangabúðir en rakarinn verður kanslari og heldur að lokum mikla þrumuræðu eftir innlimun Austurríkis um jafnrétti og lýðræði.

Grínið hans Chaplins virkaði alltaf betur í þöglum myndum heldur en í talmyndum og er talið augljós galli á þessari mynd sem hefði alveg getað virkað án þess. Delluhúmorinn og leikrænu tilburðirnir hans eru og verða náttúrulega alltaf klassískir og það vantar ekkert upp á þá í þessari mynd. Þeir endurtaka sig þó einum of mikið og mér finnst vanta dálítið að Chaplin bryddi upp á nýjum hugmyndum af því að maður getur ekki komið með sömu brandarana aftur og aftur í mynd sem er yfir tveir tímar. Lengd er nefnilega einn helsti gallinn. Hún hefði virkað svo miklu betur sem stuttmynd.

Samt er margt drepfyndið hérna. Bestu brandarar Chaplins koma á meðan hann er í gervi Hitlers og sýnir hann í leiðinni fram á fáránleikann hjá öllum þessum nasistavitleysingum. Hann gerir Hitler hér að móðursjúkum, vælandi, stórmennskubrjáluðum fávita með hrikalega minnimáttarkennd gagnvart öllu og öllum (svona nokkurn veginn eins og hann var í alvörunni get ég ímyndað mér) og það fyndnasta/sorglegasta er að allir í kringum hann taka þennan rugludall alvarlega. Chaplin er ekki jafn fyndinn sem rakarinn og hann og Paulette Goddard (úr Nútímanum) mynda ekki jafn gott par og þau gerðu þar.

Sá sem stelur hins vegar myndinni er Jack Oakie með hreint út sagt stórkostlegri og drepfyndinni frammistöðu sem Mussolini. Öll atriðin með Hitler og Mussolini saman eru frábær þar sem Hitler verður fyrir hverri niðurlægingunni eftir annarri af höndum annars álíka mikils fávita.

En myndin er einum of löng og Chaplin rústar henni nánast með hreint út sagt afleitri lokaræðu. Hann ákveður eiginlega að gleyma öllu gríni og kaldhæðni en kemur þess í stað með ræðu sem á að vera einlægt kall til heimsins um lýðræði og jafnrétti og að fólk komi vel fram við hvort annað. Kannski virkaði það árið 1940 en ég leifi mér einnig að efast um það. Hann fer ekki fínt í það heldur fer um eins og jarðýta og predikunin er svo hryllilega augljós að hann missir gjörsamlega marks.

Þessi hörmungarendir er botninn á annars talsvert fyndinni (á köflum) en þó alltof langri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn