Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Andie Anderson (Kate Hudson) er kona sem er blaðamaður hjá kvennatímaritinu Composeur og ætlar að skrifa um grein hvernig á að losa sig við kærastann á 10 dögum. Þegar hún leggur af stað í strákaleit gerir Benjamin Barry (Matthew McConaughey)veðmál um að hann getur fundið konu og haldist út með henni í tíu daga. Og þau hittast og Andie reynir að vera afskaplega óþolandi til að brjála Benjamin. Myndin er ágæt en endirinn er frekar væminn og leiðinlegur. Ekki alveg þess virði að borga 500 kall fyrir en samt fínasta skemmtun.
How to Lose a Guy in 10 Days er ein af þessum sem maður gleymir um leið. Leikstjórinn Donald Petrie fer afskaplega illa með klisjurnar og fellur í þá gryfju að endurtaka sig sí og æ í myndinni. Oft á tíðum var eins og maður væri að horfa á sama atriðið í örlítið öðruvísi útgáfu. Í stuttu máli fjallar myndin um dálkahöfundinn Andie Anderson (Kate Hudson - Alex and Emma, Almost Famous) sem er orðin frekar þreytt á að skrifa formúlukenndar greinar í þekkt kvennablað. Óvart fær hún þá hugmyn að skrifa um það hvernig maður losar sig við stráka á innan við 10 dögum. Ritstjóranum lýst vel á það og sendir hana út af örkinni til að finna heppilegt ,,fórnarlamb. Andie rekst á Benjamin Barry (Matthew McConaughey - A time to Kill, Reign of Fire) sem starfar í auglýsingabransanum. Hann er að reyna að komast yfir stóran viðskiptasamning en til þess þarf hann að sanna fyrir yfirmanni sínum að hann geti látið hvaða konu sem er verða ástfangna af sér. Benjamin og Andie telja sig bæði hafa komist í feitt þegar þau kynnast en annað á nú eftir að koma á daginn því þau átta sig í raun ekki á hver er að spila með hvern? Samleikur Hudson og McConaughey er með ágætum en myndin er bara það illa skrifuð að það neistar aldrei á milli þeirra. Húmorinn í myndinni missir alveg marks og hvert atriðið af fætur öðru er eins og uppfylling. Aukaleikararnir eru lítt sýnilegir. How to Lose a Guy in 10 Days er einfaldlega margtuggin mynd sem gleymist mjög fljótt.
Þessi mynd, How to lose a guy in 10 days, virkaði svona líka svakaleg vel á mig. Það er satt sem sagt hefur verið um hana að hún virki jafn vel bæði á stelpur sem og stráka og að húmorinn er alveg frábær. Bæði Kate og Mathew túlka hlutverk sín mjög skemmtilega og er ég nokk viss að Kate Hudson hefur einhverntímann þurft að losna við kærasta með lúmskum brögðum.
Ég mæli eindregið með þessari mynd hún er einlæg, pínulítið asnaleg og hrikalega findin.
Mjög sæt og vel heppnuð rómantísk gamanmynd. leikarnir góðir, sérstaklega hudson tekst voða vel í gamansömu atriðunum. Þessi mynd kom mér mjög á óvart hve fyndin hún var. Skemmtileg mynd fyrir stráka jafnt sem stelpur :)
Jájá engin klassamynd svosem en ber sennilega höfuð og herðar yfir aðrar rómatískar gamanmyndir sem ég hef séð. En því miður virðist plot og önnur umgjörð myndarinnar verin tekin úr bók sem heitir How to make a movie for dumbies Ágætis afþreying samt.....
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Michele Alexander, Jeannie Long
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
9. maí 2003
VHS:
24. nóvember 2003