Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Daddy Day Care 2003

(Pabbi passar!)

Frumsýnd: 5. september 2003

D-Day Is Coming

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Tveir feður missa vinnuna og neyðast til að taka syni sínar úr einkaskólanum Chapman Academy, og verða heimavinnandi feður. Þeir sjá enga atvinnu í sjónmáli, og ákveða að opna eigin leikskóla; "Daddy Day Care", og þróa óvenjulegar aðferðir við barnagæslu. Eftir því sem þeim gengur betur og vinsældirnar aukast, þá fara þeir að lenda meira upp á kant... Lesa meira

Tveir feður missa vinnuna og neyðast til að taka syni sínar úr einkaskólanum Chapman Academy, og verða heimavinnandi feður. Þeir sjá enga atvinnu í sjónmáli, og ákveða að opna eigin leikskóla; "Daddy Day Care", og þróa óvenjulegar aðferðir við barnagæslu. Eftir því sem þeim gengur betur og vinsældirnar aukast, þá fara þeir að lenda meira upp á kant við stjórnanda Chapman Academy - en hann hefur alltaf náð að hrista af sér alla samkeppni.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Pabbi passar Nýverið var frumsýnd stórskemmtileg fjölskyldmynd með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Hún ber tiltilinn Pabbi passar eða eins og hún heitir á frummálinu, Daddy Daycare. Myndin er bæði sýnd með ensku og íslensku tali. Sjá nánar á kvikmyndir.is Tenging við Gerber barnamatinn og Pampers bleiurnar er auðséð. Við erum því mjög stoltir kostunaraðilar myndarinnar og hvetjum þreytta sem óþreytta foreldra að fá sér pössun og bregða sér í bíó. Börnin eru að sjálfsögðu velkomin með því myndin er leyfð öllum aldurshópum. Góða skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vinirnir Charlie (Eddie Murphy - Dr. Dolittle, Pluto Nash) og Phil (Jeff Garlin - Full Frontal) starfa í auglýsingaiðnaðinum. Allt virðist ganga nokkuð vel þar til einn daginn er ákveðið að loka deildinni sem þeir starfa við. Þeir missa vinnuna og reika um atvinnulausir í nokkrar vikur. Einn daginn þegar þeir eru að með syni sína á leikvellinum dettur þeim í hug sú snilldarhugmynd að opna daggæslu. Þeir fá Marvin (Steve Zahn - Joy Ride) með sér í lið og saman opna þeir daggæslu heima hjá Charlie. Allt virðist ganga nokkuð vel þar til Mrs. Gwyneth Harridan (Anjelica Huston - Royal Tenenbaums) fer að gera þeim lífið leitt. Hún rekur leikskóla í hverfinu og er ekki alls kostar ánægð með þessa samkeppni. Charlie, Phil og Marvin eiga nóg með börnin og máttu illa við þessu nýja vandamáli en þeir snúa vörn í sókn. Daddy Day Care er fínasta fjölskylduskemmtun sem flestir geta haft gaman af. Eddie Murphy hefur átt betri daga en það er Steve Zahn sem stelur senunni eins og svo oft áður. Fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Á þetta að vera fyndið?
Æ,æ, aumingja Eddie... Ég trúi þessu ekki uppá hann lengur. Hvar er maðurinn sem var svo drephlægilegur í Beverly Hills Cop, 48 Hrs., SNL og Raw? Upp á síðkastið hefur hann verið að skilja eftir hvern svartan blett á eftir öðrum á ferilskrá sína sem er að þessu sinni komin alveg á botninn. Í alvöru talað! Showtime, I Spy, Pluto Nash og svo nú Daddy Day Care... Ég get ekki annað en fundið til með manninum. Hann á svo miklu betur skilið heldur en eitthvað svona lagað.

Daddy Day Care er bara leiðinleg, klisjukennd fjölskylduræma sem dulbýr sig sem einhver grínmynd, þegar það eina sem vantar í hana er eitthvað almennilegt grín (ég tel nú ekki 2-3 kostulega brandara með í því tilfelli). Handritið er hallærislega misheppnað, og reynir of mikið á ódýra fimmaurabrandara (spark í klofið, prump og fleira því líkt sem smábörnum finnst drepfyndið). Það má vel vera að mörgum eigi eftir að finnast þessi mynd bráðskemmtileg, allavega mun ég aldrei getað staðfest slíkt varðandi mína skoðun á henni, og einhvern veginn efa ég að nokkur maður yfir 12 ára aldur með heilbrigt vit geti sagt það sama. Mér bara hálfleiddist gegnum myndina og vorkenndi Murphy allan tímann.

Svo er bara spurning hvort næsta mynd hans, The Haunted Mansion, verði eitthvað skárri í gæðum. En gerið ykkur greiða og sleppið því að fara á þessa mynd, sparið 800 kallinn og notið frekar peninginn í það að leigja gamlar Murphy-myndir. Ég mæli með Raw uppistandinu, en ekki fyrir börnin.

3/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á myndina með bróðir mínum. Okkur báðum fannst myndin mjög skemmtileg. Eddie Murphy passaði mjög vel í hlutverkið sitt. Þessi mynd er fyndin ,dúlluleg og sæt. Stundum drap maður sig úr hreinlega úr hlátri. Hún er um tvo pabba sem missa vinnuna sína og verða atvinnulausir. Allt byrjar soldið illa en sumir vilja spilla fyrir þeim og sérstaklega skólastýran úr Kappa skóla. Hún er allavega þess virði að þið kíkið á hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mátulega findin gamanmynd með snillingnum Eddie Murphy í fararbroddi.

Þó svo að Eddy Murphy hafi ekki átt sjö dagana sæla upp á síðastkastið í kvikmyndaleik og gerð þá hittir þessi samt sem áður nokkuð vel í mark. Ég ætla þó ekki að vera svo grófur að kalla myndina einhverja snilld því það er hún alls ekki hún er rétt til þess að kítla hláturstaugarnar og til að hafa gaman af. Myndin höfðar sérstaklega, eins og gefur til kynna, til yngri áhorfenda en þó tel ég að allir geti haft lúmskt gaman af henni, hvort sem það eru krakkar, gelgjur, gúmmítöffarar eða jafnvel gamalmenni sem aka um á Lödu Sport með hatt og þvælast fyrir öðrum í umferðinni. Endilega skellið ykkur á hana það ætti engin að sjá eftir því, munið bara að leggja tímanlega af stað því einn af ofangreindum getur tafið mann óskaplega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.01.2024

Hundur sem rímar og brúða með ímyndunarafl

Teiknimyndin Bestu vinir, eða The Inseperables, er komin í bíó. Þar kynnast leikbrúðan, Don, sem er á flótta úr brúðuleikhúsinu, og yfirgefni tuskuhundurinn DJ Doggy Dog sem þráir að eignast góðan vin. Þeir reka...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn