Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Sálfræðitryllir sem ég held að svíki engann. Ekki ein af þessum klisugjörnu myndum og plottið er frekar gott. Val Kilmer hefði mátt vera meira í myndinni og LL Cool J var fínn m.v. oft áður. Ekki mikið sem ég finn að henni nema það að ég skil ekki af hverju Jennifer Lopez leikur ekki Nicole :)
Fínt að kippa þessari með ef maður sér ekkert bitastætt á hverfisleigunni.
Mér fannst þetta bara frábær mynd í alla staði. Kom mér svolítið á óvart í byrjun en svo breyttist það fljótt og spennan eykst með hverju atriði. Myndin fjallar um FBI fulltrúa sem vilja komast inn í ákveðna FBI deild, og eru þess vegna send út á eyðieyju til að leysa verkefni sem á að vera leikið, sem segir til um hvort það komist inn í deildina. Allt í einu byrjar fólkið að deyja hvert á fætur öðru saman og þá komast þau að því að þetta er ekki leikur, heldur er þetta alvaran. Meðal þeirra leynist morðingi, sem kallar sig The Puppeteer. Frábær mynd í alla staði.
Ég skellti mér á Mindhunters í bíó aðallega út af Val Kilmer sem er einn af mínum uppáhaldsleikurum og þótti mér því mjög leiðinlegt hvað hann spilar svo lítið hlutverk í myndinni. En fyrir utan þau vonbrigði þá fannst mér myndin bara nokkuð góð. Byrjaði reyndar soldið leiðinlega en síðan rættist úr henni og hún varð alltaf meira og meira spennandi. Ófyrirsjáanleg og alltaf nánast ómögulegt að reikna út næsta skref. Hingað til hef ég ekki haft mikið álit á Renny Harlin sem leikstjóra en Mindhunters er að mínu mati með skárri myndum hans ef ekki sú allra skásta. Ég verð þó að kvarta yfir endirnum sem ég var ekki alveg að gleypa. Ég vil ekki vera spoiler þannig að ég læt nægja að segja það viðkoma karakter LL Cool J. Það meikaði ekkert sens!!!Fór eitthvað framhjá mér?! Jæja, ég var sáttur við þessa bíóferð en ég hefði viljað sjá meira af Val úrvalsleikaranum Kilmer eins og ég nefndi áðan. Mindhunters er þétt mynd og fær þrjár stjörnur.
Fyrirsjáanlega ófyrirsjáanleg, samt fín
Mindhunters kemur dálítið á óvart. Þótt grunnhugmyndin sé fjarri því að vera frumleg er heildarmyndin ansi góð. Ég hugsa að þetta sé með þeim betri ''whodunit'' myndum sem ég hef séð í verulega langa tíð (allavega frá því Identity kom út).
Söguþráðurinn treystir ekki á heimskulegar, sundurlausar fléttur heldur virkar handritið mjög þétt og atburðarásin oft á tíðum spennandi. Sumar flétturnar eru reyndar fyrirsjáanlegri en aðrar en yfirhöfuð má segja að myndin sé ófyrirsjáanleg, enda er hún sífellt að 'blekkja' áhorfandann. Um leið og maður telur sig vita hver morðinginn er dregur myndin mottuna undan manni og fer allt aðra leið. Ég hélt m.a.s. á þremur mismunandi tímapunktum í myndinni að hún væri komin á enda þegar eitthvað nýtt kom síðar í ljós. Alveg ótrúlegt. Leikararnir gera samt ekki margt til að minnast á með einhverju sérstöku hrósi. Val Kilmer er alltof lítið á skjánum, Johnny Lee Miller er hann venjulegi sjálfur, og það sama má eiginlega segja um þá Christian Slater og LL Cool J (nema hvað hann minnkar brandaramagnið).
Leikstjórinn Renny Harlin gerir fína hluti með að viðhalda flæðinu án þess að dauður punktur komi fram, en hans góðu dagar eru löngu liðnir. Ef þið viljið sjá skemmtilegan hrærigraut af formúlum á borð við Final Destination myndirnar og Profiler ætti Mindhunters varla að svíkja neinn sem horfir á hana.
6/10
Mindhunters kemur dálítið á óvart. Þótt grunnhugmyndin sé fjarri því að vera frumleg er heildarmyndin ansi góð. Ég hugsa að þetta sé með þeim betri ''whodunit'' myndum sem ég hef séð í verulega langa tíð (allavega frá því Identity kom út).
Söguþráðurinn treystir ekki á heimskulegar, sundurlausar fléttur heldur virkar handritið mjög þétt og atburðarásin oft á tíðum spennandi. Sumar flétturnar eru reyndar fyrirsjáanlegri en aðrar en yfirhöfuð má segja að myndin sé ófyrirsjáanleg, enda er hún sífellt að 'blekkja' áhorfandann. Um leið og maður telur sig vita hver morðinginn er dregur myndin mottuna undan manni og fer allt aðra leið. Ég hélt m.a.s. á þremur mismunandi tímapunktum í myndinni að hún væri komin á enda þegar eitthvað nýtt kom síðar í ljós. Alveg ótrúlegt. Leikararnir gera samt ekki margt til að minnast á með einhverju sérstöku hrósi. Val Kilmer er alltof lítið á skjánum, Johnny Lee Miller er hann venjulegi sjálfur, og það sama má eiginlega segja um þá Christian Slater og LL Cool J (nema hvað hann minnkar brandaramagnið).
Leikstjórinn Renny Harlin gerir fína hluti með að viðhalda flæðinu án þess að dauður punktur komi fram, en hans góðu dagar eru löngu liðnir. Ef þið viljið sjá skemmtilegan hrærigraut af formúlum á borð við Final Destination myndirnar og Profiler ætti Mindhunters varla að svíkja neinn sem horfir á hana.
6/10
Mindhunters er að mínu mati mjög skemmtilegur og spennandi sálfræðitrhiller. Mjög vel leikin og vel útfærð í alla staði. Þetta er sona mynd sem lætur þig hugsa allan tímann og skipta um skoðun svona 18 sinnum. Sérstakleg finnst mér Jonny Lee Miller leik einstaklega vel og hann skilar sínu svo sannarlega.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
19. nóvember 2004
VHS:
10. janúar 2005