Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Young Frankenstein er talin vera besta mynd Mel Brooks. Er reyndar ekki búinn að sjá Blazing Saddlez, og þarf að drífa mig að gera það. Í þessu sinni tekur hann fyrir myndirnar um Frankenstein og gerir mikið grín af þeim eins og honum er lagið. Myndin er fyrir löngu orðin að klassamynd. Skemmtanagildi hennar er í fínu lagi, Gene Wilder er frábær í hlutverki Dr. Frankenstein og sá sem leikur Frankenstein sjálfan(held hann leiki í Raymond þáttunum núna, pabba Raymonds) er kostulegur og mjög gaman að honum í því hlutverki. En þrátt fyrir það, fannst mér eitthvað við hana sem að vantaði. Kannski fannst mér húmorinn í þessari ekki eins góður og í Spaceballs(finnst reyndar Spaceballs yfir höfuð mun betri mynd en Young Frankenstein). En ef þið fílið Mel Brooks og svona vitleysismyndir, mæli ég með að þið kíkjið á Young Frankenstein.
Ég veit ekki af hverju, en Young Frankenstein hefur verið uppáhalds grínmyndin mín síðan ég sá hana fyrst. Mel Brooks er hér í sínu besta formi og maður er hlæjandi allan tíman, Gene Wilder sýnir snilldartakta eins og næstum allir aðrir í myndinni. Þetta er mynd sem gleymist seint, eða þá aldrei.
Young frankenstein er um frankenstein á sínum yngri árum, eins og nafnið bendir til. en allavega...hann fer til Transylvaniu og hittir þar Igor sem er þjónn hans og fara þeir saman í stóran og myrkvann kastala. þar hittir Frankenstein skrýtna gamla konu og einnig dagbók afa síns og í henni stendur hvernig á að gera dauða manneskju lifandi. hann gerir það og lendir í mörgum hrakföllum. ein besta mynd sem ég hef séð og mæli eindregið með henni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$58.000.000
Tekjur
$50.365.377
Vefsíða:
www.foxmovies.com/movies/young-fra
Aldur USA:
PG