Þetta er geðveik mynd sem á feitt skilið að fara inn á hvert heimili......... fór í bíó með vinkonum mínum á hana og þær voru glaðar eftir góða bíóferð og sömuleiðis ég....... ...
Wimbledon (2004)
"She's the golden girl. He's the longshot. It's a match made in..."
Peter Colt er enskur tennisleikari á fertugsaldri sem er kominn niður í 119.
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Peter Colt er enskur tennisleikari á fertugsaldri sem er kominn niður í 119. sæti á heimslistanum í tennis eftir að hafa verið nr. 11 fyrir sex árum, og hefur ekki tekist að sigra mann á topp 10 í þrjú ár. Hann hefur það orð á sér að eiga erfitt með að sigra þegar kemur að mikilvægum leikjum og hefur í raun aldrei náð neinum stórkostlegum árangri. Hann er er nú mættur í Wimbledon keppnina og enginn veit við hverju ætti að búast af honum, en þetta mun verða síðasta keppnin hans, áður en hann hefur störf sem tenniskennari við fínan sveitaklúbb. Hin bandaríska Lizzie Bradbury ætlar einnig að keppa í Wimbledon þetta árið, í fyrsta skiptið, og henni er hampað sem mögulegum sigurvegara. Hún er skapmikill leikmaður og notar skapið til að keyra sig áfram í keppni. Þau tvö hittast í fyrsta skipti í keppninni. Þau laðast hvort að öðru á sama tíma og þau eru að reyna að einbeita sér að leiknum, og eiga í kynferðislegu sambandi á meðan á keppninni stendur. En fljótlega verður meiri alvara í sambandinu og ástin sem er farin að krauma, verður til þess að Peter leikur betur en hann hefur gert í mörg ár, en þessu er hinsvegar öfugt farið með Lizzie, og gengi hennar fer illa í föður hennar sem einnig er þjálfari hennar, Dennis Bradbury. Peter og Lizzie verða að ákveða hvort þau geta haldið áfram ástarsambandi sínu og samt einbeitt sér að keppninni, og ef ekki þá verða þau að ákveða hvort sé mikilvægara.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Aðrar myndir

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (7)
Sæt og góð
Undir hefðbundnum kringumstæðum hljómar grunnhugmynd þessarar myndar ekkert rosalega spennandi; formúludrifin, rómantísk gamanmynd í bland við íþróttamynd. Hvað höfum við séð slíkt ...
Alveg frábær mynd í alla staði. Paul er alveg æðislegur í þessari mynd og Kirsten klikkar ekki. Hún er allur pakkinn, rómantísk,spennandi og fyndin.....Bretarnir kunna að láta mann veltas...
Ef þið viljið fá ráð þá segi ég bara að þið ættuð að fara með þeim sem þið þykið vænt um... mjög rómantísk mynd og ekki er verra að hafa einhvern til að halda í og knúsast...
BARA SNILLDARMYND!!! Bretarnir bregðast ekki!!! Frábærir leikarar og snilldarmyndartaka gera þetta með betri myndum ársins!!!
Wimbledon er ein af þessum litlu myndum sem koma virkilega á óvart. Að mínu mati er hér á ferðinni ein best heppnaða rómatíska mynd sem komið hefur á klakann í langan tíma. Mynd sem gef...
Þegar ég sá trailerinn nokkrusinnum þá hugsaði ég fram og til baka hvort ég ætti að sjá hana, mig kitlaði smá en samt ekki. Svo ákvað ég að skella mér, og vá. Ensk snild. Aftur hafa...



























