Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég verð nú að segja að ég bjóst við að sjá allt öðruvísi mynd. Trailerinn virtist vera að gera út á það að þetta væri allsvakaleg spennumynd með allskonar þjófatrixum og flottum kvenmönnum en varð síðan bara að gamanmynd. Ég verð að segja að ég koma svolítið svekktur út úr bíóinu þrátt fyrir að hafa skemmt mér ágætlega. Woody Harrelson stal algerlega senunni í þessari mynd en ég hefði viljað að Don Cheadle hefði fengið aðeins stærra hlutverk, alltaf gaman að sjá til hans. Söguþráðurinn var því miður alltof slappur og þá var ég heldur ekkert ánægður með endirinn sem var frekar fyrirsjáanlegur. Sæmileg skemmtun sem á að leigja á spólu.
Heitt landslag, heitari Salma
Látum okkur nú sjá; Hér höfum við Pierce Brosnan, Woody Harrelson, Don Cheatle, Sölmu Hayek og hinn prýðilega leikstjóra Brett Ratner (The Family Man, Red Dragon). Umbúðirnar eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Hvað stendur þá eftir? Jú, innihaldið...
Helsti veiki hlekkur þessarar myndar er sá að hún hefur ekki hugmynd um hvort hún vilji vera glæpasöm gamanmynd eða kómísk spennumynd. Sama hvort hún reynir að vera þurfti alvarlega að gera betur. Sem spennumynd er hún ekki nógu spennandi og sem gamanmynd er hún einfaldlega ekki nógu fyndin. Aftur á móti eru þeir Brosnan og Harrelson báðir ótrúlega skemmtilegir saman og þar að auki hef ég aldrei, ALDREI séð Sölmu Hayek eins heita og hér.
Boðskapur sögunnar er einnig ágætur en handritið angar samt af klisjum og ófrumleika. Maður skynjar flétturnar í órafjarlægð og þar af leiðandi skilur myndin ekkert eftir sig. Myndin fær þessa einkunn fyrir leikaranna en þegar um pjúra afþreyingarmynd er að ræða er það engan veginn nóg.
5/10
Látum okkur nú sjá; Hér höfum við Pierce Brosnan, Woody Harrelson, Don Cheatle, Sölmu Hayek og hinn prýðilega leikstjóra Brett Ratner (The Family Man, Red Dragon). Umbúðirnar eru svo sannarlega ekki af verri endanum. Hvað stendur þá eftir? Jú, innihaldið...
Helsti veiki hlekkur þessarar myndar er sá að hún hefur ekki hugmynd um hvort hún vilji vera glæpasöm gamanmynd eða kómísk spennumynd. Sama hvort hún reynir að vera þurfti alvarlega að gera betur. Sem spennumynd er hún ekki nógu spennandi og sem gamanmynd er hún einfaldlega ekki nógu fyndin. Aftur á móti eru þeir Brosnan og Harrelson báðir ótrúlega skemmtilegir saman og þar að auki hef ég aldrei, ALDREI séð Sölmu Hayek eins heita og hér.
Boðskapur sögunnar er einnig ágætur en handritið angar samt af klisjum og ófrumleika. Maður skynjar flétturnar í órafjarlægð og þar af leiðandi skilur myndin ekkert eftir sig. Myndin fær þessa einkunn fyrir leikaranna en þegar um pjúra afþreyingarmynd er að ræða er það engan veginn nóg.
5/10
Ég get ekki sagt annað en að þessi mynd hafi komið mér á óvart og það all hressilega. Ég átti von á copy/paste af The Thomas Crown Affair en svo var nú aldeilis ekki. Ég endaði á að grenja úr hlátri við og við alla myndina og þá sérstaklega af Woody Harrelson. Brosnan og Hayek leika kærustupar sem hafa það að atvinnu að stela demöntum, þau flytja til Bahamas eða einhverrar álíka eyju og eru hætt í bransanum, Harrelson leikur svo FBI löggu sem hefur eytt mörgum árum í að ná þeim. Þetta hljómar kunnulega en svo kemur í ljós að atburðarrásin verður æ furðulegri og er hreint út sagt þrælfyndin á köflum sem gerir myndina að því sem hún er.... brilliant afþreying. Ekki er hægt að tala um þessa mynd án þess að minnast á kroppasýningu Sölmu Hayek... úff.
Sá þessa mynd á óvissusýningu. Hún fjallar um par sem eru þjófar (Pierce og Salma) og washed up löggu (Woody Harrelson) og gæti myndin varla verið fyrirsjáanlegri og innihaldslausari. Gerið sjálfum ykkur greiða og sleppið því að sjá þessa mynd því hún er algjör tímasóun. Já ágætis afþreying, en þrátt fyrir það svo mikil afþreying að persónulega hefði ég frekar viljað eyða kvöldinu í að spila rommý en að sjá hana.
After the sunset er ágætis skemmtun og ef maður vil sjá ágætis afþeyingarmynd getur maður skellt sér á hana. Aðalleikararnir skila sínu og fannst mér Woody Harrelson skara fram úr og Salma Hayek sýndi á sér hlið sem ég ef ekki séð hún var alveg sjóðheit skvísa í þessari mynd.Þessi mynd er mjög fyndin á köflum en mér finnst botninn detta úr henni í blálokinn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Paul Zbyszewski, Craig Rosenberg
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. nóvember 2004
VHS:
12. maí 2005