Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Outbreak 1995

Try to remain calm.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Spennumynd um skæða veirusýkingu sem berst með apa sem kemur til Bandaríkjanna frá Afríku. Herlæknar reyna að finna lækningu við sýkingunni þar sem hún byrjar að breiðast út í bæ í Kaliforníu.

Aðalleikarar


-Kannski einhverjir Spoilerar!-Þegar ég fyrst sá þessa mynd var ég tólf ára, en jafnvel þá fannst mér hún skemmtileg. Hún er full af góðum -one linerum- svokölluðum og það er aðalega frá Kevin Spacey. En það kom mér á óvart hvað myndin var fljótt að breyta um stefnur. Eina mínútuna erum við í Afríku að elta stórhættulegan vírus en aðra mínútuna erum við í þyrlu að fara í chicken við flugvél.Fyrst kemur leikaraskapurinn. Dustin Hoffman er frábærlega góður eins og venjulega, Rene Russo leikru Robbie með góðum tilþrifum, Kevin Spacey sem maðurinn með húmorinn, Cuba Gooding Jr. sem gaurinn sem reynir að fá virðingu en nær að vera hörkutólið í myndinni og ekki má gleyma Morgan Freeman. Ég held að ég hafi ekki séð mynd þar sem hann leikur ekki alveg frábærlega. Öll hlutverk sem ég sé hann í eru hlutverk sem ég man eftir. Hann er líka alltaf öðruvísi.. aldrei sami karakterinn.. Úr illmenninu í Hard Rain í góða gaurinn í Sum of all fears. Og síðast en ekki síst er Donald Sutherland, einn af mínum uppáhaldsleikurum til þessa. Hann getur farið úr allra kvikinda líki t.d. úr góðmenni í hershöfðingjann sem heldur leyndarmáli frá almenning, þó að hann viti að hann eigi ekki að gera það. En það er samt einn maður sem að má ekki gleyma.. J.T. Walsh, en hann leikur einungis aukahlutverk í Outbreak. Það var synd og skömm að hann skyldi deyja árið 1998. Honum verður sárt saknað. En nóg af leikurunum...Síðan kemur sagan. Sagan er mjög raunveruleg vegna þess að svona atburðir gætu vel gerst. Vírust frá Afríku dregst til Bandaríkjanna og fer að sýkja alla í smábæ þar. Litlir apar sýnast vera smitberinn. Mér fannst vera gott hetjuefni í Sam Daniels (Hoffman), enda var hann sá sem uppgötvaði vírusinn, fann hann og eyddi honum. Saman með sögunni kemur handrit. Ríkt, vanmetið, fyndið og alvarlegt allt ofið í eina spennandi bíómynd. Línurnar hans Walsh voru hápunkturinn í myndinni. Margar þeirra eru fastar í heilanum á mér... Ég nota þær kannski oft vegna þess að þær eru alveg magnaðar.. synd að enginn hér veit hvað ég er að tala um... :PÉg var mjög hissa á viðbrögðum almúgans við þessari mynd. Kannski vildu þau ekki sjá hvað gæti gerst ? Kannski vildu þau ekki pæla í því, eða jafnvel hugsa um það ? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara. Svo er ég líka svolítið fúll með endi karakteranna í myndinni. Maður svona gerir sér huglund um hvað skeður fyrir McClintock og Ford.. kannski líka Sam og Robbie, en maður sér Casey aldrei aftur.. Ég hélt fyrst að hann ætti bara að deyja og bara bíngó, búið, út með ykkur.. En þessari spurningu er líka erfitt að svara..Og að lokum vil ég segja nokkur orð um hann Wolfgang Petersen. Ég virði Wolfgang Petersen mikið og ég gjörsamlega dýrka myndirnar hans, Das Boot og Air Force One aðalega, en ég var mjög vonsvikin með Perfect Storm.. Fannst hún vera dálítið þurr og illa skrifuð. Troy var líka allt í lagi, en hún var svolítið Holliwooderuð en ég kenni bara David Bennioff um það.Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra, enda er ég búin að vera að skrifa núna í tæpan hálftíma.. Og ég vil bara segja að Outbreak er bara hin fínasta skemmtun og ég mæli ykkur með eindæmum að taka hana á vídeó næst þegar ykkur leiðist á drungalegu laugardagskveldi.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er nokkuð góð mynd. Dustin Hoffman bregst ekki frekar en fyrri daginn. Morgan Freeman er líka mjög góður í myndinni. Sjáið þessa, ef þið fílið mikla spennu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn