Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er eins og margar aðrar, svona mynd sem maður nennir bara að sjá einu sinni. Þetta er fínasta afþreying. Clint leikur þarna fyrrverandi leyniþjónustumanninn Frank sem þjáist af mikilli sektarkennd yfir því að hafa ekki náð að vernda John F. Kennedy þegar hann var myrtur í Dallas árið 1963. Nú 30 árum síðar fær hann annað tækifæri þegar annar fyrrverandi leyniþjónustumaður (John Malkovich) hótar að drepa forsetann. Og uppúr því hefst mikill hasar. Myndin fær s. s. engin verðlaun fyrir frumleika en er samt fínasta skemmtun.
Feykiskemmtileg og vel gerð spennumynd, sem fjallar í stuttu máli um leyniþjónustumann, leikinn af Clint Eastwood, sem reynir eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að vondi kallinn, leikinn allsnilldarlega af John Malcovitch, myrði forseta bandaríkjanna. Er hann þar í og með að reyna að bæta upp gömul mistök, því 30 árum áður hafði hann verið einn af lífvörðum Kennedy daginn góða í Dallas. Finnst honum sem hann hafi ekki brugðist rétt við og sakar sjálfan sig að einhverju leyti um dauða Kennedy, og reynir því eftir fremsta megniað standa sig í stykkinu í þetta skiptið. Clint alltaf sami töffarinn og Malkovitch frábær að vanda. Ekki margt sem kemur á óvart svosem, en skemmtileg.
Hörkugóð og afar vel leikin úrvalsmynd sem skartar gömlu kempunni og óskarsverðlaunaleikstjóranum Clint Eastwood, John Malkovich, Rene Russo og Dylan McDermott. Hér segir frá Frank Horrigan, lífverði forseta Bandaríkjanna, er hér er komið sögu kominn á sjötugsaldurinn og hefur ótvírætt umfangsmikla reynslu í starfi sínu eftir tæplega þrjátíu og fimm ára starf í leyniþjónustunni sem lífvörður forsetans. Hefur í raun aldrei jafnað sig af hafa mistekist að vernda John F. Kennedy forseta Bandaríkjanna, sem myrtur var í Dallas í Texas, 22. nóvember 1963. En allt í einu hefur samband við hann maður sem hefur í hyggju að myrða yfirmann Franks, forseta Bandaríkjanna sem er nú í hörðum kosningaslag um lyklavöldin í Hvíta húsinu og er undir í baráttunni er sagan hefst. Er Frank áttar sig á að honum er alvara leggur hann til atlögu gegn skaðvaldinum. En spurningin er bara: tekst honum að myrða forsetann eða tekst Frank að bjarga lífi hans eða mistekst rétt eins og í Texas hinn heita vetrarmorgun er JFK var myrtur. Clint Eastwood vinnur hér einn af sínum mestu leiksigrum í hlutverki hins einmana leyniþjónustumanns sem hlustar á og spilar jazz utan vinnutíma. Og ekki er John Malkovich síðri í hlutverki tilræðismanns forseta Bandaríkjanna, hann er einstaklega góður í túlkun sinni og sýnir á snilldarhátt hið brenglaða eðli hans og hæfileika til að spinna hinn margflókna vef sem mun duga honum til að koma sínu fram: að drepa forsetann. Rene Russo er einnig ágæt í hlutverki Lilly, og ennfremur er Dylan McDermott góður í hlutverki vinnufélaga Franks. Semsagt hér er á ferðinni hörkugóð og ógleymanleg hasarmynd sem fær áhorfandann til að gleyma stað og stund og er hún ótvírætt hin besta skemmtun á góðu kvöldi þegar ekkert er í kassanum. Ég mæli eindregið með henni við alla þá sem hafa yndi á hasarmyndum og ekki síst vönduðum spennumyndum. Ég gef "In the Line of Fire" þrjár og hálfa stjörnu, einkum og sér í lagi fyrir vandað handrit, stórleik Eastwood og Malkovich og meistaralega leikstjórn þýska kvikmyndleikstjórn Wolfgangs Petersens. Og ekki má gleyma tónlist snillingsins Ennio Morricone. Hér semsagt á ferðinni ógleymanleg og afar vel gerð kvikmynd sem enginn ætti að missa af!!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Home Entertainment
Aldur USA:
R