Aðalleikarar
Leikstjórn
Þegar Sky high kom í bíó bjóst ég við hræðilegri mynd en gagnrýnendur t.d. Empire gaf henni 4 stjörnur (af 5) og aðrir gangrýnendur og áhorfendur voru á sama máli og Sky high verið oftar en einu sinni verið kölluð surprise of the year og útaf þessum frábæru dómum kíkti ég á hana um helgina því að vinur minn átti eintak af henni.Sky high segir frá samnefndum skóla fyrir krakka með ofurkrafta eða börn ofurhetja. Will Stronghold(Michael Angarano)er unglingstrákur sem er að fara að byrja í Sky high,hann er er sonur ofurhetjanna Commander og Jetstream(Kurt Russell og Kelly Preston)sem er frægustu og virtustu ofurhetjur heims svo að álagið á Will er mikið,hann þarf að vera eins og foreldrar sínir sem er erfitt því að hann hefur enga ofurkrafta. Í Sky high er nemendunum flokkað sem hero og sidekick(Hetja og aðstoðarmaður hetju) og þessir flokkar læra ekki saman og hetjurnar leggja sidekickin í endalaust einelti. Will og allir vinir hans verða sidekick en eftir slag við Warren(Steven Strait)(sem hatar Will því að pabbi Wills kom pabba hans sem var illmenni í fangelsi)þá uppgötvar Will kraftana sína og verður sendur í hero bekkinn,verður vinsæll og byrjar með vinsælustu stelpu skólans Gwen(Mary Elizabeth Winstead)sem fer í brjóstið á besta vinkonu hans Laylu(Danielle Panabaker)sem er leynilega skotinn í honum,hún sem og vinir hans verða útskúfuð því þau er ekki hetjur. Allt lítur út fyrir að vera fullkomið en royal pain(vælukjói..WHATTA.. á Íslensku)sem er erki óvinur Commander fyrir mörgum árum ætlar að hefna sín en hver er hann undir grímunni? Sky high er rosalega léleg,myndin hefði kannski orðið skárri ef Disney hefði ekki gert hana og það hefði verið skrifað nýtt handrit. Talandi um handritið !???!!!!!!!!??!!!???!!!!, það er eitthvað það versta sem hefur verið gert fyrir kvikmynd(sem ég hef séð).Ég hef aldrei séð eins viðbjóðslega klisjukennda mynd á ævinni og ég tel mig hafa séð of mikið af þeim og hér er hægt að finna allar sterotýpur og klisjur sem hafa verið barna-unglinga ævintýramyndum og það er verra en hræðilegt. Leikstjórnin var líka rosalega slöpp. Myndin er sjúklega barnaleg og klisjukennd og þannig myndir hata ég. Það sama á við um leikinn sem var mjög rosalega lélegur sérstaklega hjá þeim ungu,sterotýpurnar sem þau léku voru að gera mig morðóðann og ekki hjálpaði áðurnefnt handrit mikið til. Tæknibrellur,myndataka og tónlist voru mjög léleg. Mér fannst hún ekki einu sinni fyndin og þar sem þetta er ævintýra og gaman mynd. Sky high er rosalega léleg EN mér leiddist aldrei og og var ekki mjög pirraður(þá) og Mary Elizabeth Winstead var rosalega sæt sem vinsæla stelpan og tók athyglina frá hinum þótt að hún hafi ekki sýnt stjörnuleik,þessir hlutir láta Sky high fá eina og hálfa stjörnu. og þeir sem eru yngri en 11 eiga mjög líklega eftir að skemmta sér og það eiga örugglega nokkrir ef ekki bara nokkuð margir líka. Samt ef þið viljið góða ævintýramynd og frábæra kvöldstund þá mæli ég með Charlie and the chocolate facotory,Lemony Snickets A series of unfortunate events og Harry Potter myndirnar.
Ég gæfi þessari mynd fimm stjörnur ef það væri hægt en svo er ekki þannig að ég læt fjórar nægja. Sky High er frábær mynd sem maður þreytist ekki á að sjá aftur og aftur þangað til maður kann hana utan af. Þetta er geðveik mynd fjörug og full af spennu og gríni. Þeir sem hafa ekki séð hana ættu að skella sér í bíó eða kanski bara að leigja hana þegar hún kemur út en þetta er mynd einsog Harry Potter svona sem lætur mann segja:Fyrstur kemur fyrstur fær. Endilega að næla sér í hana eitthvernvegin.
Ég er náttúrulega persónulega mikill ofuhetju aðdáandi og hef verið alla mína tíð. kannski þess vegna líkaði mér sérstaklega við þessa mynd. hún er fyndin alveg ágætlega leikin og fínasti söguþráður. að sjálfsögðu þarf að taka tillit til þess að þetta er disney mynd og því mátti alveg búast við því að hún yrði svolítið barnaleg á köflum. en það var eitthvað sem angraði mig ekkert. einusinni voru nú allir börn.
Fjandi góð
Í flóði endalausra ofurhetjumynda sem og unglingamynda sýnir Sky High hvernig heldur betur er lagið að hressa upp á hlutina.
Áður en settist niður og bar augum á þessa mynd veltist fyrir mér örlítill ótti um að hún ætti eftir að verða eitthvað í líkingu við hina fráleitu Thunderbirds sem kom út í fyrra. Raunin varð alls ekki svo.
Sky High er bæði hress og meistaralega skemmtileg fjölskyldumynd með góðum húmor og rafmagnaðri orku. Sagan hefur einnig ýmsa fíngerða undirtóna um fjölskyldubönd, vinasambönd og fleiri sem styrkja jafnframt myndina og víkur henni undan klisju- og væmnisgryfjunni (þar sem að þetta er Disney-mynd var auðvelt hægt að gera ráð fyrir slíku).
Krakkarnir standa sig líka mestallir mjög vel, sem og hinir fullorðnu. Ég held að ég hafi aldrei áður séð Kurt Russell eins fyndinn og hann er hér, og honum Bruce Campbell er auðvitað ávallt vel tekið á móti og á hann einnig nokkra góða spretti.
Það er voða erfitt að líta á Sky High sem standard ofurhetjumynd eða jafnframt sem einhverja barnamynd. Það má skynja dálitla satíru í henni og hvernig hún spilar með hundgamlar og dauðþreyttar formúlur er – fyrir þá sem fatta – alveg kostulegur glaðningur. Miðað við hversu mikið þessi mynd kom mér á óvart finnst mér sjálfsagt að mæla með henni.
Einhverra hluta vegna tel ég líklegt að hún fari framhjá mörgum sem hafa rangar túlkanir á sýnishornunum, en endilega gefið henni séns.
7/10 í minni bók, og er það fullyrðing mín um solid afþreyingu sem er vel aursins virði. Væri frábært ef Disney myndi oftar framleiða kvikmyndir af þessu tagi, með eins góðu handriti og sjarma.
Í flóði endalausra ofurhetjumynda sem og unglingamynda sýnir Sky High hvernig heldur betur er lagið að hressa upp á hlutina.
Áður en settist niður og bar augum á þessa mynd veltist fyrir mér örlítill ótti um að hún ætti eftir að verða eitthvað í líkingu við hina fráleitu Thunderbirds sem kom út í fyrra. Raunin varð alls ekki svo.
Sky High er bæði hress og meistaralega skemmtileg fjölskyldumynd með góðum húmor og rafmagnaðri orku. Sagan hefur einnig ýmsa fíngerða undirtóna um fjölskyldubönd, vinasambönd og fleiri sem styrkja jafnframt myndina og víkur henni undan klisju- og væmnisgryfjunni (þar sem að þetta er Disney-mynd var auðvelt hægt að gera ráð fyrir slíku).
Krakkarnir standa sig líka mestallir mjög vel, sem og hinir fullorðnu. Ég held að ég hafi aldrei áður séð Kurt Russell eins fyndinn og hann er hér, og honum Bruce Campbell er auðvitað ávallt vel tekið á móti og á hann einnig nokkra góða spretti.
Það er voða erfitt að líta á Sky High sem standard ofurhetjumynd eða jafnframt sem einhverja barnamynd. Það má skynja dálitla satíru í henni og hvernig hún spilar með hundgamlar og dauðþreyttar formúlur er – fyrir þá sem fatta – alveg kostulegur glaðningur. Miðað við hversu mikið þessi mynd kom mér á óvart finnst mér sjálfsagt að mæla með henni.
Einhverra hluta vegna tel ég líklegt að hún fari framhjá mörgum sem hafa rangar túlkanir á sýnishornunum, en endilega gefið henni séns.
7/10 í minni bók, og er það fullyrðing mín um solid afþreyingu sem er vel aursins virði. Væri frábært ef Disney myndi oftar framleiða kvikmyndir af þessu tagi, með eins góðu handriti og sjarma.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
John Benjamin Hickey, Justin Bartha
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
16. september 2005