Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Í byrjun á Clerks II brennur heittelskaða sjoppan sem neyðir Dante og Randal að finna sér nýja vinnu. Þeir enda með því að vinna á skyndibitastað og við tekur ákveðin rútína. Myndin er ekki ósvipuð þeirri fyrstu að því leiti að hún fjallar fyrst og fremst um vinina tvo og þeirra nöldur um allt og ekkert. Umræðurnar eru skemmtilegar eins og síðast og það skiptir öllu máli. Uppátæki Randal eru alltaf skemmtileg og auðvitað eru Jay og Silent Bob (Kevin Smith) á svæðinu. Ný í hópinn er Rosario Dawson (sem frá frábær í Sin City). Hún kemur sterk inn og fer létt með dónabrandarana. Myndin í heild sinni er mjög skemmtileg og vel heppnuð ef maður var ekki að búast við jafn brjálaðir lífsreynslu og þegar maður sá Clerks í fyrsta skipti. Fín mynd, mæli með henni.
Clerks 2 er mögnuð gamanmynd sem fylgir forvera sínum fast eftir hvað varðar gæði. Hér eru þeir félagar Dante og Randal mættir aftur ásamt þeim félögum Jay & Silent Bob. Í þetta sinn eru þeir á littlum hamborgarastað sem kallast Mooby's, og með hverri mínútu sem líður, verður myndin bara fyndnari og fyndnari. Öll helstu einkenni mynda Kevins Smith eru enn til staðar: skemmtilegir karakterar, verulega grófur húmor og frábær samtöl, óvenjulegar kringumstæður og frábær skemmtun. Ef þið fíluðuð fyrri myndina, verðið þið að sjá þessa mynd.
Eitt orð vá, ég er svo ótrúlega ánægður núna, mér bara algjörlega hlínar í hjartarætur yfir því hversu vel Kevin Smith tókst með Clerks 2. Hann heldur svo ótrúlega mikið í gömlu myndina, og nær að koma með sama fíling í þessa mynd eins og sú fyrri hafði, og hefur en. Ég meina ég hélt að hann væri algjörlega búinn að missa það eftir Jay and silent bob og Jersey girl, sem því miður voru bara alls ekki nógu góðar, allavega ekki miða við Kevin Smith, sem er bara snillingur.
Eins og ég segi þá nær hann að halda sömu ímyndinni, og ég held að ég ætla að ganga svo langt að segja að þessi mynd sé jafnvel betri en sú fyrri, því skemmtunargildið er svo gríðalegt, mér er allavega en illt í maganum og það er liðinn meira en 3 tímar síðan ég var á myndinni.
En núna aðeins að fjalla um hvað myndin er um, það vill svo leiðinlega til að búðinn Quick Stop brennur, Dante og Randal þurfa því að finna sér nýja vinnu, og byrja að flippa börgerum, og allt er jafn ömurlegt hjá Dante, og Randal er sami helvítis hrokagikkur við viðskiptavinina, það er bara yndislegt. Það er mikið af gömlum karekterum úr fyrri mynd, eins og að sjálfsögðu Jay and Silent Bob. En svo er líka nýir komnir inn í myndina, eins og t.d hann Elias sem er lord of the rings aðdáandi, en eins og flestir vita þá er Randal mikill Star wars aðdáandi, og þeim líkar heldur illa við hvorn annan. Allavega Elias er snillingur, og gerir margt gott fyrir þessa mynd verð ég nú að segja.
Og svo er nátturlega Ben affleck og Jason Lee mættir á svæðið, og bara fullt af leikurum sem hafa leikið í fyrri myndum kappans og það er ávallt svo gaman að sjá þá í myndum þá, þó svo að ég hata Ben Affleck, nema í myndum eftir Smith.
Svo eru að sjálfsögðu samtölin í myndinni frábær, myndin gengur aðalega upp á góðum samtölum og fyndnum uppákomum, svo er söguþráðurinn bara plús.
Allavega í heild sinni frábær mynd sem enginn sannur Kevin Smith aðdáandi ætti að láta framm hjá sér fara.
Gróf ræma með hjarta
Væntingar mínar gagnvart Clerks II voru blandaðar af tilhlökkun og kvíða. Ég dýrka og dái fyrstu myndina. Hún er mér bara hreinræktaður gullmoli og get ég alltaf horft á hana aftur og aftur. Það er eitthvað við samtölin, raunveruleikaundirtóninn og ekki síst persónurnar sem gera þennan pakka svo fjandi skemmtilegan.
Clerks II gat með öllum líkindum verið álitin mistök, og jafnframt bara almennt tilgangslaus. Raunin er - sem betur fer - ekki sú, og hvergi nærri því.
Þessi mynd er einmitt alveg ljómandi skemmtileg og frábærlega heppnuð í alla staði! Kevin Smith sýnir okkur heldur betur hvað það var sem kom honum á kortið í fyrsta lagi, því hann gerir mögulega allt rétt sem hægt er að framkvæma í þessu tilviki. Við erum ekki aðeins að ræða um verðugt framhald, heldur einnig einhverja best heppnaða gamanmynd sem að ég hef séð lengi, og án efa er þetta fyndnasta myndin sem að ég hef séð á þessu ári. Ég bjóst alls ekki við því að Smith myndi ná að fanga þessi óborganlegu samtöl á ný með sama ferskleika og hann gerði árið 1994, en einhverra hluta vegna þá virkar þessi mynd á nákvæmlega sömu sviðum og fyrri myndin gerði, og í völdum tilfellum kemur þessi jafnvel enn betur út.
Fyrri Clerks myndin er tvímælalaust sígild fyrir sinn ódýra, hráa stíl ásamt fyndnu handriti, en þrátt fyrir það mistókst henni örlítið að stefna eitthvert almennilega. Clerks II tekur upp þráðinn um áratugi síðar, fylgir sömu persónum í gegnum krísu sínar en nær síðan að þróa þær og móta óvenju áhrifarík tengsl á því sviði.
Ég skemmti mér konunglega yfir því að eyða 90 mínútum á ný með tvíeykinu sem samanstendur af Dante og Randal. Þessir gaurar eru óviðjafnanlegir og sýna á góðan hátt hvernig meðalmaðurinn virkar í kjarna sínum. Samtölin sem fara á milli þeirra eru gargandi snilld og segja gjarnan það sem að áhorfandinn er oft að hugsa (umræðan um samanburð Star Wars og Lord of the Rings ætlaði að fá mig til að veltast um allt gólf). Í þetta sinn fáum við þó að sjá aðeins dýpri hlið að báðum aðilunum, og afraksturinn, þótt langsóttur sé, er nánast fullkominn! Svo má alls ekki gleyma Jay og Silent Bob, enda væri um hálf tóma heild að ræða án þeirra. Þeir eru alltaf sömu snillingarnir og ég persónulega fæ aldrei leið á þeim. Þessi mynd missir kannski nokkur stig fyrir að fullmýkja örfáar senur, en hún bætir það fljótt upp með ennþá fleiri grófum samtölum og yfirdrifnum gredduhúmor, sem að sjálfsögðu gengur upp á mjög kjánalegan hátt.
Sjokk factorinn er jafnvel enn til staðar og Smith lætur engan segja sér til um hvar skal draga línuna. Ég get endalaust tautað um hversu klúr en sömuleiðis meinfyndin þessi mynd er. Yfir heildina er handritið afar vel unnið og nær myndin að haldast saman eins þétt og við má búast.
Sem harður aðdáandi fyrstu myndarinnar get ég ekki ímyndað mér að framhaldið hefði getað komið betur út. Tilvist þessarar myndar er langt frá því að vera tilgangslaus, enda byggir hún ótrúlega vel upp á hina og samanlagðar eru þær afbragðs sett. Ekki spurning um að ég setji solid meðmæli á þessa mynd. Ekki missa af henni!
8/10
Væntingar mínar gagnvart Clerks II voru blandaðar af tilhlökkun og kvíða. Ég dýrka og dái fyrstu myndina. Hún er mér bara hreinræktaður gullmoli og get ég alltaf horft á hana aftur og aftur. Það er eitthvað við samtölin, raunveruleikaundirtóninn og ekki síst persónurnar sem gera þennan pakka svo fjandi skemmtilegan.
Clerks II gat með öllum líkindum verið álitin mistök, og jafnframt bara almennt tilgangslaus. Raunin er - sem betur fer - ekki sú, og hvergi nærri því.
Þessi mynd er einmitt alveg ljómandi skemmtileg og frábærlega heppnuð í alla staði! Kevin Smith sýnir okkur heldur betur hvað það var sem kom honum á kortið í fyrsta lagi, því hann gerir mögulega allt rétt sem hægt er að framkvæma í þessu tilviki. Við erum ekki aðeins að ræða um verðugt framhald, heldur einnig einhverja best heppnaða gamanmynd sem að ég hef séð lengi, og án efa er þetta fyndnasta myndin sem að ég hef séð á þessu ári. Ég bjóst alls ekki við því að Smith myndi ná að fanga þessi óborganlegu samtöl á ný með sama ferskleika og hann gerði árið 1994, en einhverra hluta vegna þá virkar þessi mynd á nákvæmlega sömu sviðum og fyrri myndin gerði, og í völdum tilfellum kemur þessi jafnvel enn betur út.
Fyrri Clerks myndin er tvímælalaust sígild fyrir sinn ódýra, hráa stíl ásamt fyndnu handriti, en þrátt fyrir það mistókst henni örlítið að stefna eitthvert almennilega. Clerks II tekur upp þráðinn um áratugi síðar, fylgir sömu persónum í gegnum krísu sínar en nær síðan að þróa þær og móta óvenju áhrifarík tengsl á því sviði.
Ég skemmti mér konunglega yfir því að eyða 90 mínútum á ný með tvíeykinu sem samanstendur af Dante og Randal. Þessir gaurar eru óviðjafnanlegir og sýna á góðan hátt hvernig meðalmaðurinn virkar í kjarna sínum. Samtölin sem fara á milli þeirra eru gargandi snilld og segja gjarnan það sem að áhorfandinn er oft að hugsa (umræðan um samanburð Star Wars og Lord of the Rings ætlaði að fá mig til að veltast um allt gólf). Í þetta sinn fáum við þó að sjá aðeins dýpri hlið að báðum aðilunum, og afraksturinn, þótt langsóttur sé, er nánast fullkominn! Svo má alls ekki gleyma Jay og Silent Bob, enda væri um hálf tóma heild að ræða án þeirra. Þeir eru alltaf sömu snillingarnir og ég persónulega fæ aldrei leið á þeim. Þessi mynd missir kannski nokkur stig fyrir að fullmýkja örfáar senur, en hún bætir það fljótt upp með ennþá fleiri grófum samtölum og yfirdrifnum gredduhúmor, sem að sjálfsögðu gengur upp á mjög kjánalegan hátt.
Sjokk factorinn er jafnvel enn til staðar og Smith lætur engan segja sér til um hvar skal draga línuna. Ég get endalaust tautað um hversu klúr en sömuleiðis meinfyndin þessi mynd er. Yfir heildina er handritið afar vel unnið og nær myndin að haldast saman eins þétt og við má búast.
Sem harður aðdáandi fyrstu myndarinnar get ég ekki ímyndað mér að framhaldið hefði getað komið betur út. Tilvist þessarar myndar er langt frá því að vera tilgangslaus, enda byggir hún ótrúlega vel upp á hina og samanlagðar eru þær afbragðs sett. Ekki spurning um að ég setji solid meðmæli á þessa mynd. Ekki missa af henni!
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
15. september 2006
- Randal Graves: There's only one Return, ok, and it ain't of the King, it's of the Jedi.