Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

John Tucker Must Die 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. september 2006

Don't Get Mad, Get Even

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Kate er ný í skólanum. Hún afhjúpar glaumgosann John Tucker þegar hún kemst að því að hann er með þremur stelpum á sama tíma: Carrie, kláru stelpunni, Heather, klappstýrunni, og Beth, aðgerðarsinnanum og dræsunni. Engin þeirra veit af hinni. Kate, sem er alin upp af einstæðri móður, misbýður þetta, og ætlar ekki að standa aðgerðalaus hjá. Hún og... Lesa meira

Kate er ný í skólanum. Hún afhjúpar glaumgosann John Tucker þegar hún kemst að því að hann er með þremur stelpum á sama tíma: Carrie, kláru stelpunni, Heather, klappstýrunni, og Beth, aðgerðarsinnanum og dræsunni. Engin þeirra veit af hinni. Kate, sem er alin upp af einstæðri móður, misbýður þetta, og ætlar ekki að standa aðgerðalaus hjá. Hún og kærusturnar þrjár, gera áætlun um að kenna Tucker lexíu. Hlutirnir ganga þó ekki alveg eftir áætlun, hvað þá þegar Kate fer sjálf að verða skotin í John. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Frekar slæm gelgjumynd
Það getur alveg komið fyrir að ég horfi á stelpumyndir. Til eru nokkrar virkilega fínar stelpumyndir eins og Clueless eða Mean Girls. John Tucker Must Die er því miður einhæf, stefnulaus og ófyndin móralsmynd (og mórallinn er ekki einu sinni það góður!) sem reynir að vera miklu meira en hún er.

Hugmyndin á bakvið myndina er nokkuð góð, og úr þessu hefði verið hægt að móta skemmtilega, sótsvarta gamanmynd, en nei... Myndin er merkilega bitlaus og til að bæta gráu ofan á svart er hún gríðarlega klisjukennd og fyrirsjáanleg.

Ég spyr sjálfan mig hvort að þetta sé leikstjóranum að kenna eða bara handritinu. Allavega, síðast þegar ég vissi þá hefur Betty Thomas ekki gert góða mynd síðan Private Parts (það var fyrir áratugi síðan). Það þýðir lítið að eyða fleiri orðum í þessa mynd. Stelpur á aldrinum 12-16 ára munu eflaust fíla myndina betur heldur en aðrir - eins og ég - sem að setja vissan standard áður en horft er á bíómyndir, jafnvel unglingamyndir.

3/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd á skilið margar stjörnur, mér finnst þessi mynd alveg frábær og þetta er svona mynd sem maður getur alltaf horft á .. en ég mundi samt segja að þetta væri meira svona stelpu mynd en þarf samt ekkert að vera. En annas er þessi mynd um gaur sem er algjör player og hann á 3 kærustur og þær fatta að hann er að deita margar gellur og þær fara að hefna sín á honum og svona ,, allvega ég mæli með þesari mynd ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fyndin mynd! Hún á alls ekki skilið aðeins 2 og hálfa stjörnu. Mæli með henni sem léttri kvöldafþreyingarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn