Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Stenst takmarkaðar væntingar svosem...
Þegar að lögð er svona sterk áhersla á það að Fearless sé í raun síðasta bardagamynd Jet Li, þá er óhjákvæmalegt að maður gerir sér miklar vonir. Myndin var allavega þannig auglýst. Hvort hann standi við það eða ekki er annað mál.
Sem bardagamynd stendur myndin vel undir ákveðnum væntingum, enda eru um fjölmargar stórglæsilegar senur að ræða. Sem kvikmynd almennt er myndin voða lítt heillandi. Söguþráðurinn er fyrst og fremst alveg ónýtur og bara yfir höfuð þróun myndarinnar kom mjög klaufalega út. Mér tókst að skemmta mér yfir ofbeldinu, en þegar langt leið á myndina fór mér að finnast eins og ég hafi séð nóg, vegna þess að þegar uppi er staðið þá græðir maður lítið á flottum senum ef að innihaldið þræðir þær ekki ágætlega í takt við rest.
Jet Li kemur vel út að venju. Mér finnst gott að sjá hann spreyta sig almennilega eftir að bandaríski markaðurinn náði tímabundið að nauðga hæfileikum hans (man enginn eftir þvælunni The One??). Fearless er góð afþreying fyrir unnendur bardagamynda og efast ég ekki um að hún gæti gert góða hluti í miklum félagsskap í réttu stemmningunni. En ef að þið eruð eins og ég og gerið bara örlitlar kröfur til efnisinnihalds, þá held ég að áhorfið eigi eftir að verða pínu svekkjandi þegar litið er á heildina.
6/10
Þegar að lögð er svona sterk áhersla á það að Fearless sé í raun síðasta bardagamynd Jet Li, þá er óhjákvæmalegt að maður gerir sér miklar vonir. Myndin var allavega þannig auglýst. Hvort hann standi við það eða ekki er annað mál.
Sem bardagamynd stendur myndin vel undir ákveðnum væntingum, enda eru um fjölmargar stórglæsilegar senur að ræða. Sem kvikmynd almennt er myndin voða lítt heillandi. Söguþráðurinn er fyrst og fremst alveg ónýtur og bara yfir höfuð þróun myndarinnar kom mjög klaufalega út. Mér tókst að skemmta mér yfir ofbeldinu, en þegar langt leið á myndina fór mér að finnast eins og ég hafi séð nóg, vegna þess að þegar uppi er staðið þá græðir maður lítið á flottum senum ef að innihaldið þræðir þær ekki ágætlega í takt við rest.
Jet Li kemur vel út að venju. Mér finnst gott að sjá hann spreyta sig almennilega eftir að bandaríski markaðurinn náði tímabundið að nauðga hæfileikum hans (man enginn eftir þvælunni The One??). Fearless er góð afþreying fyrir unnendur bardagamynda og efast ég ekki um að hún gæti gert góða hluti í miklum félagsskap í réttu stemmningunni. En ef að þið eruð eins og ég og gerið bara örlitlar kröfur til efnisinnihalds, þá held ég að áhorfið eigi eftir að verða pínu svekkjandi þegar litið er á heildina.
6/10
Ef að þú hefur gaman af bardaga/hasarmyndum þá áttu eftir að elska þessa. Ef að þú hefur ekki gaman af bardaga/hasarmyndum þá gætirðu líka haft gaman af þessari. Myndin er um ævi Huo Younjia sem er talinn vera ef allra besti bardagamaður í sögu Kínverja. Auðvitað er hann leikinn af Jet Li, sem byrjaði að æfa Wu Shu bardagalistina 8 ára gamall og varð meðal annars fimmfaldur heimsmeistari í keppninni áður en hann fór að leika, en Wu Shu er þjóðarsport Kínverja.
Í myndinni eru frábær bardagaatriði, sagan skemmtileg og myndin vel leikin. Myndin er með kínversku tali, en maður tekur ekki neitt eftir því. Fyrir mér var þetta ein besta mynd sem ég hef séð, en ég er líka allur inni fyrir bardagamyndirnar. Ég mæli með því fyrir flesta að fara á þessa mynd, en þó vara ég ykkur við að búast ekki við því að finnast myndin jafn góð og mér finnst hún.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
27. október 2006