The Devil's Own (1997)
"They come from different worlds. They fight for different causes. Now, two men from opposite sides of the law are about to go to war."
Spennutryllir um byssumann úr írska lýðveldishernum, IRA.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Spennutryllir um byssumann úr írska lýðveldishernum, IRA. Hann dregur bandaríska fjölskyldu inn í átök og hryðjuverk. Frankie McGuire er einn af helstu leigumorðingjum IRA. En þegar hann er sendur til Bandaríkjanna að kaupa vopn fyrir samtökin fær hann að gista hjá fjölskyldu Tom O´Meara, löggu í New York sem veit ekkert hver Frankie er í raun og veru, en Frankie gengur undir nafninu Rory Devaney í Bandaríkjunum. Þeim verður óvænt vel til vina en á sama tíma fer Tom að gruna meira og meira að Frankie sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Þetta veldur því að Frankie þarf að hugsa sinn gang og vandamálin hefjast fyrir alvöru.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur






























