Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Deja Vu 2006

Frumsýnd: 15. desember 2006

If you thought it was just a trick of the mind, prepare yourself for the truth.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Ferja full af áhafnarmeðlimum USS Nimitz og fjölskyldum þeirra var sprengd í loft upp á Mardi Gras í New Orleans. Doug Carlin er fenginn til að vinna við rannsóknina, og kynnist störfum tilraunasveitar alríkislögreglunnar FBI, sem notar rýmisflakkstækni, sem getur skoðað hluti allt að fjóra daga aftur í tímann. Á meðan Carlin er að rannsaka málið þá fær... Lesa meira

Ferja full af áhafnarmeðlimum USS Nimitz og fjölskyldum þeirra var sprengd í loft upp á Mardi Gras í New Orleans. Doug Carlin er fenginn til að vinna við rannsóknina, og kynnist störfum tilraunasveitar alríkislögreglunnar FBI, sem notar rýmisflakkstækni, sem getur skoðað hluti allt að fjóra daga aftur í tímann. Á meðan Carlin er að rannsaka málið þá fær hann þá hugmynd að nota tilraunatækið til að ferðast aftur í tímann og ekki bara að koma í veg fyrir sprenginguna heldur einnig að koma í veg fyrir morð á konu sem átti bílinn sem sprengjan var sett í.... minna

Aðalleikarar


Tony Scott er þekktur fyrir big budget action Hollywood myndir. Sumar er mjög góðar (sjá að neðan) og sumar eru slakar t.d. Spy Game, The Fan og Domino. Deja Vu lendir einhversstaðar á milli. Hugmyndin á bakvið myndina er svo heimskulega að ég átti erfitt með að hætta að hugsa um það. Vísindamenn hafa sem sagt fundið upp tæki sem getur séð 4 daga aftur í tímann og meira að segja sent hluti aftur í tímann og haft áhrif á atburðarrás. Lögreglumenn reyna svo að leysa glæpi með þessu tæki. Þetta er því í rauninni vísindaskáldsaga. Ef maður slekkur á heilanum er þetta fín afþreying. Denzel Washington er góður eins og alltaf. Það eru líka ágætir aðstoðaleikarar t.d. Val Kilmer og James Caviezel. Ágæt mynd.

Myndin gerist í New Orleans undirbúningur var hafinn þegar fellibylurinn stóri skall á borginni. Samt var ákveðið að snúa aftur í borgina eftir bylinn og klára myndina.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Tony Scott bróðir leikstjórans Ridley Scott sem er mun betur þekktur. Þeir eiga saman félagið Scott Free Productions.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heilalaus en krefst smá hugsunar
Deja Vu er ekta Tony Scott mynd. Þessi einkenni sem kvikmyndir hans eru farnar að bera eru nóg til þess að gera þessi undanförnu verk hans að einni seríu. Sem betur fer er þessi mynd ekki nærri því eins ofvirk í tæknivinnslu og klippingu og síðasta mynd hans, Domino, en að horfa á þá mynd var eins og að horfa á tónlistarmyndbönd í tvo tíma á sýrutrippi.

Deja Vu er stílísk, þótt væg sé. Myndin er annars vegar frekar spennandi og vinnur sér inn sterkan fyrri hluta. Handritið er skemmtilegt og áhugavert. Myndin heldur jafnframt góðum dampi og flæðir vel, eða a.m.k. þar til að líður að síðari helmingnum, en þá breytist myndin og byrjar að láta sjá á sér hinar ýmsu gloppur. Ég gerði mitt besta til að pæla sem minnst í því, en myndin er stúfull af litlum holum í söguþræðinum. Ef að þetta væri mynd sem að krefst þess að áhorfandinn noti heilann sem minnst, þá myndi ég skilja þetta, en raunin er ekki sú.

Denzel Washington er annars fínn hérna, þrátt fyrir að vera fastur í sama hlutverkinu enn eitt skiptið. Sem spennumynd virkar Deja Vu bara nokkuð vel, en þegar að líður að vísindaskáldskapnum í sögunni þá myndi ég standa á annarri skoðun. Ójöfn útkoma, en samt góð afþreying.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þeir sem hafa gaman af spennumyndum sem koma frá þessum leikstjóra munu fíla þessa mynd. Framtíðarvélin sett í skemmtilegan búning, gott plott með miklu adrenalínflæði. Leikarar góðir og gaman að sjá Val kilmer aftur og Denzel Washington klikkar ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er einka skemmtileg áhorfs, maður fær samt eiginlega ákkurat það sem að maður bjóst við. Ég veit ekki með ykkur en mér þótti myndin heldur fyrirsjáanleg, en hún var samt góð



Það eina sem að ég get sagt er að ef að fólk heillast af pælingunum sem að eru í gangi í myndinni þá er til önnur mynd sem að gæti skemmt því fólki. >Primer<. Fleira var það ekki. /Konni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn