Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Taking of Pelham 123 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. ágúst 2009

Venjuleg lestarferð snýst skyndilega upp í stórhættulegan eltingarleik

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Vopnaðir menn taka sér gísla í neðanjarðarlest í New York og hóta öllu illu ef borgin greiðir þeim ekki lausnarfé fyrir hvern gísl. Lestarstarfsmaðurinn Walter Garbe (Denzel Washington) upplifir sína verstu martröð þegar hann þarf að takast á við höfuðpaur glæpamannanna (John Travolta).

Aðalleikarar

Leikstjórn

Góð Tony Scott mynd
The Taking of Pelham 1 2 3 er kannski ekki frumleg en hún er alls ekki leiðinleg.

Denzel er alltaf öruggur og Travolta sýnir enn eitt skiptið að það hentar honum best að vera vondi kallinn. Ég held m.a.s. að mér hafi þótt hann betri hérna en í Broken Arrow, Swordfish og jafnvel Face Off. Hann heldur kúlinu allan tímann og er eitthvað svo svakalega gaman að fylgjast með honum. Jonn Turturro, James Gandolfini og Luis Guzman eru líka góðir sem uppfyllingarefni við hliðina á hinum tveimur.

Það er lítið um hasar - sem er gott. Myndin er aldrei ójarðbundin né súrrealísk eins og helstu Michael Bay myndir (pre Transformers þ.e.a.s.). Tony Scott fer vel með allt sem er að gerast, og jafnvel fannst mér klippinging mjög aktív og skemmtileg. Stærsta plúsinn á líka handritið skilið fyrir góð samtöl og mikla spennu. Brian Helgeland hefur kannski átt betri daga en hér veldur hann engum vonbrigðum heldur.

Ég á erfitt með að gefa þessari mynd lægri einkunn en 7 af 10. Hún hélt mér vakandi og meira en það. Mun örugglega skella henni í DVD safnið seinna meir.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekkert sem hefur ekki verið gert áður, og betur
Mikið rosalega er það fúlt að stíga útaf kvikmynd og hugsa að maður hafi séð þessa kvikmynd oft áður, bara með öðrum leikurum. Þannig er The Taking of Pelham 123. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta er endurgerð (og gamla myndin er m.a.s. frábær! mæli með að lesendur kíki á hana undir eins), en þrátt fyrir það er efnisinnihaldið ofhlaðið senum og einkennum sem margar, margar spennumyndir hafa pikkað upp yfir undanfarna áratugi. Klisjur get ég sætt mig við, en þegar manni líður eins og maður sé fastur í maraþoni af öðrum myndum sem fjalla um gíslatöku er voða erfitt að sogast inn í atburðarásina, og hvað þá hafa einhvern áhuga á henni.

Tony Scott hefur alltaf verið einhæfari kvikmyndagerðarmaður heldur en "stóri bróðir," en það er svosem ekkert að því. Þegar maður sest niður og horfir á Tony Scott-mynd þá getur maður yfirleitt bókað að mikið sé lagt upp úr afþreyingargildi. Hins vegar er þessi öfgakenndi töku- og klippingarstíll hans verulega farinn að pirra mig, og mér finnst eitthvað pínu hallærislegt við það að sjá mann á sjötugsaldri stanslaust klippa myndir eins og tvítugur strákur í tónlistarbransanum myndi gera. Ég fatta tilganginn með þessu. Ætlunin er að skapa meiri spennu, en oftar en ekki er þetta bara þreytandi á augað. Sem betur fer hefur Scott tónað sig niður eftir Domino-sýrutrippið, en þó eru áköf einkenni ennþá til staðar. Ég er örlítið farinn að sakna "early '90s" stílsins sem hann notaði t.d. í myndum eins og Days of Thunder, The Last Boy Scout og True Romance. Ekki það að útlitið hefði breytt miklu fyrir Taking of Pelham, þar sem myndin nú þegar klikkar á helstu markmiðum sínum.

Ég get ekki sagt að mér hafi fundist hún neitt sérstaklega spennandi. Handritið fylgir líka reglubókinni svo sterkt eftir að maður veltir meira fyrir sér hvort myndin sé að sýna formúlunum virðingavott frekar en að byggja upp eitthvað ferskt. Það eru fáein góð samtöl (og þ.á.m. ein skondin saga um Ísland), en ekkert sem kemst í tæru við það besta sem Brian Helgeland hefur unnið að. Mig langar til að setja þann handritshöfund í einhvers konar létta guðatölu, enda skrifaði hann m.a. Man on Fire, Mystic River, Payback og L.A. Confidential, sem er persónulegt uppáhald. Síðan man ég alltaf að hann á líka myndir eins og A Knight's Tale og The Order (oj!) að baki. The Taking of Pelham hefur eflaust verið fljótunnið verk sem hefur skilað frá sér stórum launaseðli.

Denzel Washington og John Travolta eru yfirleitt séðir sem gæðaleikarar, og þeir hafa oftar en ekki staðið fyrir sínu. Leikstjórnin og sérstaklega handritið er samt grundvallaratriði fyrir mennina til að geta notið sín til fulls, og ég vildi að ég gæti sagt að Travolta væri svo góður leikari að hann gæti látið vond handrit virka, en strax koma Domestic Disturbance og Battlefield Earth upp í hugann. Í þessari mynd eru báðir mennirnir afskaplega þurrir. Travolta hefur þó aðeins meira til að vinna úr og virkar hann sæmilega sem vondi kallinn enn einu sinni. Washington er annars voða persónuleikalaus. Handritið gefur honum smá persónusköpun en mér leið aldrei eins og ég hefði áhuga að fylgjast með honum. Heldur hélt ég ekkert mikið upp á hann, né með honum.

Yfirleitt nýt ég þess að horfa á Tony Scott-mynd að einhverju leyti (nema Domino!) en hérna finnst mér gamli kallinn gera aðeins of mikið úr litlu. Það er meira að segja hálf fyndið hvernig hann nýtir sér minnstu tækifæri til að velta bílum eða leggja óþarfa áherslu á árekstra bara til að halda einhverju spennuflæði. Eltingarleikurinn í lokin er líka frekar úr takt við afganginn af myndinni. Hún byrjar sem lágstemmd gíslatökumynd (með, reyndar, stíl sem er allt annað en orðið "lágstemmt" gefur til kynna) en breytist síðan í voða týpíska Tony Scott-mynd, sem er slæmt vegna þess að myndin var þegar nógu dæmigerð.

Svo það komi almennilega fram þá var þetta alls ekki leiðinleg mynd, og ég er alveg viss um að hún virki sem ágætis vídeómynd fyrir einhverja. Hún er samt svo déskoti ómerkileg að hálfa væri nóg, og miðað við nöfnin, bæði fyrir framan og aftan tökuvélarnar, gerir það heildina miklu meira svekkjandi.

5/10 - Ég segi það aftur, gamla myndin er geggjuð! Horfið frekar á hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.06.2013

Travolta passar upp á fjölskyldu Gandolfini

John Travolta hefur heitið því að halda verndarhendi yfir fjölskyldu leikarans sáluga James Gandolfini, sem lést fyrr í vikunni af völdum hjartaáfalls. Gandolfini lætur eftir sig eiginkonu, átta mánaða dóttur og þrett...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn