Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blood and Chocolate 2007

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. mars 2007

Temptation comes in many forms.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
Rotten tomatoes einkunn 52% Audience
The Movies database einkunn 33
/100

Hin munaðarlausa Vivian er alin upp af frænku sinni í Búkarest í Rúmeníu, eftir að hún missir foreldra sína tíu árum fyrr í Klettafjöllunum í Colorado. Fjölskylda hennar tilheyrir varúlfum og Vivian er lofuð leiðtoga varúlfanna, Gabriel. Þegar bandaríski skopteiknarinn Aiden, sem er að rannsaka varúlfa fyrir næsta tölublað tímarits síns, hittir Vivian,... Lesa meira

Hin munaðarlausa Vivian er alin upp af frænku sinni í Búkarest í Rúmeníu, eftir að hún missir foreldra sína tíu árum fyrr í Klettafjöllunum í Colorado. Fjölskylda hennar tilheyrir varúlfum og Vivian er lofuð leiðtoga varúlfanna, Gabriel. Þegar bandaríski skopteiknarinn Aiden, sem er að rannsaka varúlfa fyrir næsta tölublað tímarits síns, hittir Vivian, þá verða þau ástfangin. En, hinn illi sonur Gabriel og frænku Vivian, Rafe, spillir fyrir ást þeirra, og neyðir hana til að velja á milli fjölskyldunnar og ástarinnar á Aiden.... minna

Aðalleikarar


Blood and chocolate er mynd sem lítið fer fyrir og reynist svo hressilega leyna á sér. Leikararnir eru tiltölulega óþekktir en sagan gerist í Rúmeníu og segir frá teiknilistamanni sem fellur fyrir stúlku sem er í klíku sem samanstendur af mennskum varúlfum. Þetta skapar að sjálfsögðu ekkert nema vandræði og sífellt fokkast þetta meira upp. Varúlfar finnst mér vera mjög áhugaverðar skepnur og er þessi mynd því mjög kærkomin fyrir mig enda alltaf gaman að sjá hvernig þessi dýr verða við hvert fullt tungl. Ekki það að ég mundi vilja vera á vegi þeirra þá. Blood and chocolate er myrk mynd og verulega skemmtileg og í sjálfu sér væri hér efni í frábæra mynd en því miður er sitthvað sem dregur hana niður. Hún missir sig af og til í klisjur og þrátt fyrir allt þá er persónusköpunin voða standard en keyrslan er bara svo flott og skemmtanagildið svo gífurlegt að ég segi þrjár stjörnur bara. Þessari mæli ég með og ekki síst fyrir þá sem vilja sjá jafnvel eitthvað gothic því þessi mynd getur líka auðveldlega fallið í þann flokk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn