Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar hjón(Luke Wilson og Kate Beckinsale)nokkur gista á vegamóteli yfir eina nótt sjá þau ýmislegt grunsamlegt á myndbandsupptökum á herberginu og ekki líður á löngu þar til líf þeirra er í hættu. Vacancy er eiginlega misheppnuð og frekar leiðinleg mynd. Hún hafði mjög góða möguleika á að vera frábær spennumynd en handritið er bara svo hugmyndasnautt og innantómt og frammistöður leikaranna frekar ábótavant, Luke Wilson er ömurlegur, Kate Beckinsale verulega slöpp og þeir sem leika vondu kallana gera ekki neitt af viti. Myndin fær þó smá plús fyrir flott útlit og smávegis spennu(ekkert rosalega samt) en annars er hún bara gleymanleg. Ein stjarna eða 3/10 í einkunn.
Vacancy er ágætis hrollvekja samt meira spennutryllir fyrir mér. Myndin fjallar um par sem lenda í því að bíllinn þeirra bilar eftir óhapp og til að bæta gráu ofan á svart ákvað David (nokkuð vel leikinn af Luke Wilson) að fara ekki eftir þjóðveginum heldur stytta sér leið eftir lítið notuðum vegi. Þau fá gistingu á frekar dularfullu móteli sem var rétt hjá þeim en þar byrjar atburðarásin. Myndin er hrikalega spennandi og mannig bregður af og til. Leikurinn var þokkalegur hjá þeim fáu sem komu fram að mínu mati og ég hef ekkert að segja út á það. Og svona til að enda þetta þá er Vacancy ágætis spennitryllir og hrollvekjandi líka á sinn hátt, endirinn á myndinni var þó klisjulegur og leiðinlegur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Screen Gems
Vefsíða:
www.sonypictures.com/movies/vacancy
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. september 2007