Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Vacancy 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. september 2007

Once you've checked in... The terror begins.

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Ung hjón, David og Amy Fox, leita skjóls á gistihúsi á afskekktum stað eftir að bíll þeirra bilar. Þau ætla að stytta sér stundir við að horfa á sjónvarp en eitt er einkennilegt við soramyndirnar sem þar eru í boði; þær virðast allar vera teknar upp í herberginu þeirra. Þau finna svo faldar myndavélar í herberginu og átta sig á því að takist þeim... Lesa meira

Ung hjón, David og Amy Fox, leita skjóls á gistihúsi á afskekktum stað eftir að bíll þeirra bilar. Þau ætla að stytta sér stundir við að horfa á sjónvarp en eitt er einkennilegt við soramyndirnar sem þar eru í boði; þær virðast allar vera teknar upp í herberginu þeirra. Þau finna svo faldar myndavélar í herberginu og átta sig á því að takist þeim ekki að flýja verða þau næstu fórnarlömb hryllingsmyndahöfundarins.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þegar hjón(Luke Wilson og Kate Beckinsale)nokkur gista á vegamóteli yfir eina nótt sjá þau ýmislegt grunsamlegt á myndbandsupptökum á herberginu og ekki líður á löngu þar til líf þeirra er í hættu. Vacancy er eiginlega misheppnuð og frekar leiðinleg mynd. Hún hafði mjög góða möguleika á að vera frábær spennumynd en handritið er bara svo hugmyndasnautt og innantómt og frammistöður leikaranna frekar ábótavant, Luke Wilson er ömurlegur, Kate Beckinsale verulega slöpp og þeir sem leika vondu kallana gera ekki neitt af viti. Myndin fær þó smá plús fyrir flott útlit og smávegis spennu(ekkert rosalega samt) en annars er hún bara gleymanleg. Ein stjarna eða 3/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vacancy er ágætis hrollvekja samt meira spennutryllir fyrir mér. Myndin fjallar um par sem lenda í því að bíllinn þeirra bilar eftir óhapp og til að bæta gráu ofan á svart ákvað David (nokkuð vel leikinn af Luke Wilson) að fara ekki eftir þjóðveginum heldur stytta sér leið eftir lítið notuðum vegi. Þau fá gistingu á frekar dularfullu móteli sem var rétt hjá þeim en þar byrjar atburðarásin. Myndin er hrikalega spennandi og mannig bregður af og til. Leikurinn var þokkalegur hjá þeim fáu sem komu fram að mínu mati og ég hef ekkert að segja út á það. Og svona til að enda þetta þá er Vacancy ágætis spennitryllir og hrollvekjandi líka á sinn hátt, endirinn á myndinni var þó klisjulegur og leiðinlegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.05.2018

Nýr Poirot fæddur í ABC morðunum

Þeir eru orðnir nokkrir leikararnir sem leikið hafa hlutverk belgíska spæjarans Hercule Poirot, út bókum breska glæpasagnahöfundarins Agatha Christie. Nú síðast var það til dæmis Kenneth Branagh sem lék Poirot í Mu...

19.10.2012

Kósýkvöld í kvöld

Það hugsa sér eflaust margir gott til glóðarinnar í kvöld, föstudagskvöld, að hreiðra um sig fyrir framan skjáinn með poppskálina í annarri hönd og fjarstýringuna í hinni, og njóta bíómyndanna sem í boði verða í ...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn