Náðu í appið
91
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Final Destination 2009

(Final Destination 4: 3D)

Justwatch

Frumsýnd: 11. september 2009

Rest in Pieces

82 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Nick og vinir hans ætla að skemmta sér við að horfa á kappakstur þegar Nick fær fyrirboða um óhugnanlegt slys. Í sýninni sér hann hvernig kappakstursbíll skellur á hópi áhorfanda með skelfilegum afleiðingum þar sem margir munu týna lífinu. Nick tekst að sannfæra tólf aðra um að yfirgefa kappaksturinn rétt í tæka tíð fyrir slysið. En Dauðinn lætur... Lesa meira

Nick og vinir hans ætla að skemmta sér við að horfa á kappakstur þegar Nick fær fyrirboða um óhugnanlegt slys. Í sýninni sér hann hvernig kappakstursbíll skellur á hópi áhorfanda með skelfilegum afleiðingum þar sem margir munu týna lífinu. Nick tekst að sannfæra tólf aðra um að yfirgefa kappaksturinn rétt í tæka tíð fyrir slysið. En Dauðinn lætur ekki svíkja sig um nýjar sálir og þessi þrettán „heppnu“ eru nú hundelt af Dauðanum og lenda í hverju slysinu á fætur öðru.... minna

Aðalleikarar

Eins og að hlusta á leiðinlegt lag á Repeat!
Þetta var ágætt í byrjun en nú er maður gjörsamlega búinn á því! Síðustu Final Destination-myndirnar hefðu alveg eins getað farið beint á DVD og er þessi fjórða alls engin undantekning. Það fyndna er, að ég held að framleiðendur gerðu sér fullkomlega grein fyrir því, þannig að þeir punguðu út auka fjármagni í frekar tilgangslausa þrívídd frekar en að fá einhvern sæmilegan handritshöfund til að gera eitthvað nýtt með efniviðinn. Ég get sko nefnilega sagt með góðri samvisku að þessi sé sú allra versta í röðinni. Takið saman allt það sem hrjáði hinar myndirnar, alla dauðdagana sem voru ekkert sérstakir, allar ömurlegu frammistöðurnar og öll pirrandi svindlin í "plottinu" og þá fáið þið út þessa mynd, sem kaus m.a.s. glataðasta titilinn. Hann trompar þó ekki Fast & Furious í ófrumlegheitum, því miður.

Að mínu mati eru þessar bíómyndir meira áberandi afrit af hvor annarri heldur en Saw-myndirnar. Sú sería hefur a.m.k. það markmið að *reyna* að gera eitthvað nýtt og óvænt með söguþráðinn, þótt að það heppnist kannski ekkert rosalega vel. Final Destination-myndirnar hafa allar sömu uppbygginguna (risastórt slys í byrjun), sömu samtölin ("Death has a list! We die in the exact order as we were supposed to in the accident."), sömu "svindlin" (við *höldum* að eitt eigi eftir að drepa viðkomandi manneskju, en svo kemur eitthvað allt annað!), sama endinn svo aðeins augljósu atriðin séu nefnd. Hvert einasta eintakið í seríunni hefur farið smám saman hrapandi í skemmtanagildi, einfaldlega vegna þess að við vitum skref fyrir skref hvað er að fara að gerast.

Dauðasenurnar hafa hingað til haldið þessari seríu eitthvað á floti, en hérna gátu þær ekki verið meira hefðbundnar og leiðinlegar. Í hinum myndunum voru þær pínu skemmtilegar, stundum frumlegar og jafnvel fyndnar á mjög grimman hátt. Hérna er hvergi hægt að segja slíkt. Hvað er þá eftir? Þrívíddin? Brellurnar? Leikurinn? Já nei! Þessi fjórða mynd inniheldur slappa þrívídd, lélegar brellur og líka allra verstu frammistöðurnar og þar er afskaplega mikið sagt.

Ég vil ekki alveg gefa The Final Destination falleinkunnina, einfaldlega vegna þess að ég hata hana ekki nógu mikið. Þetta er ekki ein af þessum myndum sem gerði mig virkilega pirraðan, heldur var mér bara ótrúlega sama. Mér leiddist á meðan myndinni stóð, var feginn þegar henni lauk og fljótlega tókst mér að gleyma henni eftirá (sem er ákveðinn plús í sjálfu sér). Ég er bara mest feginn að hún hafi ekki verið lengri en þessar 80 mínútur.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.08.2014

Móðir náttúra í aðalhlutverki

Það má segja að móðir náttúra sé í aðalhlutverki í hamfaramyndinni Into the Storm sem frumsýnd er í kvöld. Myndin þykir afar vel gerð þar sem stanslaus spenna og mikill hasar fær áhorfendur til að grípa andann ...

22.08.2011

Fjölbreyttir dauðdagar í Final Destination myndunum

Það getur verið skemmtilegt, eða amk. áhugavert, að skoða tölfræði úr spennumyndum og þá sérstaklega þegar um er að ræða seríur eins og Final Destination flokkinn. Í gegnum árin þá hafa margir týnt lífinu í Final Destination myndunum o...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn