Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eins og að hlusta á leiðinlegt lag á Repeat!
Þetta var ágætt í byrjun en nú er maður gjörsamlega búinn á því! Síðustu Final Destination-myndirnar hefðu alveg eins getað farið beint á DVD og er þessi fjórða alls engin undantekning. Það fyndna er, að ég held að framleiðendur gerðu sér fullkomlega grein fyrir því, þannig að þeir punguðu út auka fjármagni í frekar tilgangslausa þrívídd frekar en að fá einhvern sæmilegan handritshöfund til að gera eitthvað nýtt með efniviðinn. Ég get sko nefnilega sagt með góðri samvisku að þessi sé sú allra versta í röðinni. Takið saman allt það sem hrjáði hinar myndirnar, alla dauðdagana sem voru ekkert sérstakir, allar ömurlegu frammistöðurnar og öll pirrandi svindlin í "plottinu" og þá fáið þið út þessa mynd, sem kaus m.a.s. glataðasta titilinn. Hann trompar þó ekki Fast & Furious í ófrumlegheitum, því miður.
Að mínu mati eru þessar bíómyndir meira áberandi afrit af hvor annarri heldur en Saw-myndirnar. Sú sería hefur a.m.k. það markmið að *reyna* að gera eitthvað nýtt og óvænt með söguþráðinn, þótt að það heppnist kannski ekkert rosalega vel. Final Destination-myndirnar hafa allar sömu uppbygginguna (risastórt slys í byrjun), sömu samtölin ("Death has a list! We die in the exact order as we were supposed to in the accident."), sömu "svindlin" (við *höldum* að eitt eigi eftir að drepa viðkomandi manneskju, en svo kemur eitthvað allt annað!), sama endinn svo aðeins augljósu atriðin séu nefnd. Hvert einasta eintakið í seríunni hefur farið smám saman hrapandi í skemmtanagildi, einfaldlega vegna þess að við vitum skref fyrir skref hvað er að fara að gerast.
Dauðasenurnar hafa hingað til haldið þessari seríu eitthvað á floti, en hérna gátu þær ekki verið meira hefðbundnar og leiðinlegar. Í hinum myndunum voru þær pínu skemmtilegar, stundum frumlegar og jafnvel fyndnar á mjög grimman hátt. Hérna er hvergi hægt að segja slíkt. Hvað er þá eftir? Þrívíddin? Brellurnar? Leikurinn? Já nei! Þessi fjórða mynd inniheldur slappa þrívídd, lélegar brellur og líka allra verstu frammistöðurnar og þar er afskaplega mikið sagt.
Ég vil ekki alveg gefa The Final Destination falleinkunnina, einfaldlega vegna þess að ég hata hana ekki nógu mikið. Þetta er ekki ein af þessum myndum sem gerði mig virkilega pirraðan, heldur var mér bara ótrúlega sama. Mér leiddist á meðan myndinni stóð, var feginn þegar henni lauk og fljótlega tókst mér að gleyma henni eftirá (sem er ákveðinn plús í sjálfu sér). Ég er bara mest feginn að hún hafi ekki verið lengri en þessar 80 mínútur.
2/10
Þetta var ágætt í byrjun en nú er maður gjörsamlega búinn á því! Síðustu Final Destination-myndirnar hefðu alveg eins getað farið beint á DVD og er þessi fjórða alls engin undantekning. Það fyndna er, að ég held að framleiðendur gerðu sér fullkomlega grein fyrir því, þannig að þeir punguðu út auka fjármagni í frekar tilgangslausa þrívídd frekar en að fá einhvern sæmilegan handritshöfund til að gera eitthvað nýtt með efniviðinn. Ég get sko nefnilega sagt með góðri samvisku að þessi sé sú allra versta í röðinni. Takið saman allt það sem hrjáði hinar myndirnar, alla dauðdagana sem voru ekkert sérstakir, allar ömurlegu frammistöðurnar og öll pirrandi svindlin í "plottinu" og þá fáið þið út þessa mynd, sem kaus m.a.s. glataðasta titilinn. Hann trompar þó ekki Fast & Furious í ófrumlegheitum, því miður.
Að mínu mati eru þessar bíómyndir meira áberandi afrit af hvor annarri heldur en Saw-myndirnar. Sú sería hefur a.m.k. það markmið að *reyna* að gera eitthvað nýtt og óvænt með söguþráðinn, þótt að það heppnist kannski ekkert rosalega vel. Final Destination-myndirnar hafa allar sömu uppbygginguna (risastórt slys í byrjun), sömu samtölin ("Death has a list! We die in the exact order as we were supposed to in the accident."), sömu "svindlin" (við *höldum* að eitt eigi eftir að drepa viðkomandi manneskju, en svo kemur eitthvað allt annað!), sama endinn svo aðeins augljósu atriðin séu nefnd. Hvert einasta eintakið í seríunni hefur farið smám saman hrapandi í skemmtanagildi, einfaldlega vegna þess að við vitum skref fyrir skref hvað er að fara að gerast.
Dauðasenurnar hafa hingað til haldið þessari seríu eitthvað á floti, en hérna gátu þær ekki verið meira hefðbundnar og leiðinlegar. Í hinum myndunum voru þær pínu skemmtilegar, stundum frumlegar og jafnvel fyndnar á mjög grimman hátt. Hérna er hvergi hægt að segja slíkt. Hvað er þá eftir? Þrívíddin? Brellurnar? Leikurinn? Já nei! Þessi fjórða mynd inniheldur slappa þrívídd, lélegar brellur og líka allra verstu frammistöðurnar og þar er afskaplega mikið sagt.
Ég vil ekki alveg gefa The Final Destination falleinkunnina, einfaldlega vegna þess að ég hata hana ekki nógu mikið. Þetta er ekki ein af þessum myndum sem gerði mig virkilega pirraðan, heldur var mér bara ótrúlega sama. Mér leiddist á meðan myndinni stóð, var feginn þegar henni lauk og fljótlega tókst mér að gleyma henni eftirá (sem er ákveðinn plús í sjálfu sér). Ég er bara mest feginn að hún hafi ekki verið lengri en þessar 80 mínútur.
2/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
www.thefinaldestinationmovie.com
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. september 2009
Útgefin:
25. febrúar 2010