Náðu í appið
Cellular

Cellular (2004)

"If the signal dies so does she."

1 klst 34 mín2004

Konu er rænt þar sem hún er stödd heima hjá sér og farið er með hana í burtu og hún læst inni í herbergi.

Rotten Tomatoes56%
Metacritic60
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Konu er rænt þar sem hún er stödd heima hjá sér og farið er með hana í burtu og hún læst inni í herbergi. Það er sími í herberginu en áður en hún getur notað hann þá brýtur ræningi hennar símann. Hún reynir að lappa upp á hann og tekst að fá són, en getur ekki hringt úr honum. Hún nær samt sambandi við ungan brimbrettamann. Þegar hún segir honum að sér hafi verið rænt, þá trúir hann henni ekki, eða er sama um vandræðin sem hún er í, en fer samt til lögreglunnar til að tilkynna um glæpinn. Þegar hann kemur á lögreglustöðina þá þarf hann að bíða eftir afgreiðslu og heyrir þá samtal konunnar við mannræningjann og kemst að því að fjölskylda hennar er í hættu þannig að hann reynir að hjálpa þeim, en í leiðinni gerir hann margt sem fær lögregluna til að halda að hann sé sjálfur glæpamaður, eða klikkaður; eins og þegar hann stelur bíl eða tekur upp byssu á almannafæri.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Electric EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (5)

Cellular kemur verulega á óvart. Þetta er mynd sem þarf ekki að hafa gott handrit, persónusköpun og einhver frumlegheit. Það eina sem hún þarf að hafa er nógu stóran skammt af spennu og ...

Ekkert nema farsímaauglýsing á ferð hérna, ágætis spenna í byrjun sem hægt og rólega fjarar út. Mæli ekki með þessari.

Ekki bjóst ég við miklu af þessari mynd. En þrátt fyrir að leikararnir séu ekki að brillera þá er þessi mynd hin fínasta spennumynd og get ég því mælt með þessari ræmu

Farsímaútgáfan af Phone Booth

★★★★☆

Cellular er skotheld spennumynd sem fer af stað frá fyrstu mínútu og tekst að halda á floti skemmtilegri, hraðri og hörkuspennandi atburðarás út alla lengdina. Myndin er líka í léttari k...

★★★★★

Ég verð nú að segja að ég bjóst ekki við miklu þegar ég rambaði inná þessa mynd fyrir hálfgerða tilviljun. Það er kannski best að fara í kvikmyndahús þannig, án væntinga. Allave...