Náðu í appið
Shark Night 3D

Shark Night 3D (2011)

"Terror runs deep."

1 klst 31 mín2011

Sjö vinir úr menntaskóla ákveða að skella sér í helgarfrí út á eyju eina þar sem foreldrar eins þeirra eiga sumarbústað.

Rotten Tomatoes19%
Metacritic22
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Sjö vinir úr menntaskóla ákveða að skella sér í helgarfrí út á eyju eina þar sem foreldrar eins þeirra eiga sumarbústað. Eyjan stendur úti á miðju vatni sem tengist sjónum þótt strönd hans sé nokkra kílómetra í burtu. Þetta er sannkölluð paradís á Jörðu og vinirnir sjö sjá fram á stórskemmtilega helgi og skemmtun, ekki síst við köfun og annað vatnasport enda fylgir bústaðnum ágætur hraðbátur, sérútbúinn til að draga fólk á vatnaskíðum. En gamanið kárnar samstundis þegar einn vinanna lendir í hrikalegu slysi sem krefst þess að hin komi honum strax á sjúkrahús áður en honum blæðir út. Þau leggja af stað í bátnum en komast þá að því sér til skelfingar að vatnið er skyndilega orðið krökkt af risastórum hákörlum sem eru sko ekki á því að láta jafngómsætar máltíðir og vinina sjö sleppa svo létt. Þar með er hafin æsileg barátta ungmennanna við skepnur sem eru álíka ófríðar og þær eru grimmar ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Incentive Filmed EntertainmentUS
Rogue PicturesUS
Relativity MediaUS
Sierra/AffinityUS
Silverwood FilmsUS
Next EntertainmentUS