Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Final Destination 2 2003

Frumsýnd: 21. mars 2003

Death is like a boomerang. it keeps coming back

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Clear Rivers hefur búið á geðspítala frá því að hinir undarlegu atburðir hentu í síðustu mynd, sem leiddu til dauða vina hennar. Dag einn kemur stúlka að nafni Kimberley til hennar, sem telur sig vera með hugboð, svipað og Alex vinur hennar, sem dó. Clear þarf núna að hætta lífi sínu til að hjálpa öðrum, eða vera kjurr inni á spítalanum til æviloka.... Lesa meira

Clear Rivers hefur búið á geðspítala frá því að hinir undarlegu atburðir hentu í síðustu mynd, sem leiddu til dauða vina hennar. Dag einn kemur stúlka að nafni Kimberley til hennar, sem telur sig vera með hugboð, svipað og Alex vinur hennar, sem dó. Clear þarf núna að hætta lífi sínu til að hjálpa öðrum, eða vera kjurr inni á spítalanum til æviloka. Hvað mun hún gera?... minna

Aðalleikarar


Skil nú ekki hvers vegna það var gert framhald að 1. myndinni? Þessi hefur nánast alveg sama söguþráð og fyrsta myndin hefur, en er alveg helmingi verri. Hún toppar nú samt subbuskapinn frá fyrstu myndinni. Þvílíkt og annað eins. En er samt mynd sem ég mæli engann veginn með. Fær 1 fyrir mikil subbuleg blóðsatriði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

'Final Destination' var splattermynd með Dauðann sjálfan sem morðingjann í stað Freddy Krueger, Jason, Leatherface, og allra hinna sem gaman hafa að því að stinga unglinga á hol og láta blæða á sem ógeðslegasta hátt. Hugmyndin er snjöll. Allir eiga að deyja einhvern tímann. Sumir hafa þá gáfu að geta séð fyrir hluti. Þeir geta komið í veg eigin dauða með því að hlíða fyrirboðunum á réttan hátt. Gallinn er sá að ef þú átt að deyja einhvern tíma og sleppur, þá verður dauðinn allt í einu frumlegur og tekur upp á því að drepa fólk á írónískan hátt. Semsagt, hann er grafalvarlegur náungi þegar einhver á að deyja, en þegar einhver sleppur undan honum, tekur hann upp á því að setja upp dauðagildrur fyrir fólkið: smá gálgahúmor hjá Dauða. 'Final Destination 2' er samansett á nákvæmlega sama hátt og fyrri myndin, nema að í þetta skiptið er lítið gert til að hafa dauðsföllin hryllileg, heldur snýst hún um að láta næsta atriði vera flottara en það síðasta. Dýpri er ekki myndin. Atriðin sem myndin snýst um eru reyndar mjög vel gerð, og ekki laust við að vera frekar fyndin, en mér tókst einfaldlega ekki að setja mig inn í líf persónanna eins og um lifandi manneskjur væri að ræða. Þetta eru allt næfurþunnar tvívíddarpersónur sem gegna engum öðrum tilgangi en að hlýða kalli handritsins og hugmyndaflugi höfundanna. Ef þú hefur gaman af hæfilega vitlausum splatter sem tekur sig alls ekki alvarlega, er þetta allt í lagi skemmtun. Ef þú ert hard-core splatter dýrkandi, haltu þig þá frá þessari, því hún er ekki ógeðsleg fyrir þá sem hafa byggt upp þol gegn slíku. Ef þú hefur hins vegar engan áhuga á að sjá limlestingar með miklu blóði á skjánum, finndu þér þá aðra mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Final Destination. Sáuð þið hina myndina? Ágæt mynd með skemmtilegri pælingu. Svona ógeðismynd. Þessi mynd, alveg sama myndin eiginlega. Næstum nákvæmlega sami söguþráður, en hryllingsatriðin margfölduð! Það er það sem gerir þessa mynd að því sem hún er. Þessi útpældu dauðaatriði sem eru þvílíkur hryllingur að þau grafa sig í hugann svo maður getur ekki gleymt þeim. Þessi mynd er þess virði að eyða tíma sínum í að sjá hana af þeim kostum einum að hún er hreinlega viðurstyggilegasta mynd sem ég hef séð. Og svo er pælingin ekki slæm (þó hún sé sú sama og í hinni).

Allaveganna, ágæt mynd sem hægt er að mæla með, en aðeins fyrir þá sem fíla hrylling og viðbjóð. Restinni finnst hún sennilegast kjaftæði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Final Destination 2 er frábær mynd með geðveikum morðum. Hér er verið að halda áfram með söguna Dauðinn er komin aftur og ætlar að drepa allt fólkið sem tengdist flugi 180, flest allt fólkið var vitni af morðunum í fyrri myndinni. Allir sem hafa gaman af allgjöru rugli ættu að fara á þessa mynd í bíó.......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ógéðslegri dauðar. Ógéðslegri og hryllilegri aðstæður. En samt þá nær Final Destination 2 ekki spennuna sem fyrri myndin gaf af. En samt er þetta óvænt að þessi gat verið hin ágætasta mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn