Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Final Destination 3 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. febrúar 2006

This Ride Will Be The Death Of You.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Þegar hin skyggna Wendy Christensen sér fyrir slys í rússibananum, þar sem hún og vinir hennar deyja, þá byrjar hún að missa stjórn á sér, og þar með verða fleiri vinir hennar fastir í rússibananum. Vinirnir sem eftir eru, þar á meðal kærasti Wendy, eru föst í rússibananum og lenda í þessu slysi. Nú þegar dauðinn er handan við hornið, þá þurfa... Lesa meira

Þegar hin skyggna Wendy Christensen sér fyrir slys í rússibananum, þar sem hún og vinir hennar deyja, þá byrjar hún að missa stjórn á sér, og þar með verða fleiri vinir hennar fastir í rússibananum. Vinirnir sem eftir eru, þar á meðal kærasti Wendy, eru föst í rússibananum og lenda í þessu slysi. Nú þegar dauðinn er handan við hornið, þá þurfa Wendy og Kevin Fischer að reyna að finna út úr málunum, áður en þau og aðrir eftirlifendur láta lífið, en Dauðinn sjálfur vill ná þau sem áttu að deyja í slysinu.... minna

Aðalleikarar


F.d er mjög sérstök mynd því að þetta er í raun ekki hrollvekja ekki heldur venjuleg spennumynd né neitt eitt annað því að í myndinni er leikið með allar tilfinningar fólks og myndin er kannski helst lík því að vera blanda af drama,gríni,spennu og hroll en annars var það sem stóð upp´úr er örugglega drápsatriðin en þau eru skelfilega góð og svo er gaman að sjá flottar stelpur hálf naktar og að lokum fyrir svona tívoli sjúkling var gaman að sjá rússibanaatriðin en þau eru mjög fín

þetta er samt ekkert stórvirki heldur eingönguafþreying í ágætum gæðaflokki og ég sá síðan fyrri myndina eða f.d 2 og það er ekkert miðar við fyrri myndirnar en sjáið myndina og njótið þess að horfa á rugl í kannski 90 mín og svo ekkert að pæla í myndinni eftir það því f.d er bara rússibanaferð sem skilur margt eftir sig í ferðinni og svo þegar tækið er stöðvað þá sérðu þetta þetta var gaman en kannski ekki peningana virði
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er ekki aðdándi þessa mynda Final destination... en þessi kom mér rosalega að óvart! hélt að þetta yrði algjört flopp! Sem það var ekki! Myndin var svo graffísk, ný dreath scene's og virkilega ógeðsleg atriði

Myndin var frekar ólík hinum að mínu mati, ekki eins rosalega klisjukennd (þó það voru auðvitað eikkerjar klisjur). Mæli með henni eindregið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Séð þetta áður - og þar áður!
Enginn heyrt um Déjà Vu?? Jæja, ég kannast allavega við tilfinninguna og ég get sagt að þetta hafi verið það helsta sem ég hugsaði meðan ég sat yfir þessari blessuðu kvikmynd.

Ég hafði lúmskt gaman að hinum tveimur myndunum og vonaðist ég helst eftir að sjá eitthvað nýtt og örlítið ferskt í þriðju umferð.
Viti menn, niðurstaðan er nákvæmlega eins og áður - og þar áður - en hún fer bara sígandi í gæðum.

FD3 er ágætis þvæla meðan hún rennur í gegn og hún tryggir öruggt afþreyingargildi með því að leggja áherslur sínar á sóðalegar dauðasenur. Myndin hefur a.m.k. nettan húmor fyrir þessu öllu og kemur þar af leiðandi út eins og svört gamanmynd á pörtum.

Ég kemst bara ekki hjá því að ímynda mér hvers vegna aðstandendur létu verða af því að gera þessa mynd, miðað við það að hún er 90% afrit af slæmu afriti. Hvers vegna ekki beygja formúluna örlítið og finna leið til að tengja myndirnar eitthvað betur saman? Eða í það minnsta að byggja atburðarásina upp öðruvísi svo hún feti ekki skref fyrir skref í fyrri formúluna. Jæja, nóg um það.

Þið sem viljið, horfið á myndina og njótið ykkar. Geri samt ekki ráð fyrir að margir fari fljótlega í skemmtigarð, í ræktina eða á sólbaðsstofu eftir áhorfið.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er komin 3 myndin í Final Destination seríunni. Hafði unnið miða á myndina og plataði sjálfan mig að sjá þessa mynd. Hver er tilgangurinn með að gera þessa mynd? ENGINN. Og sé ég ekkert smá eftir því að hafa farið á hana. Þessi mynd er svo mikil sóun á tíma og peningum að hálfa væri nóg. Og svo er ekkert nýtt að gerast hér og sagan er alveg eins og í hinum myndunum, sem er bara lélegt. Leikstjórn og handrit James Wong er hræðilegt, leikur hjá helstu leikurum ekki góður(þó maður var ekki að fylgjast með því, var meir upptekinn af natchosinu mínu en myndinni) og eiginlega flest allt við þessa mynd sem að gjörsamlega klikkar. Nema kannski dauðaatriðin og mikið af blóði. Hún er fín sem svona splatter mynd. Svo á hann að vera með eitthvað plott rétt í endanum sem á að tengja myndirnar saman, en það er bara mjög augljóst plott(sjáið hvað ég tala um í enda myndarinnar). Og vona ég að þeir stoppi að gera þessar myndir. Þetta er orðið meira en nóg. Pottþétt tveir þumlar niður hjá mér og mæli ég með engum að sjá þessa þvælu. Takk fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn