Náðu í appið
Öllum leyfð

A Good Man in Africa 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They call it diplomacy.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Myndin er byggð á skáldsögu William Boyd og fjallar um breska og afríska stjórnmálamenn. Morgan Leafy er breskur diplómat, sem hefur síðastliðin þrjú ár, starfað í Ninjana, Afríkuríki sem er að losna undan breskum yfirráðum. Leafy er hrokafullur og drykkfelldur, og á í sambandi við afríska konu, Hazel. Arthur Fanshawa, sem einnig var sendur til ríkisins... Lesa meira

Myndin er byggð á skáldsögu William Boyd og fjallar um breska og afríska stjórnmálamenn. Morgan Leafy er breskur diplómat, sem hefur síðastliðin þrjú ár, starfað í Ninjana, Afríkuríki sem er að losna undan breskum yfirráðum. Leafy er hrokafullur og drykkfelldur, og á í sambandi við afríska konu, Hazel. Arthur Fanshawa, sem einnig var sendur til ríkisins á vegum stjórnvalda, vill ekkert frekar en að komast burt frá Afríku. Hann færir Leafy þær fréttir að risastórar olíulindir hafi fundist í Ninjana, og ef að Bretar vilji græða eitthvað á þeim þá sé eins gott fyrir þá að vera í góðu sambandi við Sam Adekunle, sem er líklegur til að verða næsti forseti Ninjana. Mitt í öllu þessu rísa upp diplómatískar deilur, kona frá Ninjana verður fyrir eldingu á lóð sendiráðsins og landsmenn vilja ekki að hún verði flutt úr stað fyrr en ákveðin athöfn hefur verið framkvæmd. Leafy veit ekki sitt rjúkandi ráð og snýr sér til Dr. Alex Murray, skosks læknis, sem er búinn að dvelja í Afríku í 23 ár, og er besti tengiliður á milli Breta og heimamanna. Leafy er hinsvegar ekki eins áfjáður í að fá hjálp í ástamálum sínum, sem ganga upp og ofan, en hann er einnig að daðra við konu Adekunle, Celia, og eiginkonu Fanshawe, Chloe. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn