Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
“Bitches I like them brainless, guns I like them stainless, steel”. Hafið þið heyrt Ben Kingsley vitna í Biggy Smalls? The Wackness er mynd sem ég hafði ekki heyrt um þar til bróðir minn lét mig fá hana. Þetta er mjög skemmtileg mynd um strák sem nær sér í aukapening með því að selja gras úr ískerru. Einn af viðskiptavinum hans er sálfræðingur leikinn af Kingsley af mikilli snilld. Hann kemur annað slagið með svona brjálaða karaktera eins og í Sexy Beast, frábær leikari. Strákurinn, Luke Shapiro, er leikinn af Josh Peck, mjög góður leikari sem ég hafði ekki séð áður. Það versta við þessa mynd var Method Man í hlutverki eiturlyfjasala frá Jamaiku, hræðilegur hreimur. Klassískt hip hop er út um allt í þessari mynd og mótar andrúmsloftið.
Myndin er létt og fyndin en með undirliggjandi alvara. Luke er ráðvilltur og þarf að komast að því hvað skiptir hann máli í lífinu. Fyrsta ástin, framtíðin eða nútíðin. Maður fær góða tilfinningu fyrir sumari í New York og langar mest að skreppa út. Góð mynd, mæli með henni.
“You meet someone who doesn't like dogs you alert the authorities IMMEDIATELY and you sure as SHIT don't MARRY THEM!”
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Classics
Vefsíða:
www.sonyclassics.com/thewackness
Aldur USA:
R