Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Siege 1998

Frumsýnd: 29. janúar 1999

On November 6th our freedom is history

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 53
/100
Bruce Willis vann Razzie verðlaun fyrir verstan leik. Willis vann einnig Blockbuster Entertainment Awards.

Eftir að bandaríski herinn rænir íslömskum trúarleiðtoga, verður New York borg að skotmarki hryðjuverkamanna, sem láta til skarar skríða og ráðast á borgina í hefndarskyni. Anhony Hubbard, yfirmaður hryðjuverkadeildar alríkislögreglunnar FBI í New York, eltist við hryðjuverkahópana sem ábyrgir eru fyrir árásunum, í samstarfi við Elise Kraft frá leyniþjónustunni... Lesa meira

Eftir að bandaríski herinn rænir íslömskum trúarleiðtoga, verður New York borg að skotmarki hryðjuverkamanna, sem láta til skarar skríða og ráðast á borgina í hefndarskyni. Anhony Hubbard, yfirmaður hryðjuverkadeildar alríkislögreglunnar FBI í New York, eltist við hryðjuverkahópana sem ábyrgir eru fyrir árásunum, í samstarfi við Elise Kraft frá leyniþjónustunni CIA. Eftir því sem árásunum fjölgar í borginni, ákveður ríkisstjórnin að setja herlög, og sendir bandaríska herinn út á götur borgarinnar, undir stjórn liðsforingjans Devereaux. ... minna

Aðalleikarar


The Siege er frábær pólitískur spennutryllir, sprottinn af þeirri hugmynd hvað Bandaríkjamenn myndu gera ef New York yrði aðalskotmark öflugra hryðjuverkamanna. Það er nefnilega afar stutt síðan Bandaríkin kynntust þeirri ógn sem margar þjóðir, t.d. í Evrópu og Austurlöndum nær hafa þurft að búa við um árabil. Í raun var árásin á World Trade Center í febrúar 1993 fyrsta árásin af þessum toga sem Bandaríkjamenn upplifðu. Í miklum flýti eftir þá árás setti Bandaríkjaþing ný lög sem kváðu á um stofnun sérsveita sem tryggja áttu öryggi borgaranna í flestum stærstu borgum Bandaríkjanna. En hvað myndi í raun gerast ef New York yrði aðalskotmarkið? Þeirri spurningu reynir leikstjórinn Edward Zwick og handritshöfundar hans að svara í The Siege. Í aðalhlutverkum er hópur úrvalsleikara með óskarsverðlaunaleikarann Denzel Washington (Glory) og þau Bruce Willis (Die Hard, The Sixth Sense) og Annette Bening (American Beauty) fremstum í flokki. Hryðjuverkamenn hafa látið til skarar skríða á götum New York. Þeir hafa sprengt í loft upp strætisvagn á einni fjölförnustu götu borgarinnar og í kjölfarið ríður yfir borgina alda annarra mannskæðra hryðjuverka. Sá sem fer fyrir öryggissveitum borgarinnar, alríkislögreglumaðurinn Anthony Hubbard (Washington), veit vart sitt rjúkandi ráð frekar en CIA-konan Eliza Kraft (Bening) sem fengin hefur verið til aðstoðar vegna þekkingar sinnar og tengsla við arabísk hryðjuverkasamtök. Þegar árásunum linnir ekki þrátt fyrir að öllum öryggisráðstöfunum sé framfylgt til hins ýtrasta bregður forseti landsins á það ráð að kalla herinn til aðstoðar undir stjórn hershöfðingjans Williams Devereaux (Willis). Brátt ríkir algjört umsátursástand í borginni og stóra spurningin er: Hvenær skerast tveir af mikilvægustu þáttum stjórnarskrárinnar, sá sem lýtur að frelsi og mannréttindum borgaranna og sá sem lýtur að því að tryggja öryggi þeirra? Hér er á ferðinni hörkugóð mynd sem svíkur engan spennumyndaaðdáanda og vekur sannkallaða spennu upp í öllum þeim sem hana sjá. Ágætis afþreying en skilur ekki mikið eftir sig í huga manns, góð engu síður. Hún er athyglinnar vel virði
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Afburðar þriller sem fjallar um það að neyðarástand skapast í New York þegar hryðjuverkaalda dynur yfir borgina. Denzel Washington leikur FBI mann sem stjórnar rannsókn á hryðjuverkunum og fær hjálp frá sérfræðingi sem leikinn er af Annette Benning. Treglega gengur að finna hina seku og ástandið verður svo slæmt að yfirráðamenn sjá sér ekki annað fært en að kalla út herinn og hertaka í raun borgina. Það sem gerir myndina góða er að hún er spennandi og tekur einnig á alvarlegum málum svo sem samskiptum ólíkra kynþátta og auðvitað hryðjuverkum. Leikstjórinn er Edward Zwick en hann leikstýrði einnig afburðarmyndunum Legends of the Fall og Courge Under Fire. Það er kannski ástæða til þess að taka það fram að þó að Bruce Willis sé í þessari mynd er þetta alls ekki hreinræktuð hasarmynd, þeir sem eiga von á þannig mynd munu verða fyrir vonbrigðum. Þetta er hins vegar mjög vönduð mynd um þá ógn sem stafar af hryðjuverkum og það sem er ef til vill mest ógnvekjandi við hana er að það þyrfti ekki mikið til að þetta gæti gerst í raunveruleikanum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn