Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Shutter Island 2010

Justwatch

Frumsýnd: 26. febrúar 2010

Someone is missing.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal hjá Academy of Science Fiction, Fantasy

Myndin gerist árið 1954. Lögreglumaðurinn Teddy Daniels er að rannsaka hvarf morðkvendis sem slapp af geðsjúkrahúsi fyrir glæpamenn. Morðinginn er talinn vera í felum á hinni afviknu Shutter eyju.

Aðalleikarar

Erfitt að fíla hana ekki
Þótt að Shutter Island er frekar erfið mynd, fucked up og eiginlega snarklikkuð, þá er hún samt rosalega góð. Ég þurfti að horfa á myndina tvisvar til þess að getað skrifað þessa umfjöllun, því hún er með svo erfiða sögu. Ég fattaði alveg myndina í fyrstu, hún bara skildi svo mikið eftir sig. Mjög mikið að melta. Ég horfði svo á hana aftur, þá skildi maður hvað var að gerast og þá gat maður fylgst með öllu sem var að gerast í kring og pælt í hlutunum meira, þannig að ég mæli með því að fólk horfi á hana tvisvar. Eða, ef einnhver manneskja hérna skildi hana 100% í fyrstu, þá á hann/hún skildið medalíu.

Martin Scorsese hefur ávalt verið legend. Hann er (eins og ég vill kalla það) lifandi goðsögn. Hann með sinn klikkaða stíl, góðan smekk af leikurum og fer ávalt varlega og mjög vel með sögurnar sem hann tekur upp. Ef þú ert Scorsese-fan, þá áttu ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum. Því þótt að myndin er frekar erfið, þá er hún samt snilld, líka þegar maður horfir á hana í fyrsta skipti. Myndin hefur líka þetta brilliant útlit.

Tökurnar eru góðar, myndin hefur dimmt útlit og flottar tölvubrelllur. Ef ég gæti þá myndi ég nefna fullt, fullt af atriðum að nefna því þær hafa allt þetta þrennt á hreinu, bara ef ég gæti. En svo eru það leikararnir sem hafa stóran part af myndinni. Þeir eru allir góðir, án djóks. Hvaða leikari sem er, þótt að þau hafa stóran eða lítin part, gera það rosalega vel. Ljósið í myndinni er auðvitað Leo DiCaprio (ég meina auðvitað því að hann er búin að leika í fjórum myndum í röð með Martin) og hann leikur ofboðslega vel í myndinni, hann kann þetta maðurinn. Ég hef aldrei litið vel á hann síðan ég sá hann í Gangs of New York og svo The Departed, þá var hann geðveikur og hann sýnir stjörnuleik í þessari líka.

Svo eru líkarnir sem standa mest upp úr á mínu mati eru Ben Kingsley, Jackie Earle Haley og Elias Koteas. Guð minn almáttugur Elias var svo viðurstyggilega krípí í myndinni að það er bara óhugnalegt að hugsa um hann. Jackie E. H. verður þekktasti leikari allra tíma eftir 1-2 ár, hann er nú þegar búin að leika í þrem geðveikum myndum uppá síðkastið, til dæmis Little Children, Watchmen og þessari. Samt var Little Children gerð 2006. Ben Kingsley stóð upp úr því að ég vissi ekki rassgat hvað hann var að hugsa allan tíman og það hræddi mig pínulítið. Hann sagði eitthvað, eitthvað sem maður átt að vita en maður vissi ekki hvort að maður átti að trúa honum eða ekki. Fésið á honum sýndi enga tilfinngu við neinu og það var bara óhugnalegt.

Það er pottþétt að myndin fari í óskarinn og það verður að vera fyrir Besta myndin, Besta leikstjórn, Klipping og Tökur. Myndin er rosalega góð og það er erfitt að fíla hana ekki og það er líka viðurstyggilega erfitt að hugsa ekki um hana. Hún kemst á Bestu 10 Martin Scorsese myndirnar, þannig er það bara. Hún er kannski ekki fyrir alla, en samt..

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góð mynd en miðað við bókina...
- Léttir spoilerar inn á milli -

Ég veit ekki um eina mynd, eða man ekki á augnablikinu, sem er betri en bókin eða jafn góð. Shutter Island er mjög góð mynd og draumasenurnar mjög kröftugar. í bókinni eru þær þó aðeins viltari og meira rugl en í myndinni. Draumasenurnar voru ekki bara sekúndu brot af einhverju kjaftæði heldur heil atriði sem ruglaði nokkra í salnum sem héldu að þetta væri í alvörunni og ég veit ekki enn hvernig það er hægt að fá það út. Þær voru nokkrar og hefði mátt stytta þær aðeins.

Frammistöðurnar eru mjög góðar og Leo DiCaprio gæti fengið tilnefningu næsta ár, eða hvað, er þessi mynd á þessari óskarsverðlaunahátíð eða næstu (allavega ekki tilnefnd í neitt). Aukapersónurnar eru góðar og ég vona að Mark Ruffalo verði í fleiri myndum á næstunni og Ben Kingsley er góður eins og í flestum myndum.

Því ég las bókina áður (bara fyrir viku) þá vissi ég af lokafléttunni sem var meira ,,Oh My God'' í bókinni en í myndinni. Kannski því ég vissi hana. En út af því að ég vissi hana sá ég í nokkrum atriðum hvernig persónurnar horfðu á hluti og aðra persónur. Svo voru nokkur skot sem sýndu beinlínis að eitthvað var að en þau eru virkilega vel falin í atriðinu sjálfu.

8/10
Virkilega útpæld, mjög stílisk, flott taka, geðveik leikstjórn og góðir leikarar. Bókin er meistaraverk og Shutter Island myndin er frábær.

Ég þarf kannski að sjá hana aftur, þegar ég er búinn að gleyma sögunni smá því ég þurfti ekkert að pæla á myndinni því ég vissi allt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scorsese hefur aldrei klikkað
Einhvern tímann í frammtíðini verður Martin Scorsese skráður sem einn allra besti leikstjóri heims. Myndirnar hans er ekki annað hægt en að fíla í tætlur og klikkað þær aldrei. Ég held að ég hafi ábyggilega aldrei séð mynd frá Scorsese sem ég hef ekki fílað. Myndir eins og Taxi Driver, Raging Bull, Goodfellas, Casino, The Aviator, The Departed eru allt geðveikar kvikmyndir sem flestar hafa unnið til óskarsverðlauna.

Það sem vekur athygli mína er hvað allar þessar myndir hans fanga athyglina hjá manni á svo sterkan hátt. Þú sest niður í sófa með sjónvarpið fyrir framman þig og einfaldlega dáist bara af kvikmyndunum hans. Shutter Island er einmitt þannig, .því hún er einmitt dæmigerð mynd sem fangar athygli manns og maður heldur algjörlega sjóninni límdan við skjáinn og heldur manni við efnið frá byrjun til enda.

Shutter Island er ábyggilega besta mynd sem Leonardo Dicaprio hefur leikið í(kanski fyrir utan The Departed en það er hægt að deila um það) og finnst mér það synd að hann hafi aldrei unnið til óskarsverðlauna. Leo er magnaður sem Teddy Daniels og skilar hann hlutverki sína á frábæran hátt sem og restin af leikarapakkanum. Samstarf Leo og Scorsese er alltaf ánægjulegt að fylgjast með og hafa þeir báðir unnið saman að heilum fjórum stórkostlegum kvikmyndum saman(ef ég man rétt).

Shutter Island er stórkostleg og frábærlega vel leikinn. Myndatakan í frábærum stíl við útlit myndarinar og sögurþráðurinn flottur. Það er allveg sama þegar það kemur kvikmynd frá Martin Scorsese þær klika aldrei og vonandi á hann enn nokkur ár eftir í bransanum.

8/10 ekki svo langt frá níuni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scorsese fangar athygli manns enn á ný
Það er rosalega erfitt að fjalla um Shutter Island án þess að minnast eitthvað á sýnishorn myndarinnar. Þau eru vægast sagt blekkjandi og gefa til kynna að hér sé á ferðinni ósköp hefðbundin spennusaga með hryllingsívafi, þegar í raun er um að ræða sálfræðidrama sem hrærir saman ráðgátu í Hitchcock-stíl og óvenjulegri karakterstúdíu. Ég veit ekki með ykkur en ég er mjög feginn að hafa fengið eitthvað allt, allt annað en auglýsingarnar voru að selja. Þetta er mynd sem hélt mér föstum við efnið frá upphafi til enda. Hún er útpæld, óþægileg á réttum stöðum, spennandi, ótrúlega vel unnin og frábærlega leikin.

Martin Scorsese (hvar væri bandaríski kvikmyndaheimurinn án hans?) veldur ekki vonbrigðum hér frekar en fyrri daginn og kryddar alveg meistaralega upp á sterkt handrit sem kemur á óvart á ýmsa vegu. Stíllinn er t.a.m. ákaflega flottur. Kvikmyndatakan er glæsileg (ekki við öðru að búast, fagmaðurinn Robert Richardson stjórnar vélinni) og retró-tónlistin hjálpar til með að stilla andrúmsloftið, sem er mátulega drungalegt (draumasenurnar voru t.d. sjónrænt séð alveg magnaðar!). Strúktúr myndarinnar er líka voða sérstakur. Hann er e.t.v. lágstemmdari en sumir kæra sig um en ég kýs að líta á hann eins og mjög hægan bruna. Sagan tekur sinn tíma með að dæla út upplýsingum - ásamt því að spila talsvert með mann - þangað til hún kemur að frábærum endi sem bæði kemur á óvart og snertir pínulítið við manni. Það má vera að það sé auðvelt að giska á lokafléttuna, en sagan á bakvið hana er allt annar handleggur.

Myndir af þessari tegund eru heldur ekki þekktar fyrir það að fókusa á leik, en hér er hvergi veikan hlekk að finna, hvorki í valinu á leikurum né tilþrifum þeirra. Leo DiCaprio gefur sig allan fram í hlutverki sem er mun kröfuharðara en maður heldur í fyrstu, og ég skal jafnvel ganga svo langt með að segja að þetta sé öflugasta frammistaðan hans til þessa. Sir Ben Kingsley, Mark Ruffalo og Max Von Sydow ættu í rauninni að vera til skrauts en þeir eru allir fáránlega góðir. Patricia Clarkson, Emily Mortimer, Michelle Williams og Jackie Earle Haley gera svo heilmikið við alveg rosalega lítil (en gríðarlega mikilvæg) hlutverk. Þau skilja öll eitthvað eftir sig í þeim senum sem þau eiga.

Það sem mig líkar samt mest við Shutter Island er hversu undarlega lagskipt hún er, og trúið mér þegar ég segi að maður græðir slatta á því að sjá hana a.m.k. tvisvar. Við fyrsta áhorf festist ég yfir ráðgátunni og samspilum persónanna. Þegar ég sá hana svo aftur fór ég að spá meira í draumunum og þeim földu merkjum sem eru að finna í nánast hverri einustu senu. Gefur manni nánast allt aðra upplifun. Það eru reyndar fáein skot sem ég næ ekki enn að átta mig á, þrátt fyrir að hafa séð myndina tvisvar. Líklegast eru þau sett inn sem einhver merki, en þau virka býsna handahófskennd. Myndin rétt kemst hjá því að vera of löng vegna nokkurra sena sem eru nokkrum mínútum lengri en þær ættu að vera. Minniháttar kvörtun þó.

Hefði myndin komið út í október í fyrra, eins og hún átti að gera, þá hefði hún skriðið á topplista hjá mér yfir bestu myndir ársins 2009. Sem stendur er þetta besta myndin sem ég hef séð hingað til á þessu ári. Það segir kannski ekki mikið þegar þessi texti er skrifaður en ég skal alls ekki útiloka þann möguleika að hún nái 2010 listanum mínum. Það er bara eitthvað svo grípandi við hana. Því miður er slatti af fólki sem mun ekki sjá það, og ég er pínu hræddur um trailerarnir geri það að verkum að margir verði óánægðir með myndina. Djöfulsins synd er það.

Scorsese gæti ekki gert slæma mynd þótt hann reyndi.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.10.2023

Vissirðu þetta um nýju Scorsese myndina?

Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorseses, Killers of the Flower Moon verður frumsýnd á Íslandi þann 20. október nk. Með aðalhlutverk í myndinni fer bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio, en þeir félagar hafa unnið í...

22.12.2010

Mest 'downloaduðu' myndir ársins

Baráttan gegn ólöglegu niðurhali gengur enn og þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að koma í veg fyrir að nýjar kvikmyndir séu sóttar af netinu virðist það ekki vera að skila sér. Vefsíðan TorrentFreak gaf nýverið út li...

10.05.2015

Ný plaköt fyrir Terminator: Genisys

Fimmta myndin um Tortímandann, Terminator: Genisys er væntanleg í sumar. Arnold Schwarzenegger er mættur á nýjan leik í hlutverki Tortímandans, en hann lék aðalhlutverkið í upprunalegu þremur myndunum. Myndin mun einn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn