Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Congo 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. júlí 1995

Where you are the endangered species

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 22
/100
Tilnefnd til Blimp Award á Kids Choice Awards, fyrir uppáhalds dýraleikarann, górilluna Amy. Tilnefnd til 7 Razzie verðlauna.

Forstjóri með mikilmennskubrjálæði, sendir son sinn inn í hina hættulegu afrísku Kongó, í leit að demanti sem þarf að vera nógu stór til að knýja kraftmikinn leiser sendi. Þegar samband tapast við soninn og flokkinn sem hann er með, þá sendir forstjórinn tengdadóttur sína á eftir þeim. Hún er fyrrum leyniþjónustumaður. Með henni í för er tækninörd... Lesa meira

Forstjóri með mikilmennskubrjálæði, sendir son sinn inn í hina hættulegu afrísku Kongó, í leit að demanti sem þarf að vera nógu stór til að knýja kraftmikinn leiser sendi. Þegar samband tapast við soninn og flokkinn sem hann er með, þá sendir forstjórinn tengdadóttur sína á eftir þeim. Hún er fyrrum leyniþjónustumaður. Með henni í för er tækninörd og nokkrir sérvitrir náungar, þar á meðal trúboði og vísindamaður með talandi górillu og Indiana Jones manngerð í leit að námum Salomóns konungs. Þau uppgötva að það sem við girnumst mest, er gjarnan upphafið að endalokunum.... minna

Aðalleikarar


Þesssi var í sjónvarpinu á föstudaginn. Ég er mjög hrifinn af bókum Michael Chrichton t.d. Prey, Sphere, Jurrassic Park og State of Fear. Margar af bókum hans hafa verið gerðar af kvikmyndum með mjög misjöfnum árangri. Ég las aldrei bókina Congo en hún hlýtur að vera betri en þessi mynd.

Myndin byrjar frábærlega með hinum eina sanna Bruce Campbell. Því miður er honum stútað og eftir stendur freka súr hópur leikara. Laura Linney er langbest, nenni ekki einu sinni að nefna fleiri. Nema kannski þann versta sem er gervilega talandi górillan Amy sem lætur Jar Jar Binks líta út eins og Han Solo. Congo er mjög týpísk ævintýramynd og allar persónur virðast vera stereotýpa. Það var auðvelt að giska á hvað gerðist næst og það var yfirleitt rétt. Ævintýramyndir er alltaf ótrúlegar en þessi gekk ansi langt með laserbyssum og gáfuðum öpum. Mér tókst samt að klára myndina, þannig að hún getur ekki hafa verið alslæm.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Congo er einhver alkostulegasta B-mynd allra tíma, Þrátt fyrir að vera með venjulega ævintýrasöguna þá er húmorinn svo yndislega vel skrifaður inn í persónurnar að það skiptir ekki lengur máli. Eftir fimmtán mínútna áhorf þá veit maður hver mun deyja og hvernig myndin mun enda, það er í raun húmorinn bakvið myndina, í stað þess að skapa einhverskonar flókna og frumlega sögu þá gera þeir dæmigerða avintýramynd en skapa fyndnar persónur til þess að fylla inn í holuna. Kannski ætti ég að taka Lauru Linney úr þessum fyndna hóp, hún var skrefi frá því að vera hreinlega pirrandi. Skemmtanagildið er það sem gerir Congo þess virði að fylgjast með, sama hve óraunveruleg eða fáranleg hún er þá er ekkert í henni alvarlegt. Ef þú ert að leita af einhverju nýju eða einhverskonar snilldarverki í Congo þá geturu alveg eins byrjað að grafa þína eigin gröf hinsvegar þá gefur Congo manni allt sem hún getur, þetta er einföld B-Mynd og það á að horfa á hana með þannig hugarástand.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hálf slöpp og ósannfærandi melódrama um hóp vísindamanna sem ásamt apa sem talar í gegnum vél(dálítið langsótt)fara til Afríku í leit að demöntum. Margt slæmt við þessa mynd, ófrumleg, formúlukennd og pappírsþunn og þá sérstaklega endirinn sem er alveg sérstaklega grunnur. Svo er coverið soldið blekkjandi, maður heldur að þetta sé blóðugur spennutryllir en svo reynist þetta vera lítið annað en saklaus ævintýramynd. Þessi mynd Congo verðskuldar eina og hálfa stjörnu, hálfa fyrir Laura Linney og Tim Curry(þau eru alltaf góð)og eina fyrir að myndin er ekki það leiðinleg að undirritaður gafst upp á henni áður en henni lauk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég var lítill horfði ég á þessa mynd hjá vini mínum en í hvert skipti sem ég reyndi að horfa á hana missti ég alltaf af endinum. Ég hafði alveg rosalegan áhuga á þessari en svo kom að því í gær að ég leigði hana og ég náði LOKSINS að klára hana og ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum að ég fór vælandi í rúmið, nei bara að grínast, hún var samt mjög slæm, leikurinn hræðilegur fyrir utan hjá apanum, táknmálið hans var flott og fyrir þá sem halda að apinn tali þá er það vitlaust því maðurinn sem þjálfaði hann fann upp tæki sem talar fyrir þá mállausu eða aþað þýðir táknmál. Myndin gengur út á það eitthvað fyrir tæki sendi leiðangur til að finna demanta í myrkustu frumskógum Kongó en síðan hverfur leiðangurinn skyndilega og þá senda þeir auðvitað annan leiðangur til að finna út hvað kom fyrir forvera þeirra. Tvær stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrælgötótt og fremur glötuð mynd um ferð nokkurra ofurhuga inn í skóg á vegum einhvers konar demantafirma. Hafði fyrri leiðangur horfið með öllu, en nú eru menn með talandi - já, talandi - apa með í för sem á að bjarga öllu, en er þó þambandi Martini að hætti Bond meira og minna allan tímann. Nú, einning er með í för hinn undirförli skíthæll Herkermer Homolka, leikinn af Tim Curry og er sem ör bendi á hann allan tímann og segi "þessi verður drepinn". Curry, ásamt Ernie Hudson - fjórði Góstbösterinn - eru þó þeir einu sem sýna tilraun til leiks af aðalleikurunum. Þeim sem hafa gaman af Michael Cricton-myndum er bent á að leigja bara Júragarðinn aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn