Náðu í appið
The Descent: Part 2

The Descent: Part 2 (2009)

The De2cent

"Fear runs deeper"

1 klst 34 mín2009

Sarah Carter (Shauna Macdonald) hefur gengið í gegnum algera vítisvist í áður óþekktum hellum í Appalachiafjöllum, þar sem vinkonur hennar lentu hver á eftir annarri...

Deila:
18 áraBönnuð innan 18 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Sarah Carter (Shauna Macdonald) hefur gengið í gegnum algera vítisvist í áður óþekktum hellum í Appalachiafjöllum, þar sem vinkonur hennar lentu hver á eftir annarri í klónum á dularfullum verum sem leyndust þar niðri. Hún vill losna við þá andlegu byrði sem þessari ferð hennar fylgdi, en það reynist henni erfitt, sérstaklega þegar hún er skylduð til að fylgja nýjum hópi fólks ofan í hellana á ný. Tilgangurinn er að hafa uppi á vinkonum hennar fimm, sem flestir aðrir en Sarah neita að hafi týnt lífinu. Eftir því sem björgunarleiðangrinn fikrar sig neðar í hellana fer þó að verða deginum ljósara hversu tilgangslaus þessi leiðangur reynist, þar sem Sarah er enn á ný farin að reyna að bjarga sjálfri sér og ferðafélögunum undan hinum grimmu hellaverum...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

PatheGB
Celador FilmsGB

Gagnrýni notenda (1)

Sýnið forveranum virðingu og FORÐIST þessa!

★☆☆☆☆

Eins kaldhæðnislegt og það er að segja það þá átti The Descent: Part 2 ALDREI að líta dagsins ljós. Tilvist hennar er ekki aðeins móðgandi í mínum augum (og sérstaklega hvernig hún...