Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Sorority Row 2009

Frumsýnd: 11. desember 2009

Sisters for life... and death.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Stúlkur í systrafélagi reyna að hylma yfir dauða einnar systrafélagssystur sinnar eftir að hrekkur fer illilega úrskeiðis. Það tekst þó ekki betur til en svo að raðmorðingi fer að sitja um þær.

Aðalleikarar

Nettur hryllingur
Sorority Row fær hárin til þess að rísa á köflum og viðurkenni ég nú allveg að nokkrar senurnar fengu mann til þess að bregða. Sorority Row er í raun og veru þessi týpíska hrollvekja sem gengur ekkert meira út á það en að pinta áhorfandann allt heldur betur með viðbjóðslegum senum og hrottalegum morðum. Eins og hvað flestir sjá þá er þessi mynd endurgerð af 100 öðrum myndum og söguþráðurinn(ef hann er þó einhver) gengur ekkert meira útaf það en að drepa einn og einn allveg þangað til einn stendur eftir.

Ég get ekki sagt að Sorority Row sé nú góð bíómynd. Hún er ekki vel gerð,frekar illa leikin og afskaplega augljós á köflum(þá á ég nú við öll morðin).

Þrátt fyrir þetta allt saman náði ég að hafa nett gaman af henni og tókst mér að bregða soldið á köflum. Sorority Row er kanski ágætis hrollvekja þegar uppi er staðið en á köflum mynd sem maður vissi allveg allan tímann hvernig mundi enda.

Ég nenni nú ekki að vera með leiðindi og drulla yfir myndina og gefa henni slaka dóma svo hún sleppur með sexuna hjá mér.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær mynd!
Sorority Row ?

Myndin sjálf fjallar um ungar stúlkur í systrarfélagi að nafni Theta Pi. Hrekkur fer úrskeiðis og nokkrum mánuðum seinna er einhver að hefna sín á þeim með því að drepa þær.

Hljómar svona...líkt I know what you did last summer ? ... En nei, þessi mynd er margfalt betri, i alla staði. Myndin er lauslega endurgerð af myndinni "The house on sorority row".

Í myndinni er frábær húmor, maður kynnist stelpunum vel, ekki eins og í öðrum bíómyndum þar sem ekkert er hugsað um persónurnar, sagan er áhugaverð og heldur manni föstum við sætið mest allan tímann. Einstaka sinnum þó koma svona móment þar sem maður bara "ha?" en svo verður myndin bara frábærari. Myndin byggir upp spennu hægt og rólega og þeir nota ekki þessar klisjur sem að við sjáum oft í hryllingsmyndum.

Myndin er vel leikin og vel kvikmynduð og frábær húmor í henni. Mæli með henni fyrir alla sem að vilja sá skemmtilega, en spennandi mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beint í ruslafötuna
Í alvöru talað, hverjum fannst það vera sniðug hugmynd að endurgera I Know What You Did Last Summer nema bara með fleiri (og tífalt meira pirrandi) stelpum?? Mér skilst reyndar að Sorority Row sé endurgerð á annarri mynd með nákvæmlega sama söguþræði en þetta er allavega það sem hún minnti mig á. Og þegar vond unglingahrollvekja er farin að minna þig stöðugt á aðra vonda (en þó skárri) unglingahrollvekju, þá er nokkuð ljóst að eitthvað hafi farið mikið úrskeiðis. Ég myndi sko glaðlega þrauka það að horfa aftur á brjóstaskoruna á Jennifer Love Hewitt í 100 mínútur frekar en að sitja yfir Sorority Row aftur. Þetta er mynd sem er svo suddalega ómerkileg á allan hátt að ég tími ekki nema rétt svo þremur málsgreinum í að fjalla um hana. Hún er almennt illa leikin, illa kvikmynduð, hlægileg, þreytandi en umfram allt drulluleiðinleg.

Ég vonaðist til þess að myndin kæmi með smá vott af hugmyndaflugi í dauðsföllunum, en það gerist ekki nema einu sinni. Ég þurfti að berjast fyrir því að halda mér vakandi út þessa þvælu. Til að bæta gráu ofan á svart eru nánast allar persónur myndarinnar óþolandi gelgjur sem hætta ekki að skrækja og rífa kjaft út í allar áttir. Handritið reynir líka að vera hnyttið og með húmor en það er bara hégómafullt og pirrandi út í gegn.

Þessi mynd fer má alveg fara á hauginn mín vegna, og það sem kemur í veg fyrir botneinkunn er þrennt: Skondinn "áfengisdauði," örlítil nekt og sjónin að sjá Carrie Fisher haldandi á haglabyssu. Frekar hefði ég viljað 100 mínútur af þessu síðastnefnda heldur en það sem ég fékk í heildina hér.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á Sorority Row án þess að vita neitt um hana annað en að henni hafði verið líkt við Scream og I Know What You Did Last Summer. Neinei. Hún reyndist vera mun verri en þær ágætu myndir, þær voru þó ferskar og höfðu skemmtilegar persónur en Sorority Row er bara óáhugaverð steypa frá A til Ö. Persónurnar í þessari mynd eru svo grunnar og illa skrifaðar að ég gat varla greint þær í sundur, stelpurnar léku nánast sama karakterinn. Jafnvel Carrie Fisher er ömurleg. Svo vonaði ég að það yrði eitthvað krassandi þegar morðinginn sýndi sitt rétta andlit en varð fyrir vonbrigðum þegar - mögulega spoiler - ástæðan reyndist vera eitthvað svo ómerkileg. Ég hata þessa mynd samt ekki algjörlega heldur bara einfaldlega þoli hana ekki og þess vegna fær hún hálfa stjörnu. Forðist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn