Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fyrirgefiði en þessi mynd r tær snilld! ég að segja bara öllum að leigja Þessa mynd eða jafnvel kaupa. Þessi mynd er alls ekki ætlauð fyrir þeim sem taka myndir nærri sér þá alls ekki fyrir african-american people en í þessari mynd er verið að sýna hvað ofbeldi og kynþáttarhatur ekki aðeins hjá hvítum til svartra líka til hvítra til hvítra og líka að African-american people eru ekki alveg saklausir.
American History X er ein af þeim myndum sem fær mann til að hugsa, hún sleppir manni ekki í nokkrar mínútur eins og sumar myndir heldur rígheldur takinu á manni til að maður nái punkti myndarinnar sem best.
Myndin fjallar um Derek (Norton) sem er dæmdur fyrir morð á tveimur blökkumönnum fyrir utan hús sitt, hann hafði verið meðlimur í samtökum þjóðernissinna og kynþáttahatara. Á meðan hann tekur út dóm sinn fer bróðir hans (Furlong) að koma sér í sama klandur og Derek og tekur bróðir sinn sér til fyrirmyndar.
Það sem mér fannst töff við myndina er hvernig sagan er sögð, við sjáum myndina í einhvers konar tveimur hlutum, í einum hlutanum sjáum við hvernig sögunni eftir að Derek kemur út vegnar og hinum parti sögunnar, sem sýnt er svarthvítt, eru endurminningar Danny (Furlong) og Derek (Norton) sem er mjög töff.
Myndin er án efa með betri myndum Norton og leikur hann af tærri snilld, en ekki má gleyma stórleik Furlong sem gerir ekker verr en kumpáni sinn Norton. Myndin endar á ótrúlegan hátt og er ekki laust við að þeir hörðustu felli tár í lokin.
Ég hef aldrei séð aðra mynd sem lýsir jafn vel hvernin árin sem kynþáttahatur ríkti um allan heim voru. Edward Norton leikur strák sem tekur stóran þátt í kynþáttahatrinu gegn svertingjum eftir að faðir hans var drepinn. Hann varð einn virtasti maðurinn í geinginu sem hann var í en þegar hann slapp útúr fangelsi eftir að hafa drepið einn svertingjann þá áttaði hann sig á því að hann hafði ekkert grætt á öllu þessu og sá eftir öllu saman. Edward Norton er frábær í sínu hlutverki eins og fleiri leikarar. Myndin er líka frábærlega skrifuð og fær marga til að hugsa sig um.
Bara ansi góð mynd sem fjallar um kynþáttahatur, ofbeldi og hvernig maður kemur fram við náunga sinn. Myndina prýðir ýmiskonar smáatriði eins og til dæmis sikk sakkar hún frá því að vera í lit og svarthvít í samræmi við það hvort söguþráðurinn er í nútíð eða þátíð. Nafnarnir Norton og Furlong standa sig báðir þokkalega í túlkun sinni á tveimur nasistabræðrum en að mínu mati hefði Stacy Keach mátt eiga stærra hlutverk í myndinni. Sæmilega vel heppnuð mynd og ég get alls ekki sagt að mér hafi leiðst yfir henni.
Frábær mynd eiginlega soli based á rasisma þar sem Edward Norton leikur Derek Vinyard sem áður var frábær náungi hefur breyst í drungalegan rasista eftir að faðir hans var myrtur reyna að bjarga fólki og auðvitað drepinn af blökkumanni. Hann hefur stofnað sína hreyfingu til að losna við innflytjendur, blökkufólk og annað fólk sem í hans huga hafa ráðist á landið. Þar meðal hans er bróðir hans og er Derek guð í augum hans. En eftir að hafa drepið tvo blökkumenn sem reyndu að ræna hann er Derek sendur í tveggja ára fangelsisvist og eftir vistina kemur hann út sem annar maður. Sýn hans af hatri á blökkufólki og innflytjendum hafði breyst og reynir hann að koma bróðir sínum úr því líka. En gömlu vinum hans líka ekki við það og eru í hefndarhug. Og líka hafa svertingjarnir ekki gleymt því og bíða eftir rétta atvikinu að pýna Derek. Rosalega góð mynd þar sem Edward Norton átti skilið fjölmörg verðlaun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$20.000.000
Tekjur
$23.875.127
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
26. mars 1999
Bluray:
8. desember 2011
VHS:
20. júlí 1999