Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Cabin in the Woods 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. apríl 2012

You Think you Know the Story

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Fimm vinir, þau Holden, Curt, Dana, Jules og Marty, ákveða að ferðast saman út úr bænum eina helgi og skemmta sér áhyggjulaus fjarri mannabyggðum. Þau halda af stað full tilhlökkunar, villast og þurfa að spyrja sóðalega sérvitringinn á bensínstöðinni (sem gæti ekki verið staðsett á undarlegri stað) til vegar. Sá varar þau við að hann geti vissulega... Lesa meira

Fimm vinir, þau Holden, Curt, Dana, Jules og Marty, ákveða að ferðast saman út úr bænum eina helgi og skemmta sér áhyggjulaus fjarri mannabyggðum. Þau halda af stað full tilhlökkunar, villast og þurfa að spyrja sóðalega sérvitringinn á bensínstöðinni (sem gæti ekki verið staðsett á undarlegri stað) til vegar. Sá varar þau við að hann geti vissulega sagt þeim hvernig þau komist á áfangastað en ekki hvernig þau komist þaðan aftur. En vinirnir fimm láta viðvörun sérvitra bensínsölukarlsins sem vind um eyru þjóta og þegar þau finna loksins skógarkofann sjá þau ekki betur en að þau séu komin í hina fullkomnu helgarparadís. En brátt fara undarlegir hlutir að gerast ...... minna

Aðalleikarar

Frumleg meistaraverksblanda
Nokkrar myndir hafa reynt að taka hryllingsmyndageirann í gegn með mismunandi niðurstöðum en Scream hefur gert það best. Það sem allar þessar myndir gera er að benda á allar þessar stereotýpur og asnalega hluti sem koma með uppskriftinni. Það er allt gott í góðu gríni en þegar allar myndir gera ekkert annað en að benda á svona hluti og halda sjálfkrafa að þær séu snjallar og fyndnar þá er það bara mjög vitlaust. Cabin in the Woods, og ég þakka Guði! (eða Drew Goddard og Joss Whedon heldur), fellur ekki í þann hóp mynda heldur er alveg glæný hugmynd og suddalega frumleg.

Myndin setur líka húmor og hrylling snilldarlega vel saman. Þrátt fyrir að vera mjög fyndin var hún einnig frekar scary á réttum tímapunktum og það kom mér ekkert á óvart að vera í hláturskasti og svo skíthræddur hálfri mínútu seinna. Það er einn margra hluta við myndina sem ég gjörsamlega elskaði. Svo voru fáein atriði sem náðu í raun að blanda þessu tvennu saman. En það leiðir náttúrulega helst bara í hlátur. Til dæmis var algjör snilld í byrjun myndarinnar hvernig titill myndarinnar kom fram. Genius! Ég má samt alls alls ekki tala um söguþráðinn og ef þið getið forðast trailera, gerið það. Trailerinn spoilar reyndar ekki nema fyrstu 20 mínútunum rétt svo en samt, ég hefði verið til í að sjá þessa með algjörlega enga hugmynd hvað væri að fara gerast.

Leikararnir standa sig vel og unglingarnir eru allir mjög þolanlegir og skemmtilegir á sinn hátt. Fran Cranz stelur öllum senunum sínum frá hinu fólkinu sem elskulegi (miðað við hitt fólkið) og drullufyndni stónerinn Marty. Chris Hemsworth er líka góður og það kemur svosem ekkert á óvart. Stjörnur myndarinnar eru samt Richard Jenkins og Bradley Whitford. Þeir brillera báðir og ég vona að Whitford láti sjá sig meira í bíómyndum.

Ég ætla ekki að spara stóru orðin og ég get alveg 100% sagt að þetta er besta mynd sem hefur komið út á árinu þótt að önnur Hemsworth-mynd gæti unnið þann titill eftir fáa daga. Hún er frumleg, skemmtileg, fyndin, ógnvekjandi og það besta= Ekki séns að ég vissi hvernig hún myndi enda. Ég vissi það varla einni mínútu fyrir kreditlistann. Þetta er mynd sem toppar sig sífellt og gefur okkur besta lokaþriðjung sem hefur sést í talsverðan tíma. Sjáðu hana núna.

9/10 (Ég er ekki að djóka. Hún er ÞAÐ góð!)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.03.2013

Joss Whedon hristispjót

    Eins og kvikmyndir.is greindu frá í október 2011 var Joss Whedon snöggur að skjóta sína eigin útgáfu af leikriti Williams Shakespeare, Much Ado About Nothing, eftir að tökum lauk á The Avengers. Til ...

08.08.2012

Getraun: The Cabin in the Woods

Þetta ár var varla hálfnað þegar Joss Whedon veitti bíónördum tvær ótrúlega æðislegar gjafir: The Avengers og The Cabin in the Woods. Tvær einstaklega ólíkar myndir en báðar með það sameiginlegt að vera tryllt ske...

05.05.2012

Skógarkofinn vaknar til lífs á ný

Endurgerð af sígildu hrollvekjunni The Evil Dead frá 1981 er nú í bígerð og tökur eru hafnar. Sam Raimi, leikstjóri upprunalegu útgáfunnar, er framleiðandi myndarinnar ásamt þeim Rob Tapert, upprunalega framleiðanda seríunnar, og sjarmat...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn