Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Raunsæ mynd
Það fer þeim félögum Matt Damon og Paul Greengrass vel að vinna saman, Bourne myndirnar eru frábærar og Green Zone er ekki síðri. Myndin gerist í upphafi Íraksstríðsins og fjallar um hóp hermanna sem hefur það verkefni að finna gereyðingarvopn. Hermennirnir blandast inn í innbyrðisdeilur á milli CIA og hersins og úr verður hörkuspennandi flétta sem heldur áhorfandanum vel við efnið.
Myndin er hrá og klippingar hraðar sem gerir það að verkum að á stundum finnst manni eins og maður sé að horfa á ,,live" myndir úr stríðinu. Áhrifin verða þeim mun betri. Keyrslan er mikil og hasaratriðin fagmannlega unnin. Leikarahópurinn er þéttur og skilar sínu.
Green Zone er fyrsta flokks skemmtun fyrir unnendur góðra hasar- og stríðsmynda. Eins er hún ádeila á stefnu Bandaríkjastjórnar varðandi Íraksstríðið.
Það fer þeim félögum Matt Damon og Paul Greengrass vel að vinna saman, Bourne myndirnar eru frábærar og Green Zone er ekki síðri. Myndin gerist í upphafi Íraksstríðsins og fjallar um hóp hermanna sem hefur það verkefni að finna gereyðingarvopn. Hermennirnir blandast inn í innbyrðisdeilur á milli CIA og hersins og úr verður hörkuspennandi flétta sem heldur áhorfandanum vel við efnið.
Myndin er hrá og klippingar hraðar sem gerir það að verkum að á stundum finnst manni eins og maður sé að horfa á ,,live" myndir úr stríðinu. Áhrifin verða þeim mun betri. Keyrslan er mikil og hasaratriðin fagmannlega unnin. Leikarahópurinn er þéttur og skilar sínu.
Green Zone er fyrsta flokks skemmtun fyrir unnendur góðra hasar- og stríðsmynda. Eins er hún ádeila á stefnu Bandaríkjastjórnar varðandi Íraksstríðið.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
12. mars 2010
Útgefin:
5. ágúst 2010